Morgunútvarpið

2. sept. -Kína og Indland, jafnrétti í íþróttum og sálræn dómgæsla

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, verður gestur okkar í upphafi þáttar en í nýlegri umsögn félagsins um boðaða reglugerðarsetningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um merkingar einnota plastvara, muni krafa um íslensku leiða til minni sam­keppni og hærra verðs.

Geir Sigurðsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Kína, ræðir við okkur um fundi forseta Kína með forseta Rússlands og Indlands.

Willum Þór Þórsson forseti ÍSÍ hvetur alla íþróttahreyfinguna á Íslandi marserar fyrir raunverulegu jafnrétti. Hann ræðir málið við okkur ásamt Þórey Önnu Ásgeirsdóttur Valskonu.

Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands ætlar senda formlega kvörtun til FIBA Europe í kjölfar ákvarðana dómara í lok leiksins gegn Póllandi. Daði Rafnsson, íþróttasálfræðingur og doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík, ræðir við okkur um gagnrýni á dómara og eitt og annað sem tengist þessu máli.

Við ræðum stöðuna í borginni við Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginnni, og Helgu Þórðardóttur, oddvita Flokks fólksins.

Frumflutt

2. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,