Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Bogi Ágústsson ræddi einkum um leiðtogafund Evrópusambandsins og annarra ríkja í Kaupmannahöfn, þar sem öryggis- og varnarmál eru einkum á dagskrá.
Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur kom til okkar. Á síðustu öld óx Bolungarvík og dafnaði í takti við stækkun hafnarinnar, nýja varnargarða og fleiri bryggjur. Og enn á að bæta hafnafaðstöðuna og fjölga þar með íbúum.
Í síðasta hluta þáttarins fórum við um bakka Laxár í Aðaldal í fylgd Guðmundar frá Miðdal, en árið 1943 skrifaði hann grein um ána, veiðistaðina og fegurðina.
Tónlist:
Bubbi Morthens - Með þér.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Bubbi Morthens - Án þín.



Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Lagalistinn:
Elsa Sigfúss - Sommerens Sidste Rose.
Blái Hatturinn - Bráðum kemur betri tíð.
MR kvartett - Ég hef vorfugls vængi borið.
Smárakvartettinn á Akureyri - Við lágan bæ.
Alfreð Clausen - Hinzti Geislinn.
Hljómsveit Kai Mortensen - Sommerens Sidste Rose.
Tígulkvartettinn - Shortnin' bread (hratt).
DIANA KRALL - Fly Me To The Moon.
Erla Þorsteinsdóttir & Hljómsveit Jörn Grauengård - Draumur fangans.
Tónasystur - Unnusta sjómannsins.
Kristín Annu Þórarinsdóttir og Steindór Hjörleifs - Ástardúett.
Odd Nordstoga - Lause Ting.
Cornelis Vreeswijk - Turistens Klagan.
Villi Valli - Ljúfsár (feimið fjall).
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Kaffistofa Samhjálpar mun flytja á Grensásveginn og opna þar í desember en á meðan á framkvæmdum þar stendur verður kaffistofan opin í Hvítasunnukirkjunni við Hátún. Samhjálp hefur undanfarin ár leitað logandi ljósi að nýjum stað fyrir kaffistofuna sem hefur verið í Borgartúni í Reykjavík frá 2007. Fyrirkomulagið á nýja staðnum mun breytast þannig að þjónusta við skjólstæðinga verður aðskilin eldhúsinu. Það veitir aukin tækifæri segir framkvæmdastýra samtakanna Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir sem kom í þáttinn í dag.
Gleðismiðjan hefur starfað í fimm ár við að skapa gleði, eins og nafnið segir. Smiðjan býður upp á hópeflisæfingar, hláturjóga og fleira fyrir fyrirtæki og allar gerðir hópa. Í staðinn fyrir að halda afmælisveislu í tilefni fimm ára afmælisins ætlar Gleðismiðjan að láta gott af sér leiða með því að ýta úr vör verkefninu Hlæjum fyrir milljón þar sem allar tekjur renna óskiptar til Geðhjálpar. Finnbogi Þorkell Jónsson og Þorsteinn Gunnar Bjarnason, eigendur Gleðismiðjunnar, sögðu okkur betur frá þessu í þættinum í dag.
Svo kom Valdimar Þór Svavarsson til okkar að ræða mannleg samskipti, sem geta verið talsvert snúin eins og hefur komið fram í spjalli okkar við hann undanfarna fimmtudaga. Í dag sagði hann okkur frá hlutverkum sem fjölskyldumeðlimir gjarnan raðast í, sérstaklega ef einhvers konar vanvirkni er til staðar.
Tónlist í þættinum í dag:
Landleguvalsinn / Haukur Morthens (Jónatan Ólafsson, texti Númi Þorbergsson)
Megi dagur hver fegurð þér færa / Ragnar Bjarnason (Green & Wile, texti Jóhanna G. Erlingsson)
Yummy Yummy Yummy / Ohio Express (Arthur Resnick & Joe Levine)
Massachusetts / Bee Gees (Barry, Robin, Maurice Gibb)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ísraelski sjóherinn handtók fjölda fólks sem ætlaði að sigla að Gaza-strönd með vistir. Sérfræðingur í þjóðarétti segir að verið sé að framfylgja hafnbanni sem hefur gilt í 18 ár. Íslendingur í flotanum segir Ísraelsher stunda sjórán.
