10:50
Með okkar augum (1 af 6)
Fimmtánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Í þættinum tökum við meðal annars opinskátt viðtal við athafnamanninn Skúla Mogensen í Hvammsvík, tökum lagið með Ágústu Evu Erlendsdóttur og förum út að borða á Jóni Forseta.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 33 mín.
e
Dagskrárliðurinn er textaður.
