15:30
Með okkar augum
Með okkar augum

Áttunda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.

Í öðrum þætti af Með okkar augum hittum við fyrir sterkustu fötluðu menn Íslands, við kynnumst listinni í lífi Láru Lilju sem málar svo fallegar myndir, eigum alvöru samtal með okkar augum við Helga Björns tónlistarmann, hittum Daníel sem stendur sig vel í vinnunni hjá Jötunn á Egilsstöðum, ræðum um ofbeldi gegn fötluðu fólki og svo eru auðvitað föstu liðirnir eins og Árið með Andra Frey, Góðir siðir og Smakkið.

Var aðgengilegt til 17. apríl 2023.
Lengd: 31 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,