22:03
Konsert
Baraflokkurinn - David Bowie - Kaleo - Todmobile og gestir
Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Í Konsert kvöldsins förum við á Eurosonic Festival í Hollandi og heyrum í Kaleo og hvernig þeir hljómuðu þar árið 2015, en það ár spiluðu 19 atriði frá Íslandi.

Við förum líka á Glastonbury Festival árið 2000 og heyrum nokkur lög með David Bowie.

Við endum á að heyra nokkrar upptökur með Todmobile og vinur þeirra eins og Tony Hadley (Spandau Ballet), Midge Ure (Ultravox) og Jon Anderson (Yes).

En við byrjum á Baraflokknum á Eyrarrokki í fyrra og á Gauknum árið 2000.

Er aðgengilegt til 02. október 2026.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,