Ferðaskrifstofur sitja eftir með sárt ennið þegar flugfélög falla, segir framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu sem stóð í ströngu að koma farþegum heim þegar Play féll í vikunni.
Tveir létust og þrír særðust þegar maður ók á hóp fólks við bænahús gyðinga í Manchester á Englandi í morgun
Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að herða þurfi aðgerðir gegn skuggaflota Rússa, sem notaður er til að flytja olíu framhjá viðskiptaþvingunum.
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir talsvert fleiri hópuppsagnir í september en gengur og gerist. Auk þeirra fjögurhundruð sem misstu vinnuna hjá Play hafi tvö hundruð og átta starfsmönnum verið sagt upp í hópuppsögnum.
Jarðskjálftahrina hófst í nótt við Grjótárvatn á Snæfellsnesi og var stærsti skjálftinn þá 3,2. Jafnstór skjálfti varð á tíunda tímanum í morgun.
Hægt er að ráðast í ýmsar undirbúningsframkvæmdir í Grindavík strax, þótt dýrar framkvæmdir á yfirborði þurfi að bíða, segir jarðverkfræðingur. Hugmyndir um framtíðaruppbyggingu í bænum voru kynntar í gær.
Fyrirhugaðar laxeldiskvíar Kaldvíkur í Seyðisfirði skarast við netlög landeigenda og hefur fyrirtækið sótt um nýja staðsetningu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að enn eigi eftir að kanna hvort veiðibann við kvíar nái inn fyrir netlögin.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fall flugfélagsins Play hefur verið stóra frétt vikunnar.
Ásakanir hafa verið settar fram um að stjórnendur Play séu að stunda kennitöluflakk og ætli sér að hefja flugrekstur á ný með hreint borð á Möltu.
Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Play, segir að rangfærslur og samsæriskenningar muni leiðréttast í fyllingu tímans.
Viðskipti Play við nýstofnað dótturfélag sitt, Fly Play Europe Holdco í ágúst auðvelda skuldabréfaeigendum Play hins vegar að taka maltverska starfsemi Play yfir og mögulega hefja flugrekstur að nýju.
Þrotabú Play á Íslandi mun rýna í starfsemi Play í aðdraganda gjaldþrotsins.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Verkefnið Peatland lifeline snýr að endurheimt votlendis og stuðningi við líffræðilegan fjölbreytileika. Verkefnið er styrkt af LIFE sjóðnum og Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir það. Verkefnið hófst formlega fyrir mánuði síðan og er eitt umfangsmesta verkefni sem Landbúnaðarháskólinn hefur stýrt. Jóhanna Gísladóttir, lektor, kom til okkar og sagði okkur frá þessu áhugaverða verkefni.
Hver ætlar að stýra gervigreindinni? Þessi spurning hefur oft ratað á borð löggjafa um heim allan, en nú hefur Kalifornía samþykkt lagafrumvarp um aukið gagnsæi og ábyrgð hjá stórum tæknifyrirtækjum sem þróa gervigreind. Eyrún Magnúsdóttir, gervigreindarfréttaritari Samfélagsins, kom og ræddi þessa löggjöf.
Rauði krossinn býður flóttafólki upp á ýmis verkefni til stuðnings íslenskunámi þeirra víða um land. Í Árskógum hefur í fjögur ár verið boðið upp á hópkennslustundir sem leiddar eru af reyndum kennurum í sjálfboðaliðastarfi. Samfélagið fékk að fylgjast með kennslustund og fá að heyra meira um starfið.
Tónlist þáttarins:
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Lítill Fugl.
EDDIE VEDDER - Society.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON - Orðin mín
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
25. september síðastliðinn fékk píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson ein virtustu tónlistarverðlaun Bretlands: gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins í London. Þetta var mikill heiður og til þess að hlustendur átti sig betur á þessum verðlaunum fá þeir í þættinum "Á tónsviðinu" að hlýða á nokkra aðra tónlistarmenn sem hafa fengið verðlaunin í 155 ára sögu þeirra, en verðlaunin voru fyrst veitt árið 1871. Meðal þeirra sem hafa fengið verðlaunin eru Pablo Casals, Arturo Toscanini, Yehudi Menuhin, Dietrich Fischer-Dieskau og Jessye Norman, svo fáeinir tónlistarmenn séu nefndir. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Sú sem fer á eyðibýlið í dag er Gerður Kristný rithöfundur. Umsjón: Margét Sigurðardóttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Hildur Sigurbergsdóttir hefur rannsakað sögulegar heimildir um samskipti Íslendinga sem fluttu til Nýja-Íslands fyrir aldamótin 1900 við frumbyggja sem þar bjuggu fyrir. Hildur er meðal fyrirlesara á málþingi um vesturfara sem haldið verður í Eddu á morgun, í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá stofnun Nýja-Íslands í Kanada og kemur í hljóðstofu. Hildur Hákonardóttir er ein af okkar fremstu myndlistarkonum og á einnig að baki ritferil þar sem náttúran kemur mikið við sögu. Um helgina gefur hún út bók sem hún kallar Ef ég væri birkitré, þar sem hún vefur saman persónulegum hugleiðingum við sögulegar og hagnýtar upplýsingar um birkið, tré sem hefur mótað landið og menningu okkar frá landnámi. Katla Ársælsdóttir fór á frumsýningu í Tjarnarbíói um síðustu helgi, á Jónsmessunæturdraumi Shakespeare í leikstjórn Maríu Ellingsen og Magnúsar Thorlacius og rýnir í verkið í þætti dagsins.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lýkur um helgina. Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í þrjár myndir: Sorry Baby, White Snail og All That's Left Of You.
Stundum heyrist að #MeToo-hreyfingin heyri sögunni til, sé orðin úrelt og eigi ekki erindi við nútímann. Er þetta rétt? Á þriðjudag standa þátttakendur í rannsóknarverkefninu Flæðandi siðfræði: Femínísk siðfræði og #MeToo fyrir umræðufundi þar sem þessi mál verða rædd. Við forvitnuðumst um málið.
Við höldum áfram umræðum sem hófust í síðasta þætti um lagið Elli Egils með Herra Hnetusmjör. Við förum yfir nokkur góð rapplög sem eru nefnd eftir raunverulegum lifandi Íslendingum. Og við frumflytjum nýtt lag sem er nefnt eftir tónskáldinu og poppkrufningarmanni Lestarinnar, Friðriki Margrétar Guðmundssyni. Það er Drengurinn Fengurinn sem samdi lagið og sendi okkur eftir þátt gærdagsins.
Fréttir
Fréttir
Fólki í skuldavanda fjölgar og langt er síðan bið eftir þjónustu umboðsmanns skuldara hefur verið eins löng. Áður voru leigjendur verst settir - fólk með fasteignalán er stór hluti þeirra sem þangað leita.
Hvatar til að stytta dvalartíma barna í leikskólum Reykjavíkur og tekjutengd gjaldskrá eru meðal tillagna um breytingar sem borgarráð hefur sett í samráðsferli. Tillögunum svipar til fyrirkomulagsins í Kópavogi.
Fyrrverandi forstjóri Play hafnar því að nokkuð vafasamt sé við að skammur tími hafi liðið frá síðustu skuldabréfaútgáfu þess fram að falli.
Íslensk kona sem býr í Manchester vonar að árás á bænahús gyðinga grafi ekki undan samheldni ólíkra hópa sem einkenni borgina.
Bergþór Ólason og Snorri Másson, þingmenn Miðflokksins, íhuga báðir framboð til embættis varaformanns flokksins á landsþingi um aðra helgi.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Nær sex þúsund kröfum var lýst í þrotabú WOW air þegar það varð gjaldþrota. Skiptum á félaginu er ólokið, nú sex árum síðar. Skiptastjóri segir margt óvenjulegt í gjaldþroti flugfélags en það séu fyrst og fremst tímafrek dómsmál sem hafi dregið skiptin á langinn.
Mörg hundruð sveitarstjórnarmenn af öllu landinu eru á árlegri fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Mikið rætt þar um inniviði, fjárfestingar, fjármögnun og tekju- og verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Baba Yaga (Rússland)
18 barna faðir frá álfheimum (Ísland)
Kötturinn sem át allt (Ísland)
Leikraddir:
Adam Ernir Níelsson
Gréta Rún Árnadóttir
Jóhannes Ólafsson
Sigurður Ingi Einarsson
Sigyn Blöndal
Ragnar Eyþórsson
Regína Rögnvaldsdóttir
Þórdís Björt Andradóttir
Sérfræðingur í þjóðsögum: Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Verkefnið Peatland lifeline snýr að endurheimt votlendis og stuðningi við líffræðilegan fjölbreytileika. Verkefnið er styrkt af LIFE sjóðnum og Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir það. Verkefnið hófst formlega fyrir mánuði síðan og er eitt umfangsmesta verkefni sem Landbúnaðarháskólinn hefur stýrt. Jóhanna Gísladóttir, lektor, kom til okkar og sagði okkur frá þessu áhugaverða verkefni.
Hver ætlar að stýra gervigreindinni? Þessi spurning hefur oft ratað á borð löggjafa um heim allan, en nú hefur Kalifornía samþykkt lagafrumvarp um aukið gagnsæi og ábyrgð hjá stórum tæknifyrirtækjum sem þróa gervigreind. Eyrún Magnúsdóttir, gervigreindarfréttaritari Samfélagsins, kom og ræddi þessa löggjöf.
Rauði krossinn býður flóttafólki upp á ýmis verkefni til stuðnings íslenskunámi þeirra víða um land. Í Árskógum hefur í fjögur ár verið boðið upp á hópkennslustundir sem leiddar eru af reyndum kennurum í sjálfboðaliðastarfi. Samfélagið fékk að fylgjast með kennslustund og fá að heyra meira um starfið.
Tónlist þáttarins:
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Lítill Fugl.
EDDIE VEDDER - Society.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON - Orðin mín


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Kaffistofa Samhjálpar mun flytja á Grensásveginn og opna þar í desember en á meðan á framkvæmdum þar stendur verður kaffistofan opin í Hvítasunnukirkjunni við Hátún. Samhjálp hefur undanfarin ár leitað logandi ljósi að nýjum stað fyrir kaffistofuna sem hefur verið í Borgartúni í Reykjavík frá 2007. Fyrirkomulagið á nýja staðnum mun breytast þannig að þjónusta við skjólstæðinga verður aðskilin eldhúsinu. Það veitir aukin tækifæri segir framkvæmdastýra samtakanna Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir sem kom í þáttinn í dag.
Gleðismiðjan hefur starfað í fimm ár við að skapa gleði, eins og nafnið segir. Smiðjan býður upp á hópeflisæfingar, hláturjóga og fleira fyrir fyrirtæki og allar gerðir hópa. Í staðinn fyrir að halda afmælisveislu í tilefni fimm ára afmælisins ætlar Gleðismiðjan að láta gott af sér leiða með því að ýta úr vör verkefninu Hlæjum fyrir milljón þar sem allar tekjur renna óskiptar til Geðhjálpar. Finnbogi Þorkell Jónsson og Þorsteinn Gunnar Bjarnason, eigendur Gleðismiðjunnar, sögðu okkur betur frá þessu í þættinum í dag.
Svo kom Valdimar Þór Svavarsson til okkar að ræða mannleg samskipti, sem geta verið talsvert snúin eins og hefur komið fram í spjalli okkar við hann undanfarna fimmtudaga. Í dag sagði hann okkur frá hlutverkum sem fjölskyldumeðlimir gjarnan raðast í, sérstaklega ef einhvers konar vanvirkni er til staðar.
Tónlist í þættinum í dag:
Landleguvalsinn / Haukur Morthens (Jónatan Ólafsson, texti Númi Þorbergsson)
Megi dagur hver fegurð þér færa / Ragnar Bjarnason (Green & Wile, texti Jóhanna G. Erlingsson)
Yummy Yummy Yummy / Ohio Express (Arthur Resnick & Joe Levine)
Massachusetts / Bee Gees (Barry, Robin, Maurice Gibb)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lýkur um helgina. Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í þrjár myndir: Sorry Baby, White Snail og All That's Left Of You.
Stundum heyrist að #MeToo-hreyfingin heyri sögunni til, sé orðin úrelt og eigi ekki erindi við nútímann. Er þetta rétt? Á þriðjudag standa þátttakendur í rannsóknarverkefninu Flæðandi siðfræði: Femínísk siðfræði og #MeToo fyrir umræðufundi þar sem þessi mál verða rædd. Við forvitnuðumst um málið.
Við höldum áfram umræðum sem hófust í síðasta þætti um lagið Elli Egils með Herra Hnetusmjör. Við förum yfir nokkur góð rapplög sem eru nefnd eftir raunverulegum lifandi Íslendingum. Og við frumflytjum nýtt lag sem er nefnt eftir tónskáldinu og poppkrufningarmanni Lestarinnar, Friðriki Margrétar Guðmundssyni. Það er Drengurinn Fengurinn sem samdi lagið og sendi okkur eftir þátt gærdagsins.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands, ræðir við okkur um fréttir þess efnis að Kínverjar búi sig nú undir að ráðast inn í Taívan.
Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, ræðir við okkur um frelsisflotann svokallaða sem siglir nú til Gaza með ýmis neyðargögn. Við heyrum í líka Í Möggu Stínu sem er um borð í einu af skipunum.
Möguleg merki um líf hafa fundist á einu af tunglum Satúrnusar. Sævar Helgi Bragason segir okkur betur frá.
Talsvert hefur verið rætt um gæði kennaramenntunar á Íslandi að undanförnu. Við ætlum að ræða við Berglind Gísladóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, um námið.
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, ræðir við okkur um læknaskriftina í ljósi frétta af dómara sem vildi skikka lækna til að vanda skriftina.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Fyrsti Fimmtudags forleikurinn var fluttur af FM Belfast, þau tóku órafmagnaða en magnaða útgáfu af laginu Underwear og tóku svo Greifa lagið Útihátíð, HE var afmælisbarn dagsins. bók um The Cars, Beyoncé breytti Grammy, Amy Winehouse og Lady GaGa sem hefði getað heitið Lady CaCa!
Lagalisti þáttarins:
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-10-02
KK BAND - Á 4. H. Í 5 Hæða Blokk.
Of Monsters and Men - Dream Team.
OASIS - Live Forever.
THE KINKS - Set Me Free.
GUS GUS - Obnoxiously sexual.
Hjaltalín Hljómsveit - Stay by you - Kynning (plata vikunnar 2009 48. vika).
HJALTALÍN - Stay by You.
Carpenter, Sabrina - Tears.
THE CARS - Drive.
KYLIE MINOGUE - Slow.
SOFT CELL - Tainted Love.
DORIS TROY - Just One Look.
Lumineers, The - Asshole.
Turnstile - SEEIN' STARS.
HIPSUMHAPS - Góðir hlutir gerast hææægt.
DAVID BOWIE - Heroes.
Á móti sól - Fyrstu laufin.
AMY WINEHOUSE - Rehab.
Gugusar - Daðra.
My Morning Jacket - Everyday Magic.
DEPECHE MODE - Personal Jesus.
STJÓRNIN - Hamingjumyndir.
Dean, Olivia - Man I Need.
Beyoncé - Bodyguard.
WARMLAND - Further.
FLORENCE AND THE MACHINE - Shake it Out.
Elvar - Miklu betri einn.
Mugison - Til lífins í ást.
Petty, Tom - Time to move on.
sombr - Undressed.
GERRY RAFFERTY - Baker Street.
Lady Gaga - The Dead Dance.
QUEEN - Radio Ga Ga.
BOGOMIL FONT - Farin.
Salka Sól Eyfeld - Úr gulli gerð.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
Perez, Gigi - Sailor Song.
Aron Can - Monní.
JÚNÍUS MEYVANT - Rise up.
Role Model - Sally, When The Wine Runs Out.
THE WATERBOYS - The Whole Of The Moon

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ísraelski sjóherinn handtók fjölda fólks sem ætlaði að sigla að Gaza-strönd með vistir. Sérfræðingur í þjóðarétti segir að verið sé að framfylgja hafnbanni sem hefur gilt í 18 ár. Íslendingur í flotanum segir Ísraelsher stunda sjórán.
Ferðaskrifstofur sitja eftir með sárt ennið þegar flugfélög falla, segir framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu sem stóð í ströngu að koma farþegum heim þegar Play féll í vikunni.
Tveir létust og þrír særðust þegar maður ók á hóp fólks við bænahús gyðinga í Manchester á Englandi í morgun
Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að herða þurfi aðgerðir gegn skuggaflota Rússa, sem notaður er til að flytja olíu framhjá viðskiptaþvingunum.
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir talsvert fleiri hópuppsagnir í september en gengur og gerist. Auk þeirra fjögurhundruð sem misstu vinnuna hjá Play hafi tvö hundruð og átta starfsmönnum verið sagt upp í hópuppsögnum.
Jarðskjálftahrina hófst í nótt við Grjótárvatn á Snæfellsnesi og var stærsti skjálftinn þá 3,2. Jafnstór skjálfti varð á tíunda tímanum í morgun.
Hægt er að ráðast í ýmsar undirbúningsframkvæmdir í Grindavík strax, þótt dýrar framkvæmdir á yfirborði þurfi að bíða, segir jarðverkfræðingur. Hugmyndir um framtíðaruppbyggingu í bænum voru kynntar í gær.
Fyrirhugaðar laxeldiskvíar Kaldvíkur í Seyðisfirði skarast við netlög landeigenda og hefur fyrirtækið sótt um nýja staðsetningu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að enn eigi eftir að kanna hvort veiðibann við kvíar nái inn fyrir netlögin.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Siggi Gunnars og Margrét Maack skiptu Popplandi á milli sín. Siggi var á Akureyri og Margrét í Reykjavík.
Ólöf Arnalds sendi póstkort með laginu Tár í morgunsárið. Andrea Jónsdóttir og Arnar Eggert fóru yfir plötu vikunnar - Quack með Gugusar. Óopinber dagur íslenska trommarans er í dag en að minnsta kosti þrír íslenskir trommarar eiga afmæli í dag; Sigtryggur Baldursson, Birgir Baldursson og Eysteinn Eysteinsson.
Una Torfadóttir, Sigurður Guðmundsson - Þetta líf er allt í læ
Olivia Newton-John – Xanadu
Steve Miller Band – Abracadabra
Ravyn Lenae – Love Me Not
Raye – WHERE IS MY HUSBAND!
Bríet – Wreck Me
Florence and the Machine – Everybody Scream
Wolf Alice – Just Two Girls
Ussel, Króli, JóiPé – Mamma
KK – Kærleikur og tími
Omar Apollo – Evergreen (You Didn't Deserve Me At All)
Númer 3, Kári the Attempt – Augasteinar
Stevie Wonder – Higher Ground
Fela Kuti – Water No Get Enemy
Bogomil Font og Flís – Veðurfræðingar
Retro Stefson – Kimba
Thin Lizzy – Whiskey In The Jar
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm – Eitt af blómunum
Friðrik Dór Jónsson – Hugmyndir
Sykurmolarnir – Regina
Flís, Bogomil Font – Fögur víf
Papar – Brúðkaup Villa Kokks
Straff – Wagabajama
Pulp – Disco 2000
Ólöf Arnalds – Tár í morgunsárið
Gugusar – Reykjavíkurkvöld
Gugusar – Minn
Gugusar – Nær
Gugusar – Daðra
Ozzy Osbourne – Crazy Train
Sigur Rós – Við spilum endalaust
Emilíana Torrini – Me And Armini
Kristján Saenz – Kallaðu á mig
Sálin hans Jóns míns – Ég þekki þig
S.H. Draumur – Öxnadalsheiði (Spilaði á Airwaves 2010)
St. Paul & The Broken Bones – Sushi and Coca-Cola
David Byrne, Ghost Train Orchestra – Everybody Laughs
Herbert Guðmundsson – Hollywood
Ásdís – Can't walk away
Justin Bieber – Daisies
Diljá og Valdís – Það kemur aftur vetur
Sophie Ellis-Bextor – Taste
Royel Otis – Who's Your Boyfriend
Razorlight – Golden Touch
Milky Chance – Stolen Dance
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa á ný sett af stað bólusetningarátak vegna tveggja nýrra afbrigða Covid veirunnar og í kjölfar fjölgunar á innlögnum á sjúkrahús. Hefur fjöldi smita tvöfaldast síðan í ágúst. Milljónir breta hafa verið hvattir til að mæta í COVID- og inflúensusprautur nú í haust. Hafa íslensk sóttvarnaryfirvöld áhyggjur af þessu og megum við búast við svipuðu átaki hérlendis? Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir ræddi við okkur.
Frístundasafnið var stofnað til þess að auka jöfnuð og efla tækifæri og getu einstaklinga með fötlun til þess að leggja stund á útivist og hreyfingu. Verið er að safna búnaði og í framhaldi á að bjóða upp á útleigu á búnaði fyrir alla aldurshópa. Bergur Þorri Benjamínsson, einn af forsvarsmönnum Frístundasafnsins, sagði okkur frá tilgangi safnsins.
Jóhannes Bjarni Guðmundsson setti á laggirnar Flugvarpið fyrir fimm árum en Flugvarpið er hlaðvarp þar sem er fjallað um flugmál á Íslandi, viðburði, málefni og áhugavert fólk tekið tali. Jóhannes Bjarni hefur langa reynslu sem atvinnuflugmaður og flugkennari og starfaði einnig um tíma við fjölmiðla. Hann kom til okkar í þáttinn í dag í tilefni tímamótanna.
Nú er sláturtíð í fullum gangi og við vorum að velta því fyrir okkur hvort margir væru enn að taka slátur. Við heyrðum af því að nemendur í hússtjórnarskólaum í Reykjavík sem hefur starfað óslitið frá 7. febrúar 1942, hefðu tekið slátur á dögunum þannig að það er amk. ennþá verið að kenna sláturgerð. Marta María Arnarsdóttir er skólastýra Hússtjórnarskólans og hún kom til okkar.
Bónusdeild kvenna í körfubolta rúllaði af stað í vikunni og strákarnir byrja í kvöld. Teitur Örlygsson körfuboltaspekingur var á línunni og spáði í spilin.
Snæfellsnes var að fá tilnefningu sem fyrsta svæði á Íslandi sem Unesco Vistvangur. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í Grundarfirði og formaður stjórnar Svæðisgarðsins kom til okkar.
Fréttir
Fréttir
Fólki í skuldavanda fjölgar og langt er síðan bið eftir þjónustu umboðsmanns skuldara hefur verið eins löng. Áður voru leigjendur verst settir - fólk með fasteignalán er stór hluti þeirra sem þangað leita.
Hvatar til að stytta dvalartíma barna í leikskólum Reykjavíkur og tekjutengd gjaldskrá eru meðal tillagna um breytingar sem borgarráð hefur sett í samráðsferli. Tillögunum svipar til fyrirkomulagsins í Kópavogi.
Fyrrverandi forstjóri Play hafnar því að nokkuð vafasamt sé við að skammur tími hafi liðið frá síðustu skuldabréfaútgáfu þess fram að falli.
Íslensk kona sem býr í Manchester vonar að árás á bænahús gyðinga grafi ekki undan samheldni ólíkra hópa sem einkenni borgina.
Bergþór Ólason og Snorri Másson, þingmenn Miðflokksins, íhuga báðir framboð til embættis varaformanns flokksins á landsþingi um aðra helgi.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Nær sex þúsund kröfum var lýst í þrotabú WOW air þegar það varð gjaldþrota. Skiptum á félaginu er ólokið, nú sex árum síðar. Skiptastjóri segir margt óvenjulegt í gjaldþroti flugfélags en það séu fyrst og fremst tímafrek dómsmál sem hafi dregið skiptin á langinn.
Mörg hundruð sveitarstjórnarmenn af öllu landinu eru á árlegri fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Mikið rætt þar um inniviði, fjárfestingar, fjármögnun og tekju- og verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Sycamore tree - Forest Rain.
GKR - Stælar.
Gugusar - Nær.
Hvítá - QBDG.
Yesterdaze - wait/Now.
RAMS - Someone You Were.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Elín Hall - Wolf Boy
Hether - Stupid Love
El Michels Affair, Melody's Echo Chamber - Daisy
Manu Chao - Solamente
Jalen Ngonda - All about me
Yukimi - Get it over
Laufey - Falling behind
Rakel - Pickled Peaches
Royal Otis - Who´s your boyfriend
Emmsjé Gauti - 10 Þúsund
Rusowsky - malibU
Portugal, the man - Denali
Straff - Wagabajama
Yuck - Get away
13th Ward Social Club - Three of cups
Mystic Jungle - Sunset Breaker
Creature of Habit, Aron Hannes - Scream
Emma- Jean Thackray - Save me
Say She She - Disco Life
Guts - Brand New Revolution
Seinabo Sey - Younger
Anohni - Breaking
Oyama - The Bookshop
Kaytranada ft. TLC - Do it!
Miel de Montagne - Nouveau Départ
Gugusar - Daðra
Sudan Archives - Yea Yea Yea
Au Suisse - Thing
Sassy 009 - Butterflies
Young Nazareth - Bara Vera
Skrillex - Push
Jamie XX Feat Erykah Badu - F.U
Black Box - Everybody Everybody
Glóey - Away
Ariel Pink - Pocket full of promises
Skurken - Móatún 7
Jimpster, Loxodrome - Call me
Tone Loc - Wild Thing
Páll Óskar - Jafnvel Þó við þekkjumst ekki neitt
GusGus - New arrivals

Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.
Í Konsert kvöldsins förum við á Eurosonic Festival í Hollandi og heyrum í Kaleo og hvernig þeir hljómuðu þar árið 2015, en það ár spiluðu 19 atriði frá Íslandi.
Við förum líka á Glastonbury Festival árið 2000 og heyrum nokkur lög með David Bowie.
Við endum á að heyra nokkrar upptökur með Todmobile og vinur þeirra eins og Tony Hadley (Spandau Ballet), Midge Ure (Ultravox) og Jon Anderson (Yes).
En við byrjum á Baraflokknum á Eyrarrokki í fyrra og á Gauknum árið 2000.