
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Arnór Bjarki Blomsterberg flytur morgunbæn og orð dagsins.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Íslenski söfnuðurinn í Kaupmannahöfn er handhafi Verðlauna Jóns Sigurðssonar í ár. Séra Sigfús Kristjánsson, prestur Íslendinga, sagði frá starfinu sem er fjölþætt og mikilvægt fyrir Íslendinga í Danmörku og eflir tengsl milli Íslands og Danmerkur.
Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, sagði frá nýafstöðunum forsetakosningum í Rúmeníu og væntanlegum forsetakosningum í Póllandi. Hann sagði líka frá balli sem haldið var í Basel í Sviss um helgina, leikin var diskótónlist og aldurstakmarkið var sextíu ár.
Alþjóðlegur dagur ljósmæðra er í dag en af því tilefni hleypir Þjóðminjasafnið af stokkunum nýrri könnun þar sem spurt er um meðgöngu og barneignir og þjóðtrú. Slík könnun var gerð 1963. Helga Vollertsen sérfræðingur í þjóðháttum á Þjóðminjasafninu og Eva Þórdís Ebenezersdóttir þjóðfræðingur sögðu frá nýju könnuninni og einnig frá svörum sem bárust í fyrri könnun.
Árstíðirnar fjórar, vorið - Nigel Kennedy og Enska kammersveitin,
Pianomand - Kim Larsen og Kjukken,
Softly as in a morning sunrise - Milton Jackson,
Gott er að gefa - Rúnar Júlíusson.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Breska pönk hljómsveitin The Clash var mjög höll undir ska og reggea tónlist og læddi henni fyrst í stað inn á bakhliðar litlu platnanna en endrum og sinnum rötuðu þessi lög inn á stóru plöturnar. Clash flytur lögin Police and Thieves, Guns of Brixton, Revolution Rock, (White Man) In Hammersmith Palais, Pressure Drop, Bankrobbers, Armagideon Time og Magnificent Seven í þættinum, auk þess sem Specials flytja lagið Gangsters.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Þættir sem spá fyrir um flutning á hjúkrunarheimili og umönnunarbyrði aðstandenda, er heiti á doktorsritgerð sem Inga Valgerður Kristinsdóttir sérfræðingur í Heimahjúkrun varði í Hjúkrunarfræði við Hjúkrunar og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands, fyrir 2 vikum. Doktorsrannsóknin hafði það að markmiði að varpa ljósi á þessa stöðu til að greina hvernig mætti þróa heimaþjónustu til að bregðast betur við þessum þörfum og styðja við eldra fólk til áframhaldandi búsetu á eigin heimili. Einnig er staðan hér á landi borin saman við nokkur lönd í Evrópu og niðurstaðan úr þeim samanburði er áhugaverð. Inga sagði okkur betur frá þessu í þættinum.
Í dag kom Georg Lúðvíksson til okkar í síðasta sinn í bili í það sem við höfum kallað fjármálin á mannamáli. Því leit hann yfir farinn veg með okkur í dag og fór aðeins aftur yfir það helsta sem hann hefur talað um síðastliðna mánudaga: sparnað, lífeyrissjóðsmálin, lánaumhverfið, vextina og fleira. Sem sagt samantekt á mannamáli með Georgi í dag.
Svo var það lesandi vikunnar, sem var í þetta sinn Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR. Hún sagði okkur frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Svala talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Rokið í stofunni e. Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur
Álfadalur e. Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur
A Very Private School e. Charles Spencer
Býr Íslendingu hér? e. Garðar Sverrisson
Hin hljóðu tár, ævisaga Ástu Sigurbrandsdóttur e. Sigurbjörgu Árnadóttur
Lífsstríðið, æviferð Margrétar Þórðardóttur e. Eirík Jónsson
Tónlist í þættinum í dag:
Velkomin heim / Haraldur Reynisson (Haraldur Reynisson)
Let It Be Me / The Everly Brothers (Mann Curtis, Pierre Delanoe)
It’s Only a Paper Moon / Perry Como (Billy Rose, Harlod Arlen & Yip Harburg)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ríkisstjórn Ísraels er sögð hafa samþykkt að innlima Gaza. Hún íhugar að hleypa þangað aftur neyðaraðstoð en banna hjálparsamtökum að dreifa hjálpargögnum. Tugþúsundmanna varalið verður kallað út til að herða árásir.
