Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Talað var um byltingu í málefnum fatlaðra þegar NPA - ný nálgun í þjónustu við fatlað fólk - var lögfest 1. október 2018. Tilgangurinn var að gjörbreyta lífsgæðum þess til hins betra með því að bjóða upp á notendastýrða persónulega aðstoð. En núna - fimm árum síðar - bíða tugir eftir að fá þessa þjónustu. Hún er ekki í boði í öllum sveitarfélögum, gengið hefur á með málaferlum og kærum, deilt er um hver á að borga og hvorki áætlanir né loforð hafa staðist. Ungur fatlaður faðir sem bíður eftir að fá NPA segir að líf hans myndi gjörbreytast við að fá NPA. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga ræða þetta við okkur.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Valgeir Örn Ragnarsson hefur umsjón með þættinum. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Konráð Guðjónsson hagfræðingur og alþingismennirnir Orri Páll Jóhannsson og Hanna Katrín Friðriksson ræða það sem ber hæst þessa dagana. Í seinni hluta þáttar ræða Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar um kjaraveturinn framundan.
Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hefur um árabil verið með vinsælasta sjónvarpsefni á landinu, enda fer þar saman létt skemmtun og æsispennandi keppni. Nú er lokið forkeppni á Rás 2 með þátttöku liða frá 28 framhaldsskólum en aðeins átta lið standa eftir þegar sjónvarpshluti keppninnar hefst.
Spyrill er Logi Bergmann Eiðsson, spurningahöfundur og dómari Stefán Pálsson og Andrés Indriðason annast dagskrárgerð og stjórnar útsendingu.
Þáttaröð frá 1998-1999 þar sem Spaugstofufólkið Erla Ruth Harðardóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Linda Ásgeirsdóttir, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson og Sigurður Sigurjónsson bregða á leik. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Þættir frá 2012-2013. Fjallað er um leiklist, kvikmyndir og myndlist með upplýsandi og gagnrýnum hætti. Einnig er farið yfir feril einstakra listamanna. Umsjónarmenn eru Guðmundur Oddur Magnússon, Vera Sölvadóttir, Símon Birgisson og Sigríður Pétursdóttir. Dagskrárgerð: Guðmundur Atli Pétursson og Kolbrún Vaka Helgadóttir.
Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.
Hinrik hittir einhvern nýjan á hverjum degi og lendir í ótrúlegustu uppákomum.
Friðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.
Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Nokkrir kunnulegir og ókunnulegir fiskar kynna sig fyrir áhorfendum.
Stuttir þættir þar sem Hrúturinn Hreinn og vinir hans fara á kostum.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Viðgerðir á Laugardalslaug 2. Mesta fjölgun Íslendinga frá upphafi mælinga 3. Pöndukveðjuhátíð 4. Gæludýramessa
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Allt stefnir í að fimmtánda stýrivaxtahækkunin í röð verði kynnt á morgun. Verðbólga mælist átta prósent og erfiðlega virðist ganga að þoka henni niður. Sú staða kemur auðvitað illa niður á almenningi en líka á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Við heimsóttum gistiheimilið og veitingastaðinn Akureyri Backpackers og ræddum við einn eigenda þar, áður en framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri fór yfir stöðuna í geiranum.
Mikilvægt er að fólk viti snemma hvort það þurfi að taka þátt í kostnaði við ummönnun sína á efri árum segir breskur sérfræðingur um öldrunarþjónustu. Ekki sé til ein leið sem henti öllum. Forstjóri Sóltúns segir að einkaframtakið þurfi að eiga greiðari leið inn í öldrunarþjónustuna til að flýta uppbyggingu hjúkrunarheimila. Kastljós ræddi við þau á dögunum.
Revían Deleríum Búbónis eftir bræðurna Jón Múla og Jónas Árnasyni var frumsýnd í Borgarleikhúsinu fyrir helgi. Hún er sneisafull af mörgum þekktustu dægurlagaperlum þjóðarinnar. Við litum við í Borgó.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur þar sem áhersla er lögð á rannsóknarblaðamennsku og almennar fréttaskýringar. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Garðar Þór Þorkelsson, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, María Sigrún Hilmarsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Fíkniefnaheimurinn á Íslandi er orðinn enn harðari en áður, með tilkomu ópíóíða á borð við OxyContin. Sífellt fleiri deyja af völdum ópíóíða. Ekkert neyslurými er til staðar og fólk notar fíkniefni á almenningssalernum og í bílastæðahúsum. Mörg hundruð manns eru á biðlista eftir að komast í meðferð.
Sænskir þættir um fólk sem telur sig geta sofið í gegnum allt. Það reynir að sofa í alls kyns hávaða og keppir um hver sefur best.
Bresk gamanþáttaröð með dramatísku ívafi sem segir þroskasögu hinnar 16 ára Bethan. Hún tekst á við þjáningar unglingsáranna og erfiðleika heima fyrir sem hún passar að halda leyndum fyrir vinum sínum. Aðalhlutverk: Gabrielle Creevy, Jo Hartley og James Wilbraham. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sænskir dramaþættir frá 2022. Fjórir unglingar brjótast inn í yfirgefið húsnæði á leið sinni heim úr partíi. Þar finna þeir nokkuð sem reynir bæði á vinskapinn og gjörbreytir lífi þeirra. Aðalhlutverk: Mio Linnér Edman, Kian Razmi og Anton Annerfeldt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 14 ára.
Breskir dramaþættir frá 2023. Læknirinn Lucinda Edwards er virt og farsæl í starfi, en eitt örlagaríkt kvöld deyr einn sjúklingur hennar úr of stórum skammti af ópíóíðalyfi og allt breytist. Aðalhlutverk: Niamh Algar, James Purefoy og Lorne MacFadyen. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sannsögulegir þættir um veðmálahneyksli sem skók sænska íþróttaheiminn á árunum eftir 1990. Bosse er talnaglöggur og lunkinn við að tippa í þróttum. En því reyndari sem hann verður, því augljósara verður að ekki er allt með felldu í getraunaheimi Svíþjóðar. Aðalhlutverk: Björn Elgerd, Edvin Bredefeldt og Eva Melander. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.