Sankti María, sestu á stein

Annar þáttur

Í öðrum þætti verður fjallað um dýrlingana Blasíus, Veróniku, Agötu, Dórótheu, Jón helga og Guðmund góða. Heilagur Blasíus er ekki þekktur á Íslandi á dögum, en öðru máli gegndi um Ísland miðalda, hann gerði jafnvel kraftaverk hér á landi með aðstoð heilags Þorláks og til eru örnefni kennd við hann, eins og Blasíusbás nálægt Grindavík. Um heilaga Veróniku var ort íslenskt kvæði sem lifað hefur með fallegu þjóðlagi og einnig var ort um heilaga Dórótheu, en það er merkilegt bæði ljóðin voru ort í kringum 1700, 150 árum eftir siðaskipti. Jón helgi og Guðmundur góði voru íslenskir dýrlingar, þótt hvorugur hafi nokkurn tíma verið formlega viðurkenndur af Páfagarði, og af þeim eru til ýmsar sögur. Frægt er þegar Guðmundur góði seig í bjarg í Drangey til þess vígja það og tröll reyndi skera á festina sem hann hékk í. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesarar eru Kristján Franklín Magnús og Jórunn Sigurðardóttir.

Frumflutt

14. okt. 2021

Aðgengilegt til

17. ágúst 2024
Sankti María, sestu á stein

Sankti María, sestu á stein

Um hlutverk dýrlinga í íslensku mannlífi fyrr á öldum.

Átta þátta röð um dýrlingatrú á Íslandi á fyrri öldum. Enda þótt reynt væri uppræta tignun dýrlinga hér á landi eftir mótmælendatrú tók við af hinni kaþólsku á 16. öld reyndist dýrlingatrúin furðu lífseig. Jafnvel eftir siðaskipti voru ort og sungin kvæði um dýrlinga, og þeir rötuðu inn í þjóðtrú og þjóðsögur. Í þáttunum verður fjallað um íslenska menningu tengda dýrlingum: tónlist, ljóð, sögur og þjóðtrú. Nokkrar tónsmíðar úr íslenskum fornhandritum voru hljóðritaðar sérstaklega fyrir þættina í flutningi Benedikts Kristjánssonar söngvara. Í fyrsta þætti verður sjónum beint fjórum dýrlingum: Antoníusi, Agnesi, Páli og Brígið, og reynt verður svara ýmsum spurningum, svo sem þessum: Hvaða kraftaverk gerði heilagur Antoníus á Íslandi árið 1417? Af hverju á gefa hröfnum á Pálsmessu? Hver var Flauta-Bríet? Umsjón með þáttunum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,