Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Atburðir helgarinnar í Venesúela, þar sem bandaríski herinn gerði árásir og handtók forsetahjónin, og yfirlýsingar um Grænland, voru umræðuefni fyrsta hluta þáttarins. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði ræddi um stöðu alþjóðakerfisins og ógnir sem steðja mögulega að Íslandi.
Björn Malmquist fréttamaður í Brussel leit bæði til baka á liðið ár í Evrópu og Evrópusambandinu, og líka fram á veginn. Hann ræddi við Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og sagði líka frá viðbrögðum á meginlandi Evrópu við tíðindum helgarinnar.
Oulu er önnur af tveimur menningarborgum Evrópu þetta árið. Helga Hilmisdóttir, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun og sérfræðingur okkar hér á Morgunvaktinni um finnsk málefni, sagði frá þessari norðlægu hafnarborg og einkennum hennar.
Tónlist:
Snorri Helgason, Friðrik Dór Jónsson - Birta.
Sálgæslan, Helgi Björnsson - Ljós í myrkvi.
Ellen Kristjánsdóttir, John Grant - Veldu stjörnu.

07:30

08:30
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Þór segir frá æsku sinni og flakki um heiminn. Hann segir einnig frá leikriti sínu Bústaðurinn sem frumsýnt verður á næstu dögum. Þar mun hann standa á svið í fyrsta skipti í langan tíma.

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru nokkur lög sem hafa verið samin við ljóð Þórarins Eldjárns og líka einn þýddur söngtexti. Ragnheiður Gröndal syngur lag við ljóði Farfuglar, Sigríður Eyþórsdóttir syngur Vorið vill ekki koma og Gestagangur. Ólafía Hrönn Jónsdóttir flytur lagið Guðjón og Hörður Torfason Guðjón bakvið tjöldin. Þokkabót flytur lag við ljóðið Sveinbjörn Egilsson og annað við Möwekvæði. Valdimar Guðmundsson syngur lag Jóels Pálssonar við ljóðið Fundarboð og Selma Rán Lima og Jakob van Ooserhout syngja Kveðjusönginn úr leikritinu um Línu Langsokk. Ingi Gunnar Jóhannsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir syngja lagið um Latasta hund í heimi, Eggert Þorleifsson syngur Harmsöng Tarsans og Þursaflokkurinn flytur lagið Gegnum holt og hæðir. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í tilefni af hálfrar aldar afmæli Fjölbrautaskólans í Breiðholti hefur skólinn gefið út bókina Fjölbraut í 50 ár – Saga Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1975–2025. Í bókinni er rakin viðburðarík saga þessa elsta fjölbrautaskóla landsins sem markaði tímamót í íslenskri skóla- og menntasögu. Í bókinni er sagt frá námi og kennslu, eftirminnilegum nemendum og metnaðarfullu starfsfólki sem mótað hefur skólann. Bókin er skrifuð af Andra Þorvarðarsyni, sögukennara við skólann og hann kom til okkar í dag.
Um áramót er tími nýrra tækifæra og nýrra markmiða. Hefur þú einhvern tíma ætlað þér eða langað til að prófa sjósund en ekki þorað enn? Tinna Thorlacius og Margrét Leifsdóttir standa fyrir námskeiði í sjósundi sem ber heitið Glaðari þú. Þær segja að allir sem vilja geti stundað sjóböð. Hugmyndafræði Glaðari þú er að stunda sjóinn með mildi, hlustun, slökun og leikgleði að leiðarljósi. Þær komu í þáttinn í dag.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Ævar Þór Benediktsson leikari og einn vinsælasti rithöfundur landsins. Hann hefur sent frá sér tæplega fjörutíu bækur og fengið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, bæði innan lands og utan. Nýjasta bókin hans, Skólastjórinn, er tilnefnd Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur og var ein best selda bókin fyrir jólin. Hann stígur svo aftur á svið þessa dagana í einleiknum Kafteinn Frábær, bæði sunnan og norðan heiða. Hann sagði okkur aðeins frá því og svo auðvitað aðallega frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Ævar talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Sólgos e. Arndís Þórarinsdóttir
Yes, Please e. Amy Poehler
Jim Henson e. Brian Jay Jones
Future Boy e. Michael J. Fox
Stephen King og Kurt Vonnegut
Tónlist í þættinum:
Skítaveður / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason)
It Was a Very Good Year / Frank Sinatra (Ervin Drake)
I call your name / Mamas and the Papas (John Lennon og Paul Mcartney)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Varaforseti Venesúela er tekinn við sem forseti landsins. Bandaríkjaforseti segir það verða varaforsetanum dýrkeypt verði hún ekki samvinnufús. Forveri hennar, Nicolás Maduro, kemur fyrir dómara í New York síðdegis og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ætlar að funda um atburðina í Venesúela.
