Kvöldvaktin með Danna Baróns 29. janúar
Það var gestagangur hjá Danna þetta fimmtudagskvöldið. Pétur Ben kom og ræddi gítarstillingar sem og nýjustu plötuna sína, Painted Blue.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Daníel Jón Baróns Jónsson.