17:00
Sporið
Sporið

Íslensk þáttaröð í sex hlutum um dans. Þar er leitað svara við spurningum um hvers vegna fólk dansar, hvernig dansgleðin kviknar og hvers vegna sumir fæðast flinkir dansarar en aðrir taktlausir flækjufætur. Farið verður yfir sögu dansins á Íslandi, mismunandi danstegundir kannaðar og við kynnumst því hvernig dansinn brýst fram á ólíklegustu stöðum. Umsjón: Guðrún Sóley Gestsdóttir. Framleiðsla: Skot.

Þörfin fyrir að dansa brýst út við ólíklegustu aðstæður. Við dönsum ein, umkringd fólki, í myrkri, sundi og á sjúkrahúsum. Dansgleðin er aðstæðum, kunnáttu og takmörkunum yfirsterkari og finnur sér alls staðar farveg. Í þessum þætti kynnumst við dansi sem lækningu og lausn á ýmiss konar vanda.

Var aðgengilegt til 18. desember 2021.
Lengd: 27 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,