Láti Bandaríkjamenn til skarar skríða á Grænlandi setur það Ísland í erfiða stöðu. Vendingar síðustu daga voru ræddar á fundi utanríkismálanefndar í morgun.
Nýr vegur yfir Hornafjarðarfljót verður ekki opnaður fyrr en í vor en hann átti að opna fyrir áramót. Vonir höfðu staðið til þess að hægt yrði að hleypa á hann umferð fyrir áramót.
Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur áfrýjað til Landsréttar sextán ára fangelsisdómi sem hún fékk fyrir að bana föður sínum og ráðast á móður sína.
Íslenskur nemandi býst ekki við því að fá nám í gjaldþrota flugskóla í Noregi endurgreitt. Skólinn hefur verið í samstarfi við Icelandair.
Þýsk kona sem smyglaði fimmtán kílóum af ketamíni og fimm kílóum af MDMA-kristöllum til landsins með Norrænu í september hefur verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Lögreglan hefur aldrei lagt hald á svo mikið af ketamíni í einu.
Ruben Amorim var í morgun sagt upp sem þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. Skotinn Darren Fletcher tekur við liðinu til bráðabirgða.
Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.
Árás Bandaríkjahers á borgina Caracas í Venesúela og handtaka Nicolas Maduro forseta landsins hefur verið á allra vörum síðustu daga.
Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur greinir árásina og er sagt frá mögulegum afleiðingum handtöku Maduros fyrir óbreytta borgara sem hafa flúið landið. Einn þeirra er er hin 71 árs gamla Blanca Pirela sem býr á Flórída.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Á laugardag gerði Bandaríkjaher árásir á Venesúela og handsamaði forsetann, Nicolas Maduro. Búist er við því að Maduro komi fyrir dóm í New York í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin ætla að stýra landinu og að bandarísk fyrirtæki myndu endurreisa olíuiðnað landsins. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa verið alls konar – meðal annars hefur því verið haldið fram að árás Bandaríkjahers á Venesúela sé jafnframt árás á alþjóðaréttakerfið. Dr. Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR, ræddi stöðuna í alþjóðamálunum.
Við heimsóttum Þjóðskjalasafn Íslands, þar sem Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður tók á móti okkur og sýndi okkur áhugaverð skjöl sem tengjast textíl og einokunarverslun á Íslandi á 18.öld.
Um jólin var heimildaleikhúsverkið Er ekki allt í lagi heima hjá þér, um fjórar manneskjur sem ólust upp hjá móður með alvarlegan geðsjúkdóm, flutt á Rás 1. Umfjöllunarefni þáttanna hefur vakið athygli og Eva Rún Snorradóttir, leikstjóri og handritshöfundur verksins, ræddi við okkur um mikilvægi þess að opna umræðuna um geðræn veikindi og hvaða afleiðingar það hefur fyrir börn að alast upp með andlega veiku foreldri.
Umsjón þáttar: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon.
Tónlist þáttar:
Joni Mitchell - California.
Crospy, Stills, Nash & Young - Helpless.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Forleikur í Es-dúr, op. 9 eftir Sigurð Þórðarson. Útvarpshljómsveitin leikur undir stjórn Hans Antolitsch. Hljóðritað fyrir 1968.
Kyrie úr Hátíðarmessu eftir Sigurð Þórðarson.
Karlakór Reykjavíkur syngur, Guðmundur Guðjónsson syngur einsöng, Fritz Weisshappel leikur á píanó, stjórnandi er Sigurður Þórðarson.
Hljóðritun gerð 1965 eða fyrr.
