Füzz

Eagles - Hotel California

Gestur þáttarins þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Hotel California sem er fimmta hljóðversplata bandarísku hljómsveitarinnar The Eagles, líkast til þekktasta plata sveitarinnar.

Platan var tekin upp í tveimur hljóðverum; Criteria í Miami í Florida og Record Plant í Kaliforníu frá mars og fram í október 1976 og upptökustjóri var Bill Szymczyk sem vann með Eagles flestum þeirra plötum. Platan kom út 8. Desember 1976.

Hotel California er fyrsta plata Eagles sem Joe Walsh spilar á, en hann hafði áður verið í James Gang og Bill upptökustjóri var líka búinn gera nokkrar plötur með þeim. Walsh kom inn fyrir gítarleikarann Bernie Leadon sem var einn af stofnendum Eagles og hætti í leiðindum 1975. Hotel California er líka síðasta Eagles platan sem bassaleikarinn Randy Meisner spilar á. Hann hætti 1977 - búinn nóg af leiðindunum og átökunum innan hljómsveitarinnar.

Umslag plötunnar sýnir mynd af hóteli sem heitir the Beverly Hills Hotel sem stendur við Sunset Boulevard í Beverly Hills og var tekið í notkun árið 1912.

Platan fór á toppinn á bandaríska vinsældalistanum þegar hún kom út og þegar Grammy verðlaunin voru afhent í 20. sinn árið 1977 fékk sveitin verðlaun fyrir titillagið Hotel California, það var valið upptaka ársins (Record of the year) og lagið New kid in town fékk líka Grammy. Platan var líka tilnefnd til verðlauna í flokknum plata ársins, en tapaði fyrir Fleetwood Mac sem hlaut verðlaunin fyrir plötuna Rumours.

3 lög af plötunni voru gefin út á smáskífum; New kid in town og Hotel California sem fóru alla leið á toppinn á smáskífulistanum í Ameríku, og Life in the fast lane sem náði 11. sæti.

Hotel California er ein mest selda plata rokksögunnar, hefur selst í meira en 32 milljónum eintaka en er þrátt fyrir það ekki mest selda plata Eagles. Það er safnplatan Their Greatest Hits (1971-1975). Hotel California lenti í 37. sæti á lista Rolling Stone yfir bestu plötur sögunnar bæði 2003 og 2012.

Birt

15. jan. 2021

Aðgengilegt til

15. apríl 2021
Füzz

Füzz

Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft tala og syngja og maður á hlusta hátt.