Bítlatíminn 2

Átjándi þáttur

Sérhver þáttur er óvissuferð með örsögum og minningum um Bítlatímann. Í þessum þætti er meðal annars fjallað um eina kvænta bítilinn árið 1965 og sumarleyfi hans á Spáni með umboðsmanninum, Brian Epstein. Sagt er frá komu danskra bítla til Íslands, Glaumbær kemur við sögu og einnig söngleikurinn Hárið. Þá er umfjöllun um pólitíska texta Bítlanna og rætt er um áhrif hljómsveitarinnar á femínisma.

Umsjón: Gunnar Salvarsson.

Frumflutt

14. ágúst 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bítlatíminn 2

Bítlatíminn 2

Bítlarnir hristu upp í heiminum í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar, breyttu taktinum og gáfu ungu fólk rödd. Í síðari þáttaröð sinni flögrar Gunnar Salvarsson um bítlatímann og dregur fram eigin minningar og annarra, segir sögur og spilar ógleymanleg lög sem bítlakynslóðin dáði.

Umsjón: Gunnar Salvarsson.

Þættir

,