17:05
Íslendingar
Áróra, Nína og Emilía
Íslendingar

Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Leikkonunar Áróra Halldórsdóttir, Nína Sveinsdóttir og Emilía Jónasdóttir fóru á kostum með leik og söng i revíusýningum í Iðnó og Sjálfstæðishúsinu á fyrri hluta síðustu aldar. Flutt eru atriði úr vinsælum revíum og þær rifja upp margar góðar stundir sem þær áttu á leiksviðinu. Dagskrárefnið er úr safni RÚV. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Var aðgengilegt til 17. apríl 2023.
Lengd: 52 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,