19:45
Svepparíkið (3 af 5)
Varúð!
Heimildarþáttaröð þar sem sveppir á Íslandi eru skoðaðir frá sjónarhorni vísinda, menningar, fagurfræði og sjálfbærni. Dagskrárgerð: Anna Þóra Steinþórsdóttir. Umsjón: Erna Kanema Mashinkila.
Fjallað er um varasama eiginleika sveppa, svo sem eitraða sveppi, sníkjusveppi og myglusveppi. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, doktor í sveppafræðum, kynnir eitraða sveppi sem finnast í íslenskri náttúru. Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur hjá Skógræktinni, sýnir sníkjusveppi sem leggjast á trjágróður. Í umfjöllun um myglusveppi er m.a. rætt við Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur líffræðing.
Er aðgengilegt til 24. ágúst 2026.
Lengd: 26 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
