Með okkar augum

Þáttur 1 af 6

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra segir frá ævi sinni og störfum. Það verður sigið ofan í hellinn Þríhnúkagíg. Við förum á æfingu með fötluðum körfuboltaköppum í Hafnarfirði. Við kynnumst teikningum og málverkum Sindra Ploder. GDRN leyfir okkur heyra uppáhaldslögin sín. Við fáum vita hvað Gísli í Tehúsinu á Egilsstöðum gerir í vinnunni. Arna Sigríður Albertsdóttir hjá Þroskahjálp kennir fötluðu og ófötluðu fólki efla heilsuna.

Frumsýnt

16. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Með okkar augum

Með okkar augum

Þrettánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.

Þættir

,