22:03
Plata vikunnar
Silja Rós - ...letters from my past
Plata vikunnar

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.

Silja Rós Ragnarsdóttir, tónlistarkona, leikkona og handritshöfundur, hefur frá 2017 sent frá sér nýmóðins sálartónlist og poppi. Hún hefur bakgrunn í djasssöng og lærði í tónlistarskóla FÍH og þaðan lá leiðin til ævintýra í Kaupmannahöfn og Los Angeles.

Fyrsta breiðskífa hennar, Silence, kom út árið 2017; önnur plata hennar, Stay Still, árið 2021; og ...letters from my past kom út 2. maí og inniheldur níu jözzuð popplög.

Á plötunni sótti Silja Rós innblástur frá gömlum dagbókum og skúffulögum og gaf gömlum ósögðum sögum nýtt líf. Platan er styrkt af Hljóðritasjóð, Stef, RÚV og Bylgjunni.

Silja Rós á plötu vikunnar á Rás 2 og mætti í hljóðstofu til Margrétar Erlu Maack og ræddi við hana um nýju plötuna og ferilinn fram að þessu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,