Sankti María, sestu á stein

Fjórði þáttur

Fjallað er um fimm dýrlinga: Pétur postula, Sunnifu, Margréti, Maríu Magdalenu og Jakob postula. Þar sem Pétur var talinn hafa lyklavöldin í himnaríki er tákn hans stór lykill og hann er oft kallaður Lykla-Pétur. Til eru margar íslenskar þjóðsögur um hann, til dæmis um það þegar hann skapaði grásleppuna með því hrækja í sjóinn. Saga heilagrar Sunnifu hefur varðveist í Flateyjarbók og stendur þar hún hafi verið írsk prinsessa sem vildi ekki giftast heiðnum manni, heldur flúði til eyjarinnar Selju, sem er úti fyrir vesturströnd Noregs. Margrét var vinsæll dýrlingur, saga hennar átti geta hjálpað konum í banrsnauð og hélst trú alveg fram á 20. öld. Jakob var einnig mikils metinn, hann var greftraður í Santiago de Compostela á Spáni, og þangað fóru margir í pílagrímsferðir, meðal annars Íslendingurinn Hrafn Sveinbjarnarson, sem fæddist 1166. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesarar eru Kristján Franklín Magnús og Anna Marsibil Clausen.

Frumflutt

28. okt. 2021

Aðgengilegt til

17. ágúst 2024
Sankti María, sestu á stein

Sankti María, sestu á stein

Um hlutverk dýrlinga í íslensku mannlífi fyrr á öldum.

Átta þátta röð um dýrlingatrú á Íslandi á fyrri öldum. Enda þótt reynt væri uppræta tignun dýrlinga hér á landi eftir mótmælendatrú tók við af hinni kaþólsku á 16. öld reyndist dýrlingatrúin furðu lífseig. Jafnvel eftir siðaskipti voru ort og sungin kvæði um dýrlinga, og þeir rötuðu inn í þjóðtrú og þjóðsögur. Í þáttunum verður fjallað um íslenska menningu tengda dýrlingum: tónlist, ljóð, sögur og þjóðtrú. Nokkrar tónsmíðar úr íslenskum fornhandritum voru hljóðritaðar sérstaklega fyrir þættina í flutningi Benedikts Kristjánssonar söngvara. Í fyrsta þætti verður sjónum beint fjórum dýrlingum: Antoníusi, Agnesi, Páli og Brígið, og reynt verður svara ýmsum spurningum, svo sem þessum: Hvaða kraftaverk gerði heilagur Antoníus á Íslandi árið 1417? Af hverju á gefa hröfnum á Pálsmessu? Hver var Flauta-Bríet? Umsjón með þáttunum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,