
101 dalmatíuhundur
101 Dalmatians
Fjölskyldumynd frá 1996 um dalmatíuhundana Pongo og Perditu og eigendur þeirra, hjónin Roger og Anítu. Hin illa Grimmhildur Grámann ágirnist hvolpa Pongos og Perditu og dreymir um að búa til pelsjakka úr feldi þeirra. Dag einn lætur hún til skarar skríða og rænir hvolpunum. Þá verða foreldrarnir, ásamt Roger og Anítu, að beita öllum ráðum til að bjarga þeim áður en það verður um seinan. Aðalhlutverk: Glenn Close, Jeff Daniels og Joely Richardson. Leikstjóri: Stephen Herek.