Heilahristingur

Áttundi þáttur - Handboltahristingur

Þá er komið síðasta þættinum í bili af Heilahristingi og síðasta þeminn er viðeigandi þessa dagana. Við ljúkum seríunni með þjóðaríþróttinni, handbolta. Já, í dag er handboltahristingur og við sögu kemur m.a. handboltarokk, HM á Íslandi 1995, afrek Íslendinga í þýsku úrvalsdeildinni, stemmningslög í handboltahöllum og auðvitað Ólafur Stefánsson. Helga Margrét Höskuldsdóttir situr með sem gestastjórnandi og það mætast tvö hörkulið. Lið Rússablokkarinnar mynda þeir Ásgeir Jónsson og Theodór Pálmason sem mæta liði Hógværðarinnar þeim Arnari Daða og Benedikt Bóas í æsispennandi viðureign.

Frumflutt

15. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heilahristingur

Heilahristingur

Heilahristingur er léttur og skemmtilegur spurningaþáttur þar sem tvö lið svara spurningum um allt milli himins og jarðar. Þetta misserið mun nýr gestaspyrill vikunnar sitja með Jóhanni Alfreð um hverja helgi og ákveða þemu þáttarins.

,