
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir flytur morgunbæn og orð dagsins.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Staða efnahagsmála var til umfjöllunar þegar Róbert Farestveit, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, kom á Morgunvaktina. Við ræddum verðbólguna, matvælaverð, húsnæðismál, tollamál og vaxtaákvörðun framundan.
Arthur Björgvin Bollason sagði frá þýskum stjórnmálum og frá merkilegri konu sem lést í síðustu viku. Margot Friedländer slapp úr fangabúðum nasista og varði síðustu árum ævinnar í að uppfræða ungt fólk um ógnarstjórn þeirra.
Í síðasta hluta þáttarins var spjallað við Halldór Gunnar Ólafsson, oddvita á Skagaströnd og nýjan stjórnarformann Byggðastofnunar. Hann var á strandveiðum og ræddi um byggðamál við okkur.
Tónlist:
Olsen Brothers - Smuk som et stjerneskud.
Adèle Viret Quartet - Made in.
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Þórður sjóari.
Ragnar Bjarnason, Hljómsveit Svavars Gests - Vertu sæl mey.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
VÆB bræðurnir tveir, Hálfdán og Mattías Mattíassynir stíga á Eurovisionsviðið í kvöld ásamt dönsurum og syngja lagið Róa. Þeir voru sérstaklega valdir til að vera fyrstir af því stjórnendur keppninnar vildu að kvöldið myndi byrja með miklu stuði. Fararstjóri íslenska hópsins er sem fyrr Felix Bergsson og við vorum með hann á línunni í dag og fengum nýjustu fréttir frá Basel.
Miðvikudagsbíó hefur verið vinsælt í vetur í Bíó Paradís, þessar sýningar voru hugsaðar fyrir eldra fólk, fólk sem vinnur á kvöldin og bara hvern sem vildi koma um miðjan dag í bíó. 28.maí verður lokaviðburður miðvikudagsbíósins með frumsýningu á gamanmynd og boðið verður upp á diskóball fyrir eldri borgara strax eftir sýninguna. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, og Katrín Þorsteinsdóttir, dyggur aðdáandi miðvikudagsbíósins og kvikmynda yfir höfuð, komu til okkar og sögðu betur frá þessu í þættinum.
Svo kom Einar Sveinbjörnsson til okkar í veðurspjallið í dag. Í þetta sinn talaði hann um lýsingar á veðri, orðfæri og tungutak. Þ.e.a.s. hann bar saman hvernig veðrinu var lýst á 19.öld af Erlendi Björnssyni og hvernig það yrði orðað í dag og hvernig mun þetta mögulega þróast áfram inn í framtíðina. Svo rýndi Einar í langtímaútlitið út maí og jafnvel aðeins inn í júní.
Tónlist í þættinum í dag:
Never Ever Let You Go / Rollo and King (Sören Poppe, Stefan Nielsen og Thomas Brekling)
Róa (Jazz útgáfa) / VÆB (Hálfdán Helgi Matthíasson, Matthías Davíð Matthíasson, Gunnar Björn Gunnarsson og Ingi Þór Garðarsson)
Bara Bada Bastu / Kaj (Anderz Wrethov, Axel Åhman, Jakob Norrgård, Kevin Holmström, Kristoffer Strandberg, Robert Skowronski)
Calm After the Storm / The Common Linnets (Ilse Delange, JB Meijers, Rob Crosby, Matthew Crosby og Jake Etheridge)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Sala hófst í morgun á síðasta eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Almenningur hefur forgang að kaupunum fram yfir stærri fjárfesta. Fjármálaráðherra vonast til að salan skili fjörutíu milljörðum króna í ríkissjóð.
Fyrrverandi lögreglumaður kærði héraðssaksóknara til nefndar um eftirlit með lögreglu. Málið er komið á borð ríkissaksóknara. Lögreglumaðurinn fyrrverandi telur að héraðssaksóknari hafi komið gögnum til Ríkisútvarpsins.
Bandaríkjaforseti hóf í morgun sína fyrstu opinberu heimsókn í embætti. Hann ferðast um Miðausturlönd næstu fjóra daga, en kemur ekki við í Ísrael.
