Sankti María, sestu á stein

Þriðji þáttur

Í þriðja þætti er meðal annars fjallað um Magnús Orkneyjajarl, norska dýrlinginn Hallvarð og Jóhannes skírara, er Jónsmessa er kennd við hinn síðastnefnda. Frá Magnúsi Orkneyjajarli segir í Orkneyinga sögu og fleiri íslenskum ritum, og enn stendur kirkja í Kirkjuvogi í Orkneyjum sem byggð var árið 1137 Magnúsi til heiðurs. Í Uppsalaháskóla er varðveittur sálmur helgaður Magnúsi í handriti frá 13. öld. Danski tónlistarfræðingurinn Morten Levy hefur komið fram með áhugaverða kenningu um það lagið við Magnúsarsálminn stofni til sama og miðaldadanslagið Rammislagur sem átti geta gert menn tryllta. Sankti Hallvarður á hafa verið uppi í Noregi á 11. öld og á Íslandi hafa varðveist tíðir honum helgaðar. Fluttur verður kafli úr þeim í þættinum. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir, en lesarar eru Kristján Franklín Magnús og Jórunn Sigurðardóttir.

Frumflutt

21. okt. 2021

Aðgengilegt til

17. ágúst 2024
Sankti María, sestu á stein

Sankti María, sestu á stein

Um hlutverk dýrlinga í íslensku mannlífi fyrr á öldum.

Átta þátta röð um dýrlingatrú á Íslandi á fyrri öldum. Enda þótt reynt væri uppræta tignun dýrlinga hér á landi eftir mótmælendatrú tók við af hinni kaþólsku á 16. öld reyndist dýrlingatrúin furðu lífseig. Jafnvel eftir siðaskipti voru ort og sungin kvæði um dýrlinga, og þeir rötuðu inn í þjóðtrú og þjóðsögur. Í þáttunum verður fjallað um íslenska menningu tengda dýrlingum: tónlist, ljóð, sögur og þjóðtrú. Nokkrar tónsmíðar úr íslenskum fornhandritum voru hljóðritaðar sérstaklega fyrir þættina í flutningi Benedikts Kristjánssonar söngvara. Í fyrsta þætti verður sjónum beint fjórum dýrlingum: Antoníusi, Agnesi, Páli og Brígið, og reynt verður svara ýmsum spurningum, svo sem þessum: Hvaða kraftaverk gerði heilagur Antoníus á Íslandi árið 1417? Af hverju á gefa hröfnum á Pálsmessu? Hver var Flauta-Bríet? Umsjón með þáttunum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,