18:00
Kvöldfréttir útvarps
Löng bið hjá umboðsmanni skuldara, fyrrverandi forstjóri Play og uppgjör WOW
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Fólki í skuldavanda fjölgar og langt er síðan bið eftir þjónustu umboðsmanns skuldara hefur verið eins löng. Áður voru leigjendur verst settir - fólk með fasteignalán er stór hluti þeirra sem þangað leita.

Hvatar til að stytta dvalartíma barna í leikskólum Reykjavíkur og tekjutengd gjaldskrá eru meðal tillagna um breytingar sem borgarráð hefur sett í samráðsferli. Tillögunum svipar til fyrirkomulagsins í Kópavogi.

Fyrrverandi forstjóri Play hafnar því að nokkuð vafasamt sé við að skammur tími hafi liðið frá síðustu skuldabréfaútgáfu þess fram að falli.

Íslensk kona sem býr í Manchester vonar að árás á bænahús gyðinga grafi ekki undan samheldni ólíkra hópa sem einkenni borgina.

Bergþór Ólason og Snorri Másson, þingmenn Miðflokksins, íhuga báðir framboð til embættis varaformanns flokksins á landsþingi um aðra helgi.

Er aðgengilegt til 02. október 2026.
Lengd: 10 mín.
,