Börn sem eru dæmd til fangelsisvistar þurfa að afplána á Stuðlum. Stefnt er að því að opna meðferðarheimili fyrir drengi á Suðurlandi í haust. Nýtt heimili í Garðabæ er enn til skoðunar.
Íslenskir kvikmyndaframleiðendur fyndu verulega fyrir því ef hugmyndir Bandaríkjaforseta um hundrað prósenta toll á erlenda kvikmyndaframleiðslu ná fram að ganga. Þetta segir framkvæmdastjóri True North.
Þýski harðlínuflokkurinn Alternative fur Deutschland - AFD- ætlar að kæra leyniþjónustu landsins fyrir að hafa í síðustu viku skilgreint flokkinn sem öfgasamtök. AfD hefur að undanförnu mælst með mest fylgi alla flokka í skoðanakönnunum.
Vegið er að akademískum rannsóknum og sannleika, og beinlínis verið að eyða gögnum í bandarískum háskólum, segja þarlendir háskólaprófessorar. Íslenskir rektorar eru í hópi þeirra sem vilja fá bandaríska vísindamenn til Evrópu.
Strandveiðar hófust í morgun og útgefin leyfi hafa aldrei verið fleiri. Hátíðisdagur, segir framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Ólíklegt er að full dekkun farsímanets fyrir símtöl í 112 náist á stofnvegum landsins á næstunni. Neyðarlínan á í viðræðum við Apple og fleiri tæknirisa um að opna fyrir neyðarsímtöl um gervihnetti.
Hjónavígslum hjá sýslumanni hefur fjölgað stöðugt síðasta áratug. Þær náðu hámarki í fyrra þegar þær voru rúmlega tvö þúsund og sjö hundruð.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Fyrirtæki tékkneska milljarðamæringins Daniel Kretinsky vill byggja tveggja kílómetra langa bryggju við Alviðruhamra á austanverðum Mýrdalssandi á Suðurlandi. Hann vill nota bryggjuna til að flytja út allt að fimm milljónir tonna af vikri frá Íslandi á ári. Umhverfismat á verkefninu stendur nú yfir.
Efnið sem fyrirtækið vill flytja út um þess bryggju er gjóska sem féll til við eldgos í Kötlu árið 1918. Fyrirtækið hefur búið til orðið Kötlusalli til að aðgreina þetta efni frá öðrum vikri á Íslandi, segir framkvæmdastjóri þess, Ragnar Guðmundsson.
Daniel Kretinsky er vægast sagt stórtækur fjárfestir í Evrópu. Hann á meðal annars stóran hlut í enska fótboltaliðinu West Ham, tékkneska fótboltaliðið Slavia Prag, skóbúðina Foot Locker, hlut í bresku verslanakeðjunni Sainsburys auk þess sem hann keypti breska póstfyrirtækið Royal Mail í lok síðasta árs. Sú fjárfesting Kretinsky vakti mikla athygli þar sem um er að ræða fyrrverandi ríkisfyrirtækið og er þetta í fyrsta skipti sem erlendur aðili eignast póstfyrirtækið.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Í dag byrjum við þáttinn á umfjöllun um vímuefnaröskun, sem er einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn sem við glímum við – samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Röskunin er þó meðhöndlanleg og við eigum meðferðir sem virka – en röskunin einkennist ekki síst af bakföllum og hindranirnar sem blasa við þeim sem sækja sér meðferð eru margar.
Erla Björg Sigurðardóttir, lektor í félagsráðgjöf og framkvæmdastýra á áfangaheimili fyrir konur, Helena Gísladóttir, dagskrárstjóri meðferðar Krýsuvíkursamtakanna og MA-nemi í félagsráðgjöf og Sara Karlsdóttir löggiltur áfengis og vímuefnaráðgjafi og dagskrárstjóri meðferðar hjá Hlaðgerðarkoti setjast hjá okkur og ræða um félagslega stöðu einstaklinga í langtíma meðferð vegna vímuefnaröskunar.
Hvað á að gera við rafhlöðuna úr rafmagnsbílnum þegar hann er hættur að ganga? Rúnar Unnþórsson, prófessor í iðnaðar- og vélaverkfræði við Háskóla Íslands, leitar nú svara við því en búast má við að innan fárra ára hafi fallið til mikið af slíkum rafhlöðum sem vel gætu átt gott og farsælt framhaldslíf.
Og í lok þáttar ætlar Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, að kíkja við og deila með okkur gullmola úr safni Ríkisútvarpsins.
Tónlist úr þættinum:
Bridgers, Phoebe - Motion sickness.
Fleet Foxes - Battery Kinzie.
Stuðmenn - Vorið.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Vorið eftir Edvard Grieg í útsetningu fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Ben Palmer. Eldbjørg Hemsing leikur á fiðlu ásamt Fílharmóníusveit Norðurslóða (Arctic Philharmonic) undir stjórn Christian Kluxen.
Liebst du um schönheit úr ljóðaflokknum Rückert lieder, eftir Gustav Mahler. Friedrich Rückert orti ljóðið. Jan DeGaetani mezzosópran syngur með Eastmann kammersveitinni, stjórnandi er David Effron. (útg. 1989).
Saxófónkvartett (2010) eftir Þórð Magnússon, Íslenski saxófónkvartettinn leikur.
Íslenska saxófónkvartettinn skipa: Vigdís Klara Aradóttir, sópran-saxófónn; Sigurður Flosason, alt-saxófónn; Peter Tompkins, tenór-saxófónn; Guido Bäumer, barítón-saxófónn. (Útg. 2013)
2. þáttur, Adagio molto espressivo úr Kvintetti fyrir tvær fiðlur, tvær víólur og selló í D-dúr op. 29 eftir Ludwig van Beethoven. Flytjendur eru Cecil Aronowitz víóluleikari ásamt Amadeus-kvartettinum. (Útg. 1997).
Í dag, eftir Sigfús Halldórsson, tónskáldið syngur og leikur á píanó. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti orti ljóðið. Hljóðritun frá 1951.
Febrúarhiminn (2017), verk í sjö þáttum eftir Kolbein Bjarnason. Flytjendur eru Elektra Ensemble og Duo Harpverk. (Útg. 2019)
2. þáttur, Andante úr Trompetkonserti í Es-dúr eftir Franz Joseph Haydn. Flytjendur eru Alan Stringer trompetleikari ásamt Academy of St Martin-in-the-Fields-sveitinni, stjórnandi er Neville Marriner. (Útg. 1967).
2. þáttur, Menuetto - Trio úr Divertimento fyrir blásara í B-dúr KV 186 (159b) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Flytjendur eru blásarar úr Fílharmóníusveit Berlínar, stjórnandi er Karl Böhm.
(Blásarar: Gerhard Turetschek, óbó; Walter Lehmayer, óbó; Alfred Prinz, klarinett; Christian Cubasch, klarinett; Gunter Lorenz, enskt horn; Gottfried Boisits, enskt horn; Dietmar Zeman, fagott; Camillo Oehlberger, fagott; Roland Berger horn; Volker Altmann, horn)
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Strax frá fyrsta viðburði Alþjóðlegu Bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík var ljóst að áhugi fólks var mikill og aðsóknin góð. Þegar dansk-grænlenska ljóðskáldið Kuluk Helms og Bresk-tansaníska nóbelshöfundinn Abdulrazak Gurnah ræddu við Þóru Arnórsdóttur í Norræna húsinu, meðal annars um gildi bókmennta eