Füzz

Kings of Leon - Youth and Young Manhood

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er fyrsta plata Kings of Leon, Youth and Young Manhood sem kom út árið 2003 ? fyrir 18 árum.

Gestur þáttarins þessu sinni er enginn en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.

Youth & Young Manhood kom út 7. júlí 2003 í Bretlandi en 19. ágúst sama ár í bandaríkjunum.

Platan var tekin upp í nokkrum hljóðverum í Bandaríkjunum; Sound City Studios í Van Nuys, Shangri-La Studios í Malibu og Ocean Way í Nashville.

Lögin Molly's Chambers, Wasted Time og California Waiting voru öll gefin út á smáskífum meðfram ítgáfu stóru plötunnar og vöktu þónokkra athygli á þessum ungu mönnum frá Nashville. Þrír eru bræður, þeir Caleb Followill, Jared Followill, Nathan Followill og svo er Matthew Followill frændi þeirra.

Platan fékk góða dóma þegar hún kom út, fékk 79 í einkun hjá Metacritic og það var talað um hana sem eina bestu frumraun hljómsveitar í heilan áratug.

Hún lenti í 10. sæti yfir bestu plötur ársins 2003 hjá Rolling Stone og í 7. sæti hjá NME.

Platan náði hæst í 3. sæti breska listans en ekki nema 113. sæti í Ameríku.

Birt

10. sept. 2021

Aðgengilegt til

9. des. 2021
Füzz

Füzz

Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft tala og syngja og maður á hlusta hátt.