Mikill meirihluti vara sem keyptar eru í netverslunum á borð við Temu og Shein innihalda skaðleg efni. Teymisstjóri markaðseftirlits HMS segir neytendur oft ekki meðvitaða um skaðsemi varanna.
Skjálftahrina gekk yfir við Grímsey í nótt. Stærsti skjálftinn var 4,7 að stærð og fannst víða á Norðurlandi. Íbúi í eynni segir að skjálftahrinur sem þessar venjist aldrei.
Hópur sem viðurkennir ekki lögmæti þýska ríkisins var upprættur í umfangsmikilli lögregluaðgerð í morgun. Sjálfskipaður konungur hópsins var meðal fjögurra sem voru handteknir.
VÆB bræður stíga fyrstir á svið í fyrri undankeppni Eurovision í kvöld. Það er á brattann að sækja fyrir bræðurna, en samkvæmt veðbönkum eru um fjörutíu prósent líkur á að Ísland komist áfram í úrslit.
Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handbolta var í dag kynntur sem leikmaður spænska stórliðsins Barcelona. Hann gerir tveggja ára samning við félagið. Viktor segir vistaskiptin enn vera frekar óraunveruleg.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Sveinn Rúnar Hauksson heimilislæknir ræðir um umræðuna um notkun á hugvíkkandi efnum eins og LSD eða sýru þegar hann var ungur maður á sjöunda áratugnum og umræðuna um hugvíkkandi efni í samfélaginu í dag.
Sveinn Rúnar notaði LSD á sínum tíma en fór verst á hassreykingum og endaði meðal annars inni á geðdeild í Þýskalandi vegna dagreykinga. Tímabilið sem Sveinn Rúnar ræðir um er að hið svokallaða hippatímabil þar sem neysla á kannabisefnum og ofskynjunarlyfjum alls kyns færðist mjög í vöxt. Hann segist hafa verið eins konar ,,hassprestur" á sínum yngri árum og talað mjög fyrir notkun efnisins.
Sveinn Rúnar var í viðtali við blaðamanninn Jakob Bjarnar Grétarsson á vefmiðlinum Vísi um helgina og vakti samtal þeirra talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Tilefnið var að Sveinn Rúnar er að láta af störfum sem heimilislæknir, 78 ára gamall. Í viðtalinu var Sveinn Rúnar krítískur á það sem honum finnst vera gagnrýnislaus umræða um hugvíkkandi efni í samfélaginu.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Í dag heimsækir Samfélagið Netagerðina á Ísafirði, skapandi rými fyrir arkítekta, klæðskera, blómaskreitingar- og leirlistarfólk og annað sjálfstætt starfandi listafólk á Vestfjörðum. Við skoðum rýmið í fylgd með Heiðrúnu Björk netagerðastjóra og kíkjum í litla verslun sem listafólkið heldur úti.
Og síðan fáum við til okkar tvo sérfræðinga í matvendni barna - þær Berglindi Lilju Guðlaugsdóttur dorktorsnema og Önnu Sigríði Ólafsdóttur prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Að lokum fáum við pistil frá Esther Jónsdóttur, sem elti uppi sjaldgæfan svepp í Grímsnesi ásamt sveppasérfræðingi.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Söngkonan Heiða Árnadóttir vill helst af öllu syngja glænýja tónlist og kann því vel að hún sé sem fjölbreyttust. Hún lærði söng hér heima og ytra og á námsárunum í Hollandi varð til hljómsveitin Mógil. Mógil var leið hennar til að feta sig inn í nútímalegri músík eftir háklassískt tónlistarnám og þaðan lá leiðin í tilraunakennda nútímaklassík.
Lagalisti:
Tunglið og ég - Hvernig er tónlist á lífi haldið
Þá birtist sjálfið - Kafli 1
Þá birtist sjálfið - Kafli 2
Óútgefið - Skrafað í skurði
Ilm og ómleikar - Rósarilmur
Óútgefið - Mörsugur
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Vegna fjölda áskorana er hér kominn síðasti þátturinn þar sem lesið úr bók Jökuls Jakobssonar sem hann skrifaði ásamt teiknaranum Baltasar og fjallaði um mannlíf í Breiðafjarðareyjum að fornu og nýju. Merkilegt mannlíf, hlýleg frásögn.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Textíllistakonan Guðrún Bergsdóttir skapaði á jaðrinum en ævistarf hennar hefur markað djúp og mikilvæg spor í íslenskri listasögu. Nýverið opnaði yfirlitssýning á verkum hennar í Gerðarsafni og við hittum þar sýningarstjórann, myndlistarkonuna Hildigunni Birgisdóttur í þætti dagsins. Við heyrum líka viðtal við kvikmyndagerðarkonuna Kumjönu Novakovu um kvikmyndina Silence of Reason, sem fjallar um hina alræmdu þjóðarhreinsun í Bosníu á tíunda áratugnum og sláum á þráðinn hjá tónskáldinu Báru Gísladóttur og danshöfundinum Margréti Bjarnadóttur sem frumsýna á föstudag sviðsverkið Cooler Stars Glow Red á SPOR hátíðinni í Árósum.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Una Schram ræðir við Sæunni Kjartansdóttur, sálgreini, um tengslamyndunarkenningar í rómantískum samböndum, en algórythmi Unu er stútfullur af efni því tengdu.
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi þess að endurgera pólitíska gjörninga fortíðar. Venusarstyttan á 1. maí er til skoðunar.
Hver er snilld Nathan Fielder? Pálmi Freyr Hauksson og Tumi Björnsson velta þvi fyrir sér hvað gerir sjónvarpsþætti Fielders sérstaka.
Fréttir
Fréttir
Styrkja á vegakerfið, lögregluna og tryggja opnun meðferðarúrræða í sumar samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina stíga ákveðin skref í þeim málaflokkum sem hún vilji setja á oddinn.
Dómsmálaráðherra segist ekki hafa ákveðið að auglýsa embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vegna embættisverka Úlfars Lúðvíkssonar.
Búast má við breyttum áherslum í starfsemi Íslandsbanka með nýjum eigendum, að mati bankastjóra, eftir að ríkið lýkur við að selja eftirstandandi hlut sinn í bankanum.
Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segist efast um að Rússlandsforseti þori hreinlega á fund með Úkraínuforseta í Tyrklandi í vikunni.
Hiti náði yfir 22 stigum á Austurlandi í dag.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Indverskir tölvuhakkarar herjuðu á lögmannsstofu sem sá meðal annars um hópmálsókn gegn Björgólfi Thor. Stór kúnni þessarar lögmannsstofu var það líka og það hvaða einstaklinga helst var herjað á í þeim innbrotstilraunum, varð blaðamönnum Reuters tilefni til að vangaveltna um hvort einhver Íslendingur, þriðji íslenski aðilinn, tengdist málinu; hvort hann hefði ráðið málaliðana indversku til starfa.
Orkunotkun í dreifbýli á Íslandi er alltaf dýrust sama hvort kveikja þurfi ljós, hita hús eða drífa áfram bíla. Á alþjóðlegri ráðstefnu á Akureyri var fjallað um hvernig stuðla megi að orkuskiptum í dreifðum byggðum - því talið sé afar mikilvægt að hraða sem mest slíkum orkuskiptum til að lækka kostnað og draga úr mengun.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær nokkur símtöl í viku frá fólki sem hefur orðið fyrir kynlífskúgun eða „sextortion“. Nígerískur glæpahópur sem hefur sérhæft sig í brotum af þessum tagi stærir sig af þeim á Tiktok.
Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þetta er sagan af Önnu Frank, stelpunni sem neyddist til að fara í felur þegar stríð geisaði í heimalandi hennar. Í meira en tvö ár bjó fjölskylda Önnu í leyniíbúð bakvið bókaskáp á vinnustað pabba hennar. Þar skrifaði Anna í dagbók. Þessi dagbók var gefin út eftir að hún dó og er í dag frægasta dagbók allra tíma.
Í þættinum heyrast brot úr Dagbók Anne Frank í þýðingu Ólafs Rafns Jónssonar.
Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.
Bjarki Sveinbjörnsson fer yfir yfir sögu hljómsveitarinnar og rekur meðal annars hvað aðalhljómsveitarstjórar hennar höfðu að leiðarljósi við störf sín.
Í þessum lokaþætti um Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár eru rifjaðar upp aðstæður hljómsveitarinnar í gegnum árin þar til hún flutti í Hörpu. Rifjaðar eru upp frásagnir nokkurra hljóðfæraleikara eins og þær birtast í bæklingi sem gefinn var út í tilefni af 50 ára afmæli sveitarinnar. Þá er sagt frá starfi Þrastar Ólafssonar framkvæmdastjóra sveitarinnar við að bæta kjör hljómsveitarmanna og fyrstu skrefin í byggingu Hörpu.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Í dag heimsækir Samfélagið Netagerðina á Ísafirði, skapandi rými fyrir arkítekta, klæðskera, blómaskreitingar- og leirlistarfólk og annað sjálfstætt starfandi listafólk á Vestfjörðum. Við skoðum rýmið í fylgd með Heiðrúnu Björk netagerðastjóra og kíkjum í litla verslun sem listafólkið heldur úti.
Og síðan fáum við til okkar tvo sérfræðinga í matvendni barna - þær Berglindi Lilju Guðlaugsdóttur dorktorsnema og Önnu Sigríði Ólafsdóttur prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Að lokum fáum við pistil frá Esther Jónsdóttur, sem elti uppi sjaldgæfan svepp í Grímsnesi ásamt sveppasérfræðingi.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
VÆB bræðurnir tveir, Hálfdán og Mattías Mattíassynir stíga á Eurovisionsviðið í kvöld ásamt dönsurum og syngja lagið Róa. Þeir voru sérstaklega valdir til að vera fyrstir af því stjórnendur keppninnar vildu að kvöldið myndi byrja með miklu stuði. Fararstjóri íslenska hópsins er sem fyrr Felix Bergsson og við vorum með hann á línunni í dag og fengum nýjustu fréttir frá Basel.
Miðvikudagsbíó hefur verið vinsælt í vetur í Bíó Paradís, þessar sýningar voru hugsaðar fyrir eldra fólk, fólk sem vinnur á kvöldin og bara hvern sem vildi koma um miðjan dag í bíó. 28.maí verður lokaviðburður miðvikudagsbíósins með frumsýningu á gamanmynd og boðið verður upp á diskóball fyrir eldri borgara strax eftir sýninguna. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, og Katrín Þorsteinsdóttir, dyggur aðdáandi miðvikudagsbíósins og kvikmynda yfir höfuð, komu til okkar og sögðu betur frá þessu í þættinum.
Svo kom Einar Sveinbjörnsson til okkar í veðurspjallið í dag. Í þetta sinn talaði hann um lýsingar á veðri, orðfæri og tungutak. Þ.e.a.s. hann bar saman hvernig veðrinu var lýst á 19.öld af Erlendi Björnssyni og hvernig það yrði orðað í dag og hvernig mun þetta mögulega þróast áfram inn í framtíðina. Svo rýndi Einar í langtímaútlitið út maí og jafnvel aðeins inn í júní.
Tónlist í þættinum í dag:
Never Ever Let You Go / Rollo and King (Sören Poppe, Stefan Nielsen og Thomas Brekling)
Róa (Jazz útgáfa) / VÆB (Hálfdán Helgi Matthíasson, Matthías Davíð Matthíasson, Gunnar Björn Gunnarsson og Ingi Þór Garðarsson)
Bara Bada Bastu / Kaj (Anderz Wrethov, Axel Åhman, Jakob Norrgård, Kevin Holmström, Kristoffer Strandberg, Robert Skowronski)
Calm After the Storm / The Common Linnets (Ilse Delange, JB Meijers, Rob Crosby, Matthew Crosby og Jake Etheridge)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Una Schram ræðir við Sæunni Kjartansdóttur, sálgreini, um tengslamyndunarkenningar í rómantískum samböndum, en algórythmi Unu er stútfullur af efni því tengdu.
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi þess að endurgera pólitíska gjörninga fortíðar. Venusarstyttan á 1. maí er til skoðunar.
Hver er snilld Nathan Fielder? Pálmi Freyr Hauksson og Tumi Björnsson velta þvi fyrir sér hvað gerir sjónvarpsþætti Fielders sérstaka.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi stormur eins og hann er gjarnan kallaður, jarð- og veðurfræðingur, verður gestur minn í upphafi þáttar þegar við ræðum einstaklega gott veður í vikunni og sumarið framundan.
Gunnar Birgisson, fréttamaður, verður á línunni frá Basel í Sviss þar sem fyrra undanúrslitakvöld Eurovision fer fram í kvöld og Væb-bræður stíga fyrstir á svið.
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, fer yfir hugmyndir umhverfisráðherra um að stemma stigu við innflutningi á vörum sem innihalda skaðleg efni og möguleg áhrif þess að neyslumynstur Íslendinga.
Það er líf á rafmyntamörkuðum þessa dagana. Kristján Ingi Mikaelsson, fjárfestir og einn stofnenda Visku Digital Assets, ræðir þau mál við mig.
Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi vísindanna.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, verður gestur minn í lok þáttar þegar við ræðum stöðu félagsins, ferðaþjónustuna og sumarið framundan.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
SumarVæb í þætti dagsins
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-05-13
GDRN - Vorið.
THE UNDERTONES - Here Comes the Summer.
KINGS OF LEON - Sex On Fire.
DJ JAZZY JEFF AND THE FRESH PRINCE - Summertime.
Haim hljómsveit - Down to be wrong.
SNOW PATROL - Chasing Cars.
KÁRI EGILSSON - Midnight Sky.
CMAT - Running/Planning.
Wet Leg - Catch These Fists.
Stereolab - Aerial Troubles.
Bang Gang - Stop in the name of love.
MOBY - Porcelain.
NOAH AND THE WHALE - 5 Years Time.
Snorri Helgason - Ein alveg.
LEN - Steal My Sunshine.
Dacus, Lucy, Hozier - Bullseye.
Selma Björnsdóttir - All Out Of Luck.
VÆB - Róa.
CMAT - Running/Planning.
Joy Anonymous - JOY (Up The Street).
SÓLDÖGG - Hvort Sem Er.
ERIC B. & RAKIM - Paid in Full.
Fender, Sam - Little Bit Closer.
MUNGO JERRY - In the summertime.
MASSIVE ATTACK - Unfinished Sympathy.
YOUSSOU N´DOUR & NENEH CHERRY - 7 Seconds.
VINYL - Hún Og Þær.
Doechii - Anxiety.
OJBA RASTA - Ég veit ég vona.
MANNAKORN - Það Er Komið Sumar.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Söngkona - Hetjan.
Jordy - Dur dur d'être bébé!.
Ásdís - Touch Me.
Self Esteem - If Not Now, It's Soon.
PRINCE, PRINCE - Kiss.
TAME IMPALA - Let It Happen.
KOOP - Summer Sun.
Birgir - Just Let It Be - kynning (plata vikunnar 2025, 20. vika).
Birgir - Just Let It Be.
MARY J. BLIGE & GEORGE MICHAEL - As.
STEVIE WONDER - Sir Duke.
Sheeran, Ed - Azizam.
Ylja - Á rauðum sandi.
IGORE - Sumarsykur.
Aron Can - Monní.
Boone, Benson - Sorry I'm Here For Someone Else.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Sala hófst í morgun á síðasta eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Almenningur hefur forgang að kaupunum fram yfir stærri fjárfesta. Fjármálaráðherra vonast til að salan skili fjörutíu milljörðum króna í ríkissjóð.
Fyrrverandi lögreglumaður kærði héraðssaksóknara til nefndar um eftirlit með lögreglu. Málið er komið á borð ríkissaksóknara. Lögreglumaðurinn fyrrverandi telur að héraðssaksóknari hafi komið gögnum til Ríkisútvarpsins.
Bandaríkjaforseti hóf í morgun sína fyrstu opinberu heimsókn í embætti. Hann ferðast um Miðausturlönd næstu fjóra daga, en kemur ekki við í Ísrael.
Mikill meirihluti vara sem keyptar eru í netverslunum á borð við Temu og Shein innihalda skaðleg efni. Teymisstjóri markaðseftirlits HMS segir neytendur oft ekki meðvitaða um skaðsemi varanna.
Skjálftahrina gekk yfir við Grímsey í nótt. Stærsti skjálftinn var 4,7 að stærð og fannst víða á Norðurlandi. Íbúi í eynni segir að skjálftahrinur sem þessar venjist aldrei.
