Füzz

Smári Tarfur - AC/DC og Kiss

Gestur þáttarins þessu sinni er gítarleikarinn og tónlistarmaðurinn Smári ?Tarfur? Jósepsson. Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00 og það er næsta víst hún er með AC/DC.

Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er platan The Elder með hljómseitinni Kiss, en Elder er níunda hljóðversplata Kiss, kom út á vegum Casablanca útgáfunnar árið 1981 í nóvember. Hún verður því 40 ára síðar á árinu og er einskonar ?concept-plata?.

Það verður seint sagt hún hafi verið söxxess þessi plata almennt, en hún var það hjá íslenskum ungmennum. Sveitin fékk yfirleitt vonda dóma fyrir þá stefnubreytingu sem átti sér stað frá plötunum á undan, en það fór mikið fyrir Kiss á þessum tíma í unglingaplöðum eins og hinu þýska Bravo og Kiss ótrúlega vinsæl meðal ungmenn á Íslandi t.d. á þessum tíma.

Útlitslega gekk Kiss í gegnu ákveðna endurnýjun á The Elder sem þótti soldið töff. Hárið var klippt styttra en það hafði verið árin á undan og bandið skartaði nýjum búningum.

Platan seldist ekki vel og það var ákveðið fylgja henni ekki eftir með tónleikaferð. Þetta var fyrsta plata Kiss sem ekki var fylgt þannig eftir.

Elder er fyrsta platan sem trommarinn Eric Carr trommar á, en hann tók við kjuðunum af Peter Criss þegar hann var rekinn úr bandinu. Elder er líka síðasta plata Kiss sem gítarleikarinn Ace Frehley spilar á þar til upphaflega bandið kom saman aftur til túra árið 1996. Ace var samt sem áður með á umslagi tveggja næstu platna, safnplötunni Killer og næstu stúdíóplötu; Creatures of the Night sem komu báðar út 1982.

Kiss hefur lítið sem ekkert spilað lög af Elder á tónleikum en þó er eitt lag af henni á MTV Unplugged tónleikaplötunni sem kom út 1995, lagið World without heroes sem þeir Gene Simmmons og Paul Stanley sömdu ásamt upptökustjóranum Bob Ezrin og Lou Reed.

Stundum hefur verið tala um Elder sem verstu plötu Kiss og jafnvel eina verstu plötu sögunnar almennt, en hún þykir eldast þokkalega þó hún ekki gallalaus og margir hafa tekið hana í sátt í seinni tíð.

Birt

12. feb. 2021

Aðgengilegt til

13. maí 2021
Füzz

Füzz

Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft tala og syngja og maður á hlusta hátt.