Morgunútvarpið

Íran, skyrævintýri í Bandaríkjunum og tungumálastefna Landspítalans

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir yfirlæknir heilsugæslu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur áhyggjur af því tungumálastefna Landspítalans ekki nægilega útfærð. Í henni er kveðið á um starfsfólk í beinni þjónustu við sjúklinga skuli skilja og tala íslensku. Við hringdum vestur og ræddum við Súsönnu Björg.

Sævar Helgi Bragason kom til okkar og útskýrði hvers vegna við upplifðum sannkallaða norðurljósa veislu síðastliðið laugardagskvöld.

Fjölmenn mótmæli gegn klerkastjórninni í Íran hafa staðið óslitið frá því fyrir áramót. Mótmælendur hafa kallað dauða yfir æðsta klerkinn Ali Khamenei og fleiri ráðamenn. Óljóst er hversu margir hafa fallið fyrir hendi öryggissveita stjórnarinnar, þúsundir hafa verið handteknar og dómskerfið hótar hámarksrefsingu fyrir andófið. Lokað hefur verið fyrir aðgang netinu allsstaðar í Íran og hefur Donald Trump hótað harkalegum aðgerðum gegn Íran haldi öryggissveitir uppteknum hætti við dráp á mótmælendum. Kjartan Orri Þórsson sérfræðingur í málefnum Íran kom til okkar.

Frumkvöðullinn Unnar Helgi Daníelsson hefur sagt skilið við Thor's Skyr, vörumerki sem hann keyrði í gang í heimsfaraldrinum og snerist um framleiða og selja íslenskt skyr í Bandaríkjunum. Saga Thor's Skyr er ævintýri líkust. Unnar fékk snemma kraftakarlinn Hafþór Júlíus með í verkefnið og fyrr en varði hafði Hollywood-leikarinn Terry Crews bæst í hópinn. Verslunarrisinn Wall Mart kemur ennig við sögu en staldrar Unnar við og horfir til baka; hvað virkaði og hvað hefði hann getað gert betur? Unnar Helgi gerði skyrævintýrið upp í Morgunútvarpinu.

Almarr Ormarsson íþróttafréttamaður kom til okkar og fór yfir það helsta í sportinu. Handboltinn var fyrirferðamestur í spjallinu.

Frumflutt

12. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,