Hópur sem viðurkennir ekki lögmæti þýska ríkisins var upprættur í umfangsmikilli lögregluaðgerð í morgun. Sjálfskipaður konungur hópsins var meðal fjögurra sem voru handteknir.
VÆB bræður stíga fyrstir á svið í fyrri undankeppni Eurovision í kvöld. Það er á brattann að sækja fyrir bræðurna, en samkvæmt veðbönkum eru um fjörutíu prósent líkur á að Ísland komist áfram í úrslit.
Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handbolta var í dag kynntur sem leikmaður spænska stórliðsins Barcelona. Hann gerir tveggja ára samning við félagið. Viktor segir vistaskiptin enn vera frekar óraunveruleg.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Þú trumpar ekki ástina.
Ragga Hólm - Þorparinn (ft Margrét Rán).
The Weeknd - Blinding Lights.
STJÓRNIN - Nei Eða Já.
Chappell Roan - The Giver.
Júníus Meyvant - Raining Over Fire.
HARRY STYLES - Late night talking.
Jóhann Helgason Tónlistarmaður, Gammar - Stay.
Carpenter, Sabrina - Espresso.
ANASTACIA - I'm Outta Love.
Birgir - Blackberry Mule - kynning (plata vikunnar 2025, 20. vika).
Birgir - Blackberry Mule.
MIIKE SNOW - Animal.
Una Torfadóttir - Fyrrverandi.
PAUL SIMON - 50 Ways To Leave Your Lover.
EYJÓLFUR KRISTJÁNS OG STEFÁN HILM - Draumur Um Nínu.
TOTO - Georgy Porgy.
Emmsjé Gauti - Þetta má (ft. Herra Hnetusmjör).
ST. VINCENT - Los Ageless.
HERBERT GUÐMUNDSSON - Can't Walk Away.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
Ásdís - Touch Me.
SHANIA TWAIN - Man! I Feel Like A Woman.
Daniil, GDRN - Hugsa oft.
ROXY MUSIC - Love Is The Drug.
Miley Cyrus - Flowers.
SCARLET PLEASURE - What A Life (úr kvikmyndinni Druk).
NIALL HORAN - Heaven.
DJ Sammy - Heaven.
MADNESS - Our House.
Helgi Björnsson - Lífið sem eitt sinn var.
Sébastien Tellier - Divine.
JARVIS - Angela.
DOLLY PARTON - 9 to 5.
MUGISON - Stóra stóra ást.
ICY - Gleðibankinn.
FRIÐRIK DÓR - Hún er alveg með þetta.
THE BLACK KEYS - Gold On The Ceiling.
Gosi - Á floti.
KIM CARNES - Bette Davis Eyes.
Birgir - Coffee - kynning (plata vikunnar 2025, 20. vika).
Birgir - Coffee.
NÝDÖNSK - Kirsuber.
Doechii - Anxiety.
HAFDIS HULD - Tomoko.
THE BEACH BOYS - Kokomo.
HOZIER - Take Me To Church.
Vampire Weekend - M79.
ELÍN EY & PÉTUR BEN, ELÍN EY & PÉTUR BEN - Þjóðvegurinn.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Síðdegisútvarpið 13. maí
Í gær fjölluðum við um fyrirhugað kílómetragjald sem á samkvæmt nýju frumvarpi að mæta ójöfnuði í kostnaði við notkun á vegum landsins. Viðtalið hefur vakið sterk viðbrögð m.a. frá Rafbílasambandinu og Tómas Kristjánsson er formaður þess og hann kom í Síðdegisútvarpið i dag.
Við ætlum að velta okkur aðeins upp úr góða veðrinu og fáum að heyra í fréttamanni okkar fyrir norðan Óðin Svan Óðinsson verður á Ráðhústorginu á Akureyri í beinni útsendingu hér eftir smá stund.
Útboð á 20 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst klukkan hálf níu í morgun. Almenningur hefur forgang að kaupunum fram yfir stærri fjárfesta. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hvetur almenning til að kynna sér útboðið en hvernig berum við okkur að? Aníta Rut frá Fortuna Invest kemur til okkar og segir okkur frá því helsta sem hafa ber í huga ef maður hyggst kaupa hlutabréf.
