Bítlatíminn 2

Nítjándi þáttur

Sérhver þáttur er óvissuferð með örsögum og minningum um Bítlatímann. Í þessum þætti er meðal annars fjallað um erfiða æsku John Lennons, spiluð tóndæmi um Bítlalög í sól- og reggí útsetningum og farið með Bítlunum í Svíþjóðarferð árið 1963. Enn fremur verða leikin vinsæl lög frá níunda áratug síðustu aldar sem eiga uppruna sinn á Bítlatímanum. Stysta lag Bítlanna heyrist líka, allar 23 sekúndurnar.

Umsjón: Gunnar Salvarsson.

Frumflutt

21. ágúst 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bítlatíminn 2

Bítlatíminn 2

Bítlarnir hristu upp í heiminum í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar, breyttu taktinum og gáfu ungu fólk rödd. Í síðari þáttaröð sinni flögrar Gunnar Salvarsson um bítlatímann og dregur fram eigin minningar og annarra, segir sögur og spilar ógleymanleg lög sem bítlakynslóðin dáði.

Umsjón: Gunnar Salvarsson.

Þættir

,