Samfélag og samfélagsmiðlar

Upplýsingaóreiða

Rætt er við Jón Gunnar Ólafsson nýdoktor við Háskóla Íslands um um upplýsingaóreiðu, falsfréttir og upplýsingastríð. Meðal annars er rætt um hvað átt er við með þessum hugtökum, mismunandi aðferðum við dreifa röngum upplýsingum og aðferðum við sía þær út. Umsjónarmaður: Þorgeir Ólafsson .

Frumflutt

1. des. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélag og samfélagsmiðlar

Samfélag og samfélagsmiðlar

Í þáttunum er rætt um samfélagsmiðlana út frá mörgum sjónarhornum: Hvað er jákvætt eða neikvætt við þessa miðla, hvaða úrlausnarefni, áskoranir og hugsanlegar hættur stafa af þeim. Komið er inn á hatursorðræðu, öfgahópa, samsæris- og afneitunarsinna, áhrif á kosningar, skautun og traust í samfélaginu. Einnig um áhrif á líðan barna og unglinga, niðurstöður helstu rannsókna um notkun á samfélagsmiðlum og hlutverk fjölmiðla í almannaþágu á tímum upplýsingaóreiðu.

Umsjón: Þorgeir Ólafsson.

Þættir

,