18:00
Kvöldfréttir útvarps
Ríkisstjórnin leggur fram fjárauka og lögreglustjóri hættir
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Styrkja á vegakerfið, lögregluna og tryggja opnun meðferðarúrræða í sumar samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina stíga ákveðin skref í þeim málaflokkum sem hún vilji setja á oddinn.

Dómsmálaráðherra segist ekki hafa ákveðið að auglýsa embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vegna embættisverka Úlfars Lúðvíkssonar.

Búast má við breyttum áherslum í starfsemi Íslandsbanka með nýjum eigendum, að mati bankastjóra, eftir að ríkið lýkur við að selja eftirstandandi hlut sinn í bankanum.

Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segist efast um að Rússlandsforseti þori hreinlega á fund með Úkraínuforseta í Tyrklandi í vikunni.

Hiti náði yfir 22 stigum á Austurlandi í dag.

Er aðgengilegt til 13. maí 2026.
Lengd: 10 mín.
,