Morgunútvarpið

11. júní - Nefhjól á Austurvelli, grænlensk knattspyrna og vinstri flokkar

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður gestur minn í upphafi þáttar en sambandið er áttatíu ára í dag og því er haldin ráðstefna þar sem ræddar verða ýmsar áskoranir og tækifæri sem snerta sveitarfélögin.

Halldóra Mogensen og Atli Þór Jóhannsson, stjórnendur í Samtökum um mannvæna tækni, ræða við mig um nauðsyn þess endurskoða hvað framfarir þýði í raun, en Halldóra skrifaði grein í gær um þau mál, gervigreind, borgaralaun og fleira.

Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, mætir í sitt hálfsmánaðarlega spjall um fjármál heimilisins.

Í gær var greint frá því Knattspyrnusamband Norður- og Mið-Ameríku hefði hafnað umsókn knattspyrnusambands Grænlands um aðild og landslið Grænlendinga bíður því enn eftir leika sinn fyrsta keppnisleik í sögunni. Ég ræði við Stefán Pálsson, sagnfræðing og knattspyrnuspekúlant, um stöðu mála og fótbolta á Grænlandi.

Eldhúsdagsumræður fara fram á þingi í kvöld og ég rýni í stöðuna í stjórnmálunum með Eiríki Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í færslu á Facebook síðu sinni í gær víða væri rætt um mögulegt samstarf við önnur stjórnmálasamtök og þetta samstarf og samstaða væru lykillinn árangri og áhrifum á næsta kjörtímabili. Í sömu færslu nefndi hún ungliðahreyfingar Vinstri grænna og Sósíalistaflokksins ætli í vikunni halda partý saman. Formenn ungliðahreyfinganna, Karl Héðinn Kristjánsson og Jósúa Gabríel Davíðsson, koma til mín og ræða stöðu vinstrisins og hvort grasrótin og unga fólkið í flokkunum kalli eftir sameiningu.

Mörgum brá í gærkvöldi þegar kennsluflugvél á leið til lendingar á Reykjavíkurflugvelli missti nefhjól sem lenti á Austurvelli. Margrét Manda Jónsdóttir, sem situr í stjórn Hljóðmarkar hefur bent á hættur þess Reykjavíkurflugvöllur svona nálægt þéttri byggð og ég ræði við hana og Njál Trausta Friðbertsson, flugumferðarstjóra sem einnig er formaður Hjartans í Vatnsmýri.

Frumflutt

11. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,