
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi vill alls ekki að sonur sinn knúsi snjókarlinn, því hann er dauðhræddur um að hann verði næli sér í pest vegna kuldans!

Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Bubb byggir og félagar leysa vandamál og koma hlutum í verk með bros á vör. Getum við gert þetta? – Hvort við getum.

Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.

Teiknimyndaþættir um moldríku öndina Jóakim aðalönd, seinheppna frænda hans, Andrés önd, og félaga þeirra í Andabæ.

Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.

Fjölskyldumynd frá 1996 um dalmatíuhundana Pongo og Perditu og eigendur þeirra, hjónin Roger og Anítu. Hin illa Grimmhildur Grámann ágirnist hvolpa Pongos og Perditu og dreymir um að búa til pelsjakka úr feldi þeirra. Dag einn lætur hún til skarar skríða og rænir hvolpunum. Þá verða foreldrarnir, ásamt Roger og Anítu, að beita öllum ráðum til að bjarga þeim áður en það verður um seinan. Aðalhlutverk: Glenn Close, Jeff Daniels og Joely Richardson. Leikstjóri: Stephen Herek.

Heimildarþáttur þar sem David Attenborough rannsakar lífverur sem framleiða ljós og fer með áhorfendur um áður óþekkta heima.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld hittum við fjölskyldu sem fluttist frá Grænlandi í Þistilfjörð og gerðust þar bændur, við skoðum fréttamiðilinn Akureyri.net, förum á slóðir Hallgríms Péturssonar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og kynnumst fallegri hefð í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum.

Laddi hefur skemmt þjóðinni um áratugaskeið. Flest þekkjum við þó persónurnar sem hann leikur betur en manninn sjálfan. Hver er maðurinn á bakvið gervin? Gísli Einarsson fær vini og samferðarmenn Ladda sér til aðstoðar við að draga upp nærmynd af Þórhalli Sigurðssyni, Ladda. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.

Íslensk heimildarmynd um Sigrúnu Þuríði Geirsdóttur, fyrstu íslensku konuna til að synda yfir Ermarsund. Í myndinni er ótrúlegu þrekvirki hennar lýst en sundið tók hana 22 klst. og 34 mín. Farið er yfir sögu Sigrúnar, hver hún er, af hverju hún fór að stunda sjósund og hvers vegna hún ákvað að synda yfir Ermarsundið. Myndin inniheldur upptökur frá sjálfu sundinu þar sem fram kemur hlátur, grátur, uppköst, uppgjöf, söngur og gleði. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson.
Íslenskir heimildarþættir um ferðalag Hringfarans, Kristjáns Gíslasonar, og Ásdísar Rósu, eiginkonu hans. Síðla árs 2023 ferðuðust þau á mótorhjóli um Japan. Ferðalagið reyndi á hjónin á ýmsa vegu og framandi venjur, menning og tungumál gerðu þeim erfitt fyrir. En smám saman lærðu þau á lífstaktinn og nutu ferðalagsins. Þegar upp var staðið reyndist Japan eitt eftirminnilegasta landið sem Hringfarinn hefur heimsótt.
Kristján og Ásdís Rósa reyna að aðlagast nýjum og framandi aðstæðum í Tókýó, stærstu borg heims. Þau kanna borgina áður en þau halda til eyjarinnar Hokkaídó þar sem stórbrotin náttúrufegurð hrífur þau.
Þáttaröð um mat og matarmenningu Íslendinga allt frá landnámi til dagsins í dag – og jafnvel nokkur skref inn í framtíðina. Gísli og Silla fara með áhorfendur í rannsóknarleiðangur þar sem þau skoða hinar ýmsu mýtur og sturlaðar staðreyndir um mat. Matarsérfræðingar greina matarhefðir, tískur og strauma – allt frá súrmat til skordýrasnakks – og stjörnukokkar fá það verkefni að búa til gómsætar máltíðir úr vinsælu hráefni liðinna tíma. Umsjón: Gísli Einarsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.
Hvað borðuðu landnámsmenn? Í þættinum er fjallað um mat á fyrstu öldum Íslandsbyggðar þegar réttar geymsluaðferðir á mætvælum skiptu sköpum til að lifa af. Þegar Sturlungar slógu upp veisum var vel veitt af áfengi – annað hefði verið ótækt. Fjallað er um mýtur um lambakjöt og stjörnukokkur fær að spreyta sig á hráefni landnámsmanna.

Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Ylfa og Máni útbúa nammikúlur - sem eru bæði góðar á bragðið og hollar!
Þessar þarf ekki að baka, bara stinga inn í ísskápinn.
Hér er uppskriftin:
Hollar nammikúlur
(sirka 20 stk):
2 dl möndlur
2 og 1/2 dl ferskar döðlur (eða 10 döðlur - mikilvægt að taka steininn úr)
1 kúfull msk möndlusmjör
1 tsk hlynsíróp eða agave sýróp
2 tsk kakó
1/5 tsk salt
Hjúpur
100g suðusúkkulaði
1/2 tsk kókosolía
Gróft salt
Aðferð:
Settu möndlurnar í matvinnsluvél.
Hakkaðu möndlurnar þar til þær eru orðnar að kurli.
Settu döðlurnar (án steina) í matvinnsluvélina og blandaðu.
Bættu kakó, salti, sýrópi og möndlusmjöri út í og maukaðu vel saman.
Búðu til litlar kúlur úr deiginu.
Settu kúlurnar á disk og geymdu í ísskáp í 30-60 mín.
Hjúpur:
Bræddu súkkulaðið og hrærðu kókosolíunni saman við í pottinum.
Veltu kúlunum upp úr súkkulaðinu og raðaðu þeim á disk.
Það er gott að setja bökunarpappír undir svo þær festist ekki við diskinn.
Stráðu grófa saltinu yfir súkkulaðið að lokum.
Geymdu kúlurnar í ísskáp í allavega 30 mínútur svo súkkulaðið nái að harðna vel.

Norsk heimildarþáttaröð um ungt fólk og óvenjulega íþróttir sem það stundar.
Ólympísk íþróttagrein fyrir fatlaða keppendur.

Jólalag ársins er eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og heitir Kerling heitir Grýla, samið við forna þjóðvísu.
Kammerkórinn Huldur flytur undir stjórn höfundar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í jólaþætti Landans fjöllum við um heppni. Hvað er heppni og af hverju eru sumir heppnari en aðrir eða óheppnari en flestir?
Við heimsækjum fjölskyldu sem rekur kaffihús í Hafnarfiði og fylgjum listakonu sem ferðaðist alla leið á Norðurpólinn til að vinna að list sinni. Við spáum í berdreymi Íslendinga og ræðum við fjölskyldu sem heldur jólin á nýjum stað á hverju ári.

Viðtals- og tónlistarþáttur þar sem rætt er við tónlistarhetjur níunda áratugarins, Midge Ure úr Ultravox, Tony Hadley úr Spandau Ballet og Nik Kershaw, um feril þeirra og tíðarandann í Brelandi á áttunda og níunda áratugnum. Einnig eru sýnd brot frá 35 ára afmælistónleikum Todmobile í Eldborg í Hörpu haustið 2023 þar sem þremenningarnir fluttu sína helstu slagara ásamt SinfoniaNord á sannkölluðum stórtónleikum. Stjórn upptöku: Salóme Þorkelsdóttir.

Kvikmynd frá 2022 í leikstjórn Hlyns Pálmasonar. Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands með til að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar á för sinni. Sérvitur leiðsögumaður fer með prestinn yfir harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn smám saman tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Aðalhlutverk: Elliott Crosset Hove, Ingvar E. Sigurðsson, Vic Carmen Sonne, Jacob Lohmann, Hilmar Guðjónsson og Ída Mekkín Hlynsdóttir. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

A 2022 film directed by Hlynur Pálmason. Toward the end of the 19th century, a young Danish priest travels to Iceland to build a church and photograph the island’s inhabitants along the way. An eccentric guide leads the priest across the harsh landscape on horseback, accompanied by a group of locals. As the journey progresses, the priest gradually loses his grip on reality, his mission, and his own morality. Starring: Elliott Crosset Hove, Ingvar E. Sigurðsson, Vic Carmen Sonne, Jacob Lohmann, Hilmar Guðjónsson, and Ída Mekkín Hlynsdóttir. Not suitable for children under 12 years of age.