Íþróttavarp RÚV

Atli Eðvalds: 40 ár frá afreki sem varla verður leikið eftir

Hinn 4. júní árið 1983 vann Atli Eðvaldsson ótrúlegt afrek, því þann dag skoraði hann öll fimm mörk Fortuna Düsseldorf í 5-1 sigri liðsins á Eintracht Frankfurt í efstu deild Þýskalands í fótbolta. Strax daginn eftir skoraði svo Atli sigurmark Íslands í 1-0 sigri á Möltu í undankeppni EM á Laugardalsvelli og toppaði þar með hreint ótrúlegan sólarhring á sínum ferli.

Atli rifjaði upp þennan magnaða sólarhring í áður ófluttu viðtali við RÚV sem tekið var vorið 2016. Aðrir viðmælendur eru Pétur Ormslev, Samúel Örn Erlingsson, Skapti Hallgrímsson og Sif Atladóttir.

Þar sem hin óvenjulega staða kom upp það væri landsleikur degi eftir deildarleik tókst KSÍ útvega litla flugvél til sækja Atla og Pétur Ormslev sem báðir léku með Fortuna Düsseldorf. Með í þessa för fóru svo blaðamennirnir Skapti Hallgrímsson fyrir Morgunblaðið, Samúel Örn Erlingsson fyrir NT og Friðþjófur Helgason ljósmyndari DV auk Helga Daníelssonar sem var formaður landsliðsnefndar KSÍ.

Atli varð fyrsti erlendi leikmaðurinn til skora fimm mörk í einum deildarleik í efstu deild Þýskalands. Síðan þá hafa aðeins tveir aðrir leikið það eftir. Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski skoraði öll mörkin í 5-1 sigri Bayern á Wolfsburg í september 2015. Serbneski framherjinn Luka Jovic skoraði svo fimm mörk í 7-1 sigri Eintracht Frankfurt á Fortuna Düsseldorf í október 2018. Þar áttust semsagt sömu lið og þegar Atli skoraði mörkin sín fimm árið 1983.

Hvorki Lewandowski Jovic, eða þess þá heldur Gerd Müller, Jupp Heynckes, Jürgen Klinsmann eða þeir Þjóðverjar skoruðu einhvern tímann fimm mörk í deildarleik í Þýskalandi, tókst spila landsleik daginn eftir eins og Atli gerði í júní 1983.

Dagskrárgerð: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.

Frumflutt

4. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Íþróttavarp RÚV

Íþróttavarp RÚV

Hlaðvarpsþættir um íþróttir.

Þættir

,