Felix Bergsson er fararstjóri íslenska hópsins í Basel og við ætlum að heyra í honum þegar stutt er í stóru stundina í Basel en Felix er hokinn af reynslu þegar kemur að Eurovision og hann ætlar að gefa okkur smá stemningu frá Sviss í þættinum í dag.
Sauðburður er í fullum gangi á landinu og líklegt er að fé sé víða úti við sem hlýtur að gera bústörfin mun auðveldari. Við ætlum að hringja austur á Vaðbrekku stendur í 400 metra hæð yfir sjó í Hrafnkelsdal sem gengur suður úr Jökuldal ofanverðum á Fljótsdalshéraði. Þar er Sigríður Sigurðardóttir eða Sirrý alveg á fullu í sauðburðinum.
Fréttir
Fréttir
Styrkja á vegakerfið, lögregluna og tryggja opnun meðferðarúrræða í sumar samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina stíga ákveðin skref í þeim málaflokkum sem hún vilji setja á oddinn.
Dómsmálaráðherra segist ekki hafa ákveðið að auglýsa embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vegna embættisverka Úlfars Lúðvíkssonar.
Búast má við breyttum áherslum í starfsemi Íslandsbanka með nýjum eigendum, að mati bankastjóra, eftir að ríkið lýkur við að selja eftirstandandi hlut sinn í bankanum.
Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segist efast um að Rússlandsforseti þori hreinlega á fund með Úkraínuforseta í Tyrklandi í vikunni.
Hiti náði yfir 22 stigum á Austurlandi í dag.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Indverskir tölvuhakkarar herjuðu á lögmannsstofu sem sá meðal annars um hópmálsókn gegn Björgólfi Thor. Stór kúnni þessarar lögmannsstofu var það líka og það hvaða einstaklinga helst var herjað á í þeim innbrotstilraunum, varð blaðamönnum Reuters tilefni til að vangaveltna um hvort einhver Íslendingur, þriðji íslenski aðilinn, tengdist málinu; hvort hann hefði ráðið málaliðana indversku til starfa.
Orkunotkun í dreifbýli á Íslandi er alltaf dýrust sama hvort kveikja þurfi ljós, hita hús eða drífa áfram bíla. Á alþjóðlegri ráðstefnu á Akureyri var fjallað um hvernig stuðla megi að orkuskiptum í dreifðum byggðum - því talið sé afar mikilvægt að hraða sem mest slíkum orkuskiptum til að lækka kostnað og draga úr mengun.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær nokkur símtöl í viku frá fólki sem hefur orðið fyrir kynlífskúgun eða „sextortion“. Nígerískur glæpahópur sem hefur sérhæft sig í brotum af þessum tagi stærir sig af þeim á Tiktok.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Jóhann Helgason Tónlistarmaður, Gammar - Stay.
Sycamore tree - Wild for Fun.
Sakaris-_Tramin.
hOFFMAN - 90 Years.
Bjarni Arason - Geri það með þér.
Júlía Scheving - Örmunum á þér.
NEI - Stundum.

Bein útsending frá Eurovision söngvakeppninni í Basel í Sviss.
Bein útsending frá Eurovision söngvakeppninni í Basel í Sviss þar sem VÆB, framlag Íslands, er fyrst á svið.
Þulur er Guðrún Dís Emilsdóttir.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Burna Boy - Sweet Love.
Fontaines D.C. - Before You I Just Forget.
Stereolab - Melodie Is A Wound
Turnstile - SEEIN' STARS.
Lights - CLINGY.
Straff - Alltof mikið, stundum
Wet Leg - Catch These Fists
Car Seat Headrest - The Catastrophe
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Neil Young kemur við sögu í þættinum en það var að koma út plata sem gefin er út honum tiul heiðurs – en líka til að safna peningum fyrir Bridge skólann í Kaliforníu sem fyrrum eiginkona hans, Pegi, stofnaði fyrir næstum 40 árum. Bridge skólinn er fyrir fjölfötluð börn – eins og Ben son þeirra Neil og Pegi. En Neil er líka að fara að senda frá sér nýja plötu með nýrri hljómsveit, The Chrome Hearts, og er á leiðinni í tónleikaferð. Hann verður 80 ára í nóvember.
Luiciano Pavarotti kemur líka við sögu, Hörður Torfason, Fiona Apple, Brandi Carlile, Elvis og fleiri.