14:25
Fjársjóður framtíðar II
Stórbrotin náttúra og refur
Fjársjóður framtíðar II

Þættir frá 2013 þar sem fylgst er með rannsóknum vísindamanna við Háskóla Íslands á vettvangi þar sem aðstæður eru býsna fjölbreyttar. Dagskrárgerð og stjórn upptöku er í höndum Jóns Arnar Guðbjartssonar.

Í lokaþættinum verður sjónum beint að rannsóknum á stórbrotinni náttúru landsins og hugað að breytingum á vistkerfum. Við kynnumst líka íslenska refnum í friðlandinu á Hornströndum.

Melrakkinn, eða íslenski refurinn, hefur verið hluti af íslenskri náttúru frá ómunatíð en aðrar tegundir hafa komið, sest að eða horfið.

Var aðgengilegt til 18. desember 2021.
Lengd: 28 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,