20:10
Fílalag (7 af 8)
Elly Vilhjálms - Sveitin milli sanda

Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.

Sveitin milli sanda, hin sígilda tónsmíð Magnúsar Blöndal Jóhannssonar frá árinu 1964, er löngu orðin að gersemi í hjarta okkar ungu þjóðar. Enda er lagið demantur í krúnudjásni ástsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, sjálfrar Elly Vilhjálms. Þeir Fílalags-bræður Snorri Helgason og Bergur Ebbi kjölfíla hér lagið með öllu sem tilheyrir. Við sögu koma Land Roverar, Rússajeppar, eldhræringar og margt margt fleira. Sandra Barilli lítur við.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,