07:03
Morgunvaktin
Heimsglugginn, Bolungarvík og Laxá í Aðaldal
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Bogi Ágústsson ræddi einkum um leiðtogafund Evrópusambandsins og annarra ríkja í Kaupmannahöfn, þar sem öryggis- og varnarmál eru einkum á dagskrá.

Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur kom til okkar. Á síðustu öld óx Bolungarvík og dafnaði í takti við stækkun hafnarinnar, nýja varnargarða og fleiri bryggjur. Og enn á að bæta hafnafaðstöðuna og fjölga þar með íbúum.

Í síðasta hluta þáttarins fórum við um bakka Laxár í Aðaldal í fylgd Guðmundar frá Miðdal, en árið 1943 skrifaði hann grein um ána, veiðistaðina og fegurðina.

Tónlist:

Bubbi Morthens - Með þér.

Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Bubbi Morthens - Án þín.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,