Morgunútvarpið

15. apríl - Framhaldsskólar, fermingar og evrópskur efnahagur

Helga Hilmisdóttir, rannsóknarprófessor sem þekkir vel til í finnskum stjórnmálum og samfélagi, ræðir við mig um niðurstöður kosninga þar í landi og breytta heimsmynd í upphafi þáttar.

Gert er ráð fyrir Christine Lagarde bankastjóri Evrópska seðlabankans lækki stýrivexti bankans á skírdag. Eiríkur Ragnarsson, hagfræðingur, ræðir við mig um áhrif tollastefnu Trump á Evrópu og efnahaginn á evrusvæðinu sem nokkuð er deilt um þessa dagana.

Bjarni Freyr Rúnarsson, sviðsstjóri eftirlitssviðs Persónuverndar, verður gestur minn fyrir átta fréttir þegar við ræðum umræðu um evrópskt regluverk komi í veg fyrir tækniframfarir og dragi úr samkeppnishæfni.

Þær eru ófáar fermingarnar þessa dagana. Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, stendur í ströngu og ræðir við mig um það sem unga fólkið nefnir helst í fermingarfræðslunni og church bro-áhrifin.

Sævar Helgi Bragason ræðir við mig um fréttir úr heimi vísindanna.

Fjölmennasti árgangur Íslandssögunnar lýkur grunnskólanámi í vor. Barna- og menntamálaráðherra segist engar áhyggjur hafa af skorti á framhaldsskólaplássum í haust því ráðstafanir verði gerðar. Ég ræði við Guðjón Hrein Hauksson, formann Félags framhaldsskólakennara, um þessar ráðstafanir og um breytingar á inntökuferlinu.

Frumflutt

15. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,