22:03
Rokkland
Neil Young heiðursplata, Pavarotti ofl.
Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Neil Young kemur við sögu í þættinum en það var að koma út plata sem gefin er út honum tiul heiðurs – en líka til að safna peningum fyrir Bridge skólann í Kaliforníu sem fyrrum eiginkona hans, Pegi, stofnaði fyrir næstum 40 árum. Bridge skólinn er fyrir fjölfötluð börn – eins og Ben son þeirra Neil og Pegi. En Neil er líka að fara að senda frá sér nýja plötu með nýrri hljómsveit, The Chrome Hearts, og er á leiðinni í tónleikaferð. Hann verður 80 ára í nóvember.

Luiciano Pavarotti kemur líka við sögu, Hörður Torfason, Fiona Apple, Brandi Carlile, Elvis og fleiri.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 53 mín.
e
Endurflutt.
,