Eigið tema með varíatíónum og fúgu eftir Helga Pálsson. Eþos kvartettinn leikur. Verkið er í 12 þáttum. Útgefið árið 2008.
Þrjú píanóstykki op. 5 eftir Pál Ísólfsson. Gísli Magnússon leikur á píanó.
Þættir verksins eru:
Burlesque
Intermezzo
Caprizzio
Tálsýn, lag og ljóð eftir Gunnstein Ólafsson. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir sópran syngur og Kristinn Örn Kristinsson leikur á píanó.
Vögguvísa, lag eftir Maríu Brynjólfsdóttur, ljóðið orti Steinn Steinarr.
Sigríður Ella Magnúsdóttir, mezzósópran syngur, Ólafur Vignir Albertsson leikur með á píanó. Hljóðritað 14. apríl 1977.
Tónmeistari: Máni Sigurjónsson
Tæknimaður: Þórir Steingrímsson
Þjóðvísa, lag eftir Jórunni Viðar, ljóðið orti Tómas Guðmundsson. Erla Dóra Vogler mezzósópran syngur, Doris Lindner leikur á píanó.
Útgefið á plötunni Víravirki árið 2010.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Tvær minnstu bækur liðins árs komu út undir merkjum Truflunar útgáfu og þær eru svo litlar að þær passa í brjóstvasa. Fyrri bókin Fjölskyldusaga er eftir Fríðu Þorkelsdóttur sem á hugmyndina að vasabókunum en hana fékk Fríða eftir að Vottar jéhóva létu hana fá agnarlitla bók um sögur úr biblíunni. Nýja bókin í vasabókaútgáfu Fríðu heitir Stytturnar í hillunum og er eftir rithöfundinn og leikskáldið Evu Rún Snorradóttur þar sem fjallað er um minningar, skrásetningu og forgengileikann. Hún kemur í þáttinn og segir betur frá.
Notalegur lestur er það sem einkennir hátíðarnar og hjá mér er það orðið hefð að lesa Gyrði Elíasson. Dimma útgáfa hélt áfram á síðasta ári að endurútgefa gömul og sígild verk eftir Gyrði sem sum hver eru illfáanleg. Sjálfur sendi Gyrðir frá sér tvær þýðingar á síðasta ári, annars vegar Gleði skipbrotanna eftir Giuseppe Ungaretti og Barnæska eftir Jona Oberski. Við ætlum að heyra smá brot úr viðtali frá 2018 við Gyrði um Sorgarmarsinn sem er ein af nýendurútgefnu bókunum, lokakaflinn í þríleik ásamt Sandárbókinni og Suðurglugganum...
Ein af laumum bókaútgáfu síðasta árs má fullyrða að hafi verið endurútgáfa sömuleiðis. En öll 7 bindin um Ævintýriheim Narníu komu út undir lok ársins. Þetta eru gömlu þýðingar Kristínar R. Thorlacius sem komu út á síðustu áratugum síðustu aldar, þekktar fyrir vandað og blæbrigðaríkt mál. Þessi ævintýri um ljónið, nornina og skápinn, baráttu góðs og ills og hetjudáðir hafa heillað marga fantasíuaðdáendur frá því að bækurnar komu út um miðja síðustu öld. Töfraheimur Narnia er innblásinn af hinum ýmsu goðsögnum og ævintýrum en ekki síst kristinni trú og biblíunni en Lewis sjálfur var afar trúaður og skrifaði nokkrar bækur um trú á ferlinum. Og því ef til vill ekki furða að það er kristniboðafélagið hér á landi sem stendur að útgáfu Narníu bókanna og við förum í Basarinn í Austurveri til að ræða við trúboða um Narníu.
Viðmælendur: Eva Rún Snorradóttir, Gyrðir Elíasson og Karl Jónas Gíslason.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Heimsókn Laurie Anderson til Íslands markar lok viðamikillar sýningar á verkum Steinu Vasulka í Listasöfnunum í bænum, en líka upphaf afmælisárs Smekkleysu, sem fagnar í ár 40 ára tilveru sinni. Ásmundur Jónsson, eða Ási í Smekkleysu, lítur við í hljóðstofu, til að rifja stuttlega upp fyrir okkur tilurð Smekkleysu og segja okkur af goðsögninni Laurie Anderson.
Trausti Ólafsson rýnir í nýja sýningu Brúðubílsins sem frumsýnd var í Tjarnarbíó um jólin, í leikstjórn þeirra Harðar Bent Steffensen og Lárusar Blöndal. En við hefjum þáttinn á því að fara úr húsi og hitta Gunnhildi Þórðardóttur, myndlistarkonu og skáld. Gunnhildur opnaði sýninguna Kerfi í Gallerí Göngum í desember og gaf einnig nýverið út ljóðabók sem kallast Vetrarmyrkur.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við hittum Walesku, sem kom fyrst til Íslands fyrir 20 árum sem skiptinemi og ákvað svo að mennta sig hér, eignaðist svo börn og hefur búið hér síðan 2007. Við heyrum sögu einnar konu og spyrjum hana út í fréttir helgarinnar, hvernig blasir þetta við henni? Hvað segja fjölskylda hennar og vinir? Í stað þess að skoða stóru myndina einbeitum við okkur að einni sögu.
Við heyrum svo umfjöllun frá árinu 2021 um mann að nafni Ryan Murphy, sem er í afar góðri stöðu innan bandaríska sjónvarpsbransans. Fær gífurlegt fjármagn til að framkvæma hugmyndir sínar en hefur reynst vera nokkuð mistækur. Anna Marsibil Clausen ræðir við Sigríði Jónsdóttur.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Alþjóðamálin eiga sviðið; árás Bandaríkjamanna á Venesúela og brottnám Nicolasar Maduros forseta, viðbrögð alþjóðakerfisins og íslenskra ráðamanna og ekki síst hvort líklegra sé að Bandaríkin innlimi Grænland nú en áður.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra segir fyllstu ástæðu til að taka áhuga Bandaríkjaforseta á Grænlandi alvarlega og telur að það hefði verið flókið fyrir núverandi utanríkisráðherra að kveða sterkar að orði um aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela, öðruvísi en að minna á og ítreka mikilvægi alþjóðlegra laga.

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Í þessum þætti heyrum við hljóðritanir frá sigurvegurum EPTA píanókeppninnar sem fór fram í nóvember sl. Flutt eru viðtalsbrot við verðlaunahafana og leikin tónlist sem tengist eldri sigurvegurum, eftir píanóleikara sem sigurvegaranir í ár líta upp til og önnur tónlist sem tengist keppni eða íþróttum.
Tónlist í þættinum:
„Töltum af stað“ úr Tumi fer til tunglsins e. Jóhann G. Jóhansson
EPTA Keppnin 2025:
Alex Garðar Poulsson:
Næturljóð í Es-dúr, op. 9, nr. 2, eftir Frederic Chopin
Sól Björnsdóttir:
Músareyra eftir Þuríði Jónsdóttur
Matvii Levchenko:
Toccata eftir Aram Khachaturian
Polonaise Op. 40, nr. 2 eftir Frederic Chopin.
Jakob Grybos:
Étude-Tableau Op. 39, nr. 5 eftir Sergei Rachmaninov
Sarcasms Op.17 (V: Precipitosissimo - Andantino eftir Sergei Prokofiev.
Oliver Rähni:
Sonata í C-dúr (II: Adagio) eftir Joseph Haydn
Malaguena e. Ernesto Lecuona
Rondo “Perpetuum mobile” úr Sónötu nr. 1 eftir Carl Maria von Weber.
_____
Lang Lang: Liuyang River, kínverskt þjóðlag
Martha Argerich: Gaspard de la Nuit (2. kafli) eftir Maurice Ravel.
Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Margrét Björk Daðadóttir, Vera Hjördís Matsdóttir: Úr óperunni hlaupa eftir Sigrún Gyðu Sveinsdóttur.
Klaus Storck, Siegfried Palm, Christoph Caskel: Match eftir Mauricio Kagel
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Á laugardag gerði Bandaríkjaher árásir á Venesúela og handsamaði forsetann, Nicolas Maduro. Búist er við því að Maduro komi fyrir dóm í New York í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin ætla að stýra landinu og að bandarísk fyrirtæki myndu endurreisa olíuiðnað landsins. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa verið alls konar – meðal annars hefur því verið haldið fram að árás Bandaríkjahers á Venesúela sé jafnframt árás á alþjóðaréttakerfið. Dr. Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR, ræddi stöðuna í alþjóðamálunum.
Við heimsóttum Þjóðskjalasafn Íslands, þar sem Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður tók á móti okkur og sýndi okkur áhugaverð skjöl sem tengjast textíl og einokunarverslun á Íslandi á 18.öld.
Um jólin var heimildaleikhúsverkið Er ekki allt í lagi heima hjá þér, um fjórar manneskjur sem ólust upp hjá móður með alvarlegan geðsjúkdóm, flutt á Rás 1. Umfjöllunarefni þáttanna hefur vakið athygli og Eva Rún Snorradóttir, leikstjóri og handritshöfundur verksins, ræddi við okkur um mikilvægi þess að opna umræðuna um geðræn veikindi og hvaða afleiðingar það hefur fyrir börn að alast upp með andlega veiku foreldri.
Umsjón þáttar: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon.
Tónlist þáttar:
Joni Mitchell - California.
Crospy, Stills, Nash & Young - Helpless.

frá Veðurstofu Íslands
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í tilefni af hálfrar aldar afmæli Fjölbrautaskólans í Breiðholti hefur skólinn gefið út bókina Fjölbraut í 50 ár – Saga Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1975–2025. Í bókinni er rakin viðburðarík saga þessa elsta fjölbrautaskóla landsins sem markaði tímamót í íslenskri skóla- og menntasögu. Í bókinni er sagt frá námi og kennslu, eftirminnilegum nemendum og metnaðarfullu starfsfólki sem mótað hefur skólann. Bókin er skrifuð af Andra Þorvarðarsyni, sögukennara við skólann og hann kom til okkar í dag.
Um áramót er tími nýrra tækifæra og nýrra markmiða. Hefur þú einhvern tíma ætlað þér eða langað til að prófa sjósund en ekki þorað enn? Tinna Thorlacius og Margrét Leifsdóttir standa fyrir námskeiði í sjósundi sem ber heitið Glaðari þú. Þær segja að allir sem vilja geti stundað sjóböð. Hugmyndafræði Glaðari þú er að stunda sjóinn með mildi, hlustun, slökun og leikgleði að leiðarljósi. Þær komu í þáttinn í dag.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Ævar Þór Benediktsson leikari og einn vinsælasti rithöfundur landsins. Hann hefur sent frá sér tæplega fjörutíu bækur og fengið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, bæði innan lands og utan. Nýjasta bókin hans, Skólastjórinn, er tilnefnd Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur og var ein best selda bókin fyrir jólin. Hann stígur svo aftur á svið þessa dagana í einleiknum Kafteinn Frábær, bæði sunnan og norðan heiða. Hann sagði okkur aðeins frá því og svo auðvitað aðallega frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Ævar talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Sólgos e. Arndís Þórarinsdóttir
Yes, Please e. Amy Poehler
Jim Henson e. Brian Jay Jones
Future Boy e. Michael J. Fox
Stephen King og Kurt Vonnegut
Tónlist í þættinum:
Skítaveður / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason)
It Was a Very Good Year / Frank Sinatra (Ervin Drake)
I call your name / Mamas and the Papas (John Lennon og Paul Mcartney)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við hittum Walesku, sem kom fyrst til Íslands fyrir 20 árum sem skiptinemi og ákvað svo að mennta sig hér, eignaðist svo börn og hefur búið hér síðan 2007. Við heyrum sögu einnar konu og spyrjum hana út í fréttir helgarinnar, hvernig blasir þetta við henni? Hvað segja fjölskylda hennar og vinir? Í stað þess að skoða stóru myndina einbeitum við okkur að einni sögu.
Við heyrum svo umfjöllun frá árinu 2021 um mann að nafni Ryan Murphy, sem er í afar góðri stöðu innan bandaríska sjónvarpsbransans. Fær gífurlegt fjármagn til að framkvæma hugmyndir sínar en hefur reynst vera nokkuð mistækur. Anna Marsibil Clausen ræðir við Sigríði Jónsdóttur.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.
Í dag er fyrsti mánudagur ársins og hann er mánudagur allra mánudaga. Mörg búin að vera í löngu fríi en nú tekur alvaran við. Við slóum á þráðinn til Ragnhildar Þórðardóttur, sem við þekkjum flest sem Röggu nagla. Hún er sálfræðingur með áherslu á heilsuvenjur og lumar á góðum ráðum svona í byrjun árs.
Tæknihornið er á sínum stað og Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur Morgunútvarpsins, fjallaði um sjónvörp, hvorki meira né minna!
Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði loftárásir á Venesúela um helgina og í kjölfarið var forsetinn Nicolas Maduro og eiginkona hans handsömuð og flutt úr landi. Trump segir Bandaríkin stýra landinu þangað til hægt sé að tryggja örugg valdaskipti og að olíuinnviðir landsins verði byggðir upp af bandarískum fyrirtækjum. Danilo Nava er frá Venesúela en kom til Íslands árið 2016. Hann starfar í dag sem spænskukennari og kennari í íslensku og kíkti til okkar í Morgunútvarpið.
Íþróttirnar voru á sínum stað og Einar Örn Jónsson frá íþróttadeild RÚV fór yfir sviðið.

07:30

08:30
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Hvert er lagið? Er nýr leikur í Morgunverkunum, hlustendur brugðust ekki frekar en fyrri daginn, sagt var frá 5 ára afmæli Lenny Kravitz, aðdáun Seal á Alice In Chains, fyrsta barninu sem fæddist á Landspítalanum fyrir 95 árum síðan og meira til!
Lagalisti þáttarins:
EMILÍANA TORRINI – Big Jumps
MANNAKORN – Á Rauðu Ljósi
LENNY KRAVITZ – It ain't over 'til it's over
JOE NANTON, RAY NANCE, WALLACE JONES, OTTO HARDWICK, BEN WEBSTER, DUKE ELLINGTON, SONNY GREER, DUKE ELLINGTON AND HIS FAMOUS ORCHESTRA, JOHNNY HODGES, FRED GUY, HARRY CARNEY, JIMMY BLANTON, BARNEY BIGARD, REX STEWART, JUAN TIZOL, LAWRENCE BROWN – Take the 'A' train
HONEY DIJON, CHLOE – The Nightlife
PETER GABRIEL – Sledgehammer
MODEL – Lífið er lag
200.000 NAGLBÍTAR – Hæð Í Húsi
THE GAME, 50 CENT – Hate it or love it
NÝDÖNSK – Stundum
YOUSSOU N´DOUR & NENEH CHERRY – 7 Seconds
KINGS OF LEON – Sex On Fire
BIRNIR, TATJANA – Efsta hæð
SIGURÐUR DAGBJARTSSON – Ást á rauðu ljósi
JÓN JÓNSSON, UNA TORFADÓTTIR – Vertu hjá mér
THE POLICE – Roxanne
SIENNA SPIRO – Die On This Hill
DUSTY SPRINGFIELD – Son Of A Preacher Man
JUNGLE – Keep Moving
BOB MARLEY AND THE WAILERS – Waiting In Vain
ACE OF BASE – The sign
ROMY – Love Who You Love
RED HOT CHILI PEPPERS – Scar Tissue
VALDIMAR – Karlsvagninn
SEAL – Crazy
ALICE IN CHAINS – Man in the box
SYCAMORE TREE – Forest Rain
DANIIL, FRUMBURÐUR – Bráðna
TODMOBILE – Stopp
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS – Getur Verið
BRÍET – Sweet Escape
OASIS – Don't Look Back In Anger
GRAFÍK – Himnalag
RÚNAR ÞÓRISSON – Þær klingja
SINEAD O CONNOR – Mandinka
HAYLEY WILLIAMS, DAVID BYRNE – What Is The Reason For It
ÓTÍMI – Móðusjón
ÁRNASON & GDRN – Sagt er
CURTIS HARDING – The Power
PRIMAL SCREAM – Rocks
R.E.M. – Crush with eyeliner
KYLIE MINOGUE – Can't Get You Out Of My Head
WARMLAND – Superstar minimal
ALICIA KEYS – Try Sleeping With A Broken Heart
TAME IMPALA – Dracula
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON OG GUNNAR ÞÓRÐARSON – Bráðum kemur betri tíð

Útvarpsfréttir.
Varaforseti Venesúela er tekinn við sem forseti landsins. Bandaríkjaforseti segir það verða varaforsetanum dýrkeypt verði hún ekki samvinnufús. Forveri hennar, Nicolás Maduro, kemur fyrir dómara í New York síðdegis og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ætlar að funda um atburðina í Venesúela.
Láti Bandaríkjamenn til skarar skríða á Grænlandi setur það Ísland í erfiða stöðu. Vendingar síðustu daga voru ræddar á fundi utanríkismálanefndar í morgun.
Nýr vegur yfir Hornafjarðarfljót verður ekki opnaður fyrr en í vor en hann átti að opna fyrir áramót. Vonir höfðu staðið til þess að hægt yrði að hleypa á hann umferð fyrir áramót.
Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur áfrýjað til Landsréttar sextán ára fangelsisdómi sem hún fékk fyrir að bana föður sínum og ráðast á móður sína.
Íslenskur nemandi býst ekki við því að fá nám í gjaldþrota flugskóla í Noregi endurgreitt. Skólinn hefur verið í samstarfi við Icelandair.
Þýsk kona sem smyglaði fimmtán kílóum af ketamíni og fimm kílóum af MDMA-kristöllum til landsins með Norrænu í september hefur verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Lögreglan hefur aldrei lagt hald á svo mikið af ketamíni í einu.
Ruben Amorim var í morgun sagt upp sem þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. Skotinn Darren Fletcher tekur við liðinu til bráðabirgða.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Loftárás Bandaríkjanna á Venesúela og handtaka Maduro, forseta landsins, hefur vakið áhyggjur um mögulega innlimun Bandaríkjanna á Grænlandi á ný.
Baldur Þórhallsson stjórmálafræðiprófessor kom til okkar.
Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur beðið Sjálfstæðisflokkinn og Geir H. Haarde, fyrrverandi ráðherra og formann flokksins, afsökunar á að hafa ranglega haldið því fram að flokkurinn, undir forystu Geirs, hafi fyrst innleitt erfðafjárskatt á Íslandi. Jón segir erfðafjárskattinn vera „sérstaklega vondan skatt“ og bætir við að hann sé almennt ekki hrifinn af sköttum, sem að hans mati séu of margir og oft ósanngjarnir. Jón kom til okkar.
Á síðustu vikum hefur nokkrum sinnum orðið rafmagnslaust á Tálknafirði og nú síðast á gamlársdag. Landsnet hefur flutt vestur díselvélar sem hægt er að setja af stað ef rafmagn fer af aftur en þetta hlýtur að vera óþægilegt fyrir íbúa á svæðinu svo ekki sé talað um öryggi íbúa og fyrirtækja á svæðinu. Við hringdum vestur og heyrðum í Nönnu Lilju Sveinbjörnsdóttur sem er starfandi bæjarstjóri í Vesturbyggð.
Ruben Amorim var í morgun rekinn sem þjálfari Manchester United á Englandi. Darren Fletcher tekur við liðinu til bráðabirgða.
Ruben Amorim tók við Manchester United í nóvember 2024 eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn.
Alexander Tonini og Elvar Geir Magnússon frá fotbolti.net mættu til okkar.
Síðastliðin föstudag hóf Reykjavíkurborg snjóframleiðslu í Ártúnsbrekku. Það vita kannski ekki allir að þar er skíða og sleðabrekka með langa og mikla sögu. Stefán Pálsson sagnfræðingur veit meira um málið.

Fréttir
Fréttir
Fyrrverandi utanríkisráðherra segir skiljanlegt að þjóðarleiðtogar forðist í lengstu lög að styggja forseta Bandaríkjanna en hugarástand hans og ráðgjafa hans sé áhyggjuefni.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er á neyðarfundi um aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela. Kína krefst þess að Bandaríkin sleppi Nicolasi Maduro úr haldi.
Flugeldarusl þarf að flokka vel. Sveitarfélög víða um land hafa komið upp sérstökum gámum undir ruslið.
Djúpivogur er skrefi nær hitaveituvæðingu; HEF- veitur ætla að flytja heitt vatn frá jarðhitasvæði á Búlandsnesi að sundlaug bæjarins.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Alþjóðamálin eiga sviðið; árás Bandaríkjamanna á Venesúela og brottnám Nicolasar Maduros forseta, viðbrögð alþjóðakerfisins og íslenskra ráðamanna og ekki síst hvort líklegra sé að Bandaríkin innlimi Grænland nú en áður.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra segir fyllstu ástæðu til að taka áhuga Bandaríkjaforseta á Grænlandi alvarlega og telur að það hefði verið flókið fyrir núverandi utanríkisráðherra að kveða sterkar að orði um aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela, öðruvísi en að minna á og ítreka mikilvægi alþjóðlegra laga.

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Catch planes - Inspector Spacetime
Kemur ekki - Nei
Chateau Blues - Spoon
Give Me More - Obongjayar
Fire For You - Cannons
Headphones On - Addison Rae
Look What That Woman Has Done - Walter the Producer
Trauma Olympics - James the Seventh
Forest Rain - Sycamore Tree
Pussy Palace - Lily Allen
Bráðna - Frumburður & Daniil
Karlsvagninn - Valdimar
Catching Feelings - Christine and the Queens & Cerrone
Idol - Mind Enterprises
Hvernig ertu? - Úlfur Úlfur
Rauður Himinn - Birnir
Second Sleep - Magdalena Bay
Taxes - Geese
Wagabajama - Straff
Telephone Games - Oliver Sim
Sandman - A$AP Rocky
It's Time - Nas & DJ Premier
Sugar - NoSo
The End of the Tunnels - Móeiður Júníusdóttir
Waterboy - Viagra Boys
Free Love - Cast
Sweet Escape - Bríet
girl, get up - Doechii & SZA
Outside - J Hus & Skepta
Efsta hæð - Birnir & Tatjana
Chains & Whips - Clipse
En ekki hvað? - Emmsjé Gauti, Saint Pete & Daniil
before we say goodbye - Artemas
Hallelujah (Daniel Avery remix) - Happy Mondays
My Old Ways - Tame Impala
Man Research - Clapper - Gorillaz
The Rope - Wunderhorse
Wild God (Live God) - Nick Cave & The Bad Seeds
Satisfaction Skank - Fatboy Slim
Talk Of The Town - Fred Again...
The Power - Curtis Harding
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Rúnar Þórisson er með fyrstu plötu vikunnar fyrir árið 2026. Við settumst niður og ræddum örlítið fortíðina, en líka nútíðina og þessa nýju plötu sem við hlustum svo á með kynningum frá listamanninum sjálfum.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.
Við ólátabelgirnir tökum yfirferð yfir tónleika Upprásarinnar í Hörpu á árinu sem leið. Við spjöllum um atriðin, tónlistina og upplifun okkar ásamt því að spila tónlist í lifandi flutningi frá tónleikunum.
Lagalisti:
Turturi - Sápukúlur (upptaka frá Upprásinni, 04.11.2025)
Rakur - Þú ert bara (upptaka frá Upprásinni, 02.12.2025)
Kóka Kóla Pólar Bear - Þversögn (upptaka frá Upprásinni, 30.09.2025)
Alter Eygló - Baked Tofu (upptaka frá Upprásinni, 02.12.2025)
Laglegt - Þokan (upptaka frá Upprásinni, 02.09.2025)
Geðbrigði - Óróboros (upptaka frá Upprásinni, 02.12.2025)
Chögma - Nautahakk (upptaka frá Upprásinni, 11.02.2025)
Blairstown - REYNDAR (upptaka frá Upprásinni, 15.04.2025)
Áslaug Dungal - Untitled (upptaka frá Upprásinni, 14.01.2025)
Inki - (upptaka frá Upprásinni, 13.05.2025)
Sigrún - Of mjúk til að molna (upptaka frá Upprásinni, 11.02.2025)
Samosa - Litli refur (upptaka frá Upprásinni, 11.03.2025)