19:35
Kastljós
Raforkuöryggi, rafsegulmeðferð, heitavatnsskortur á Selfossi
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Íbúar á Suðurnesjum voru á án rafmagns, heitavatns og símasambands í um tvær klukkustundir vegna bilunar á Suðurnesjalínu. Raforkuöryggi hefur verið í brennidepli á Suðurnesjum í mörg ár. Landsnet vill leggja Suðurnesjalínu 2 og hefur fengið framkvæmdaleyfi frá þremur af fjórum sveitarfélögum á svæðinum, öllum nema Vogum, sem vill að línan verði grafin í jörð frekar en loftlína. Skipulagsráð Voga ætlar að skjóta málinu til Skipulagsstofnunar en bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Voga og Landsnet að leysa úr ágreiningnum hið snarasta. Kastljós ræddi við Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóra í Vogum, og Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra í Reykjanesbæ.

Rafsegulmeðferð á heila hljómar eins og martröð úr fortíðinni þegar sársaukafullum raflostsmeðferðum var miskunnarlaust beitt á sjúklinga með alvarlega geðsjúkdóma með misgóðum árangri. Þó svo að raflostsmeðferðir séu ekki sársaukafullar lengur er rafsegulmeðferð af öðrum toga og er reyndar talin vera ein af mestu framfaraskrefum sem stigin hafa verið í meðferð þunglyndis á undanförnum áratugum.

Sundlaugin á Selfossi var opnuð í síðustu viku eftir að hafa verið lokuð í mánuð vegna skorts á heitu vatni. Heitu pottarnir eru hins vegar enn lokaðir, fastagestum til mikils ama. Sigríður Dögg skrapp í sund.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
Dagskrárliður er textaður.
Bein útsending.
,