PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar á RÚV

Sérstakur Booka Shade aukaþáttur

Sérstakur PartyZone þáttur sem trommar upp stemminguna fyrir tónleika Booka Shade í Gamla Bíó Laugardagskvöldið 27.janúar.

Í þessum auka hlaðvarpsþætti heyrum við nýjustu lög Booka Shade, DJ sett frá Booka Shade sem þeir sendu okkur og síðast enn ekki síst

upptaka úr safni RÚV af fyrstu tónleikum sveitarinnar fyrir troðfullum Gauk á Stöng af árslistakvöldið PartyZone í janúar 2007!

Alvöru upphitun fyrir unnendur Booka Shade og danstónlistar almennt.

Frumflutt

25. jan. 2024

Aðgengilegt til

24. jan. 2025
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar á RÚV

PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar á RÚV

PartyZone, oft nefndur Dansþáttur þjóðarinnar, er kominn aftur heim á RÚV eftir nokkura ára fjarveru en þátturinn var á dagskrá Rásar 2 á laugardagskvöldum í

16 ár (1999-2014).

Þátturinn er líklega elsti starfandi útvarpsþátturinn á Íslandi en hann hóf göngu sína á framhaldsskólaútvarpsstöðinni Útrás haustið 1990.

Sem fyrr er PartyZone útvarpsþáttur danssenunnar og plötusnúðanna á Íslandi. Í þættinum er farið yfir allt það nýjasta og heitasta í danstónlistinni í bland við klassikar perlur danstónlistarinnar sem heita þá múmíur kvöldsins. PartyZone listinn Topp 30 er fyrirferðamikill dagskrárliður þar sem við fáum plötusnúðana til liðs við okkur við val listans.

Við munum betri plötusnúða þjóðarinnar í heimsókn í þáttinn þar sem þeir taka Dj sett. Þátturinn er ávalt nálægt skemmtanalífinu og flytur fréttir af því helsta sem er gerast í danslífi landsmanna.

Umsjónarmenn: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson ásamt reglulegri aðstoð frá Símoni Guðmundssyni (Simon FKNHNDSM).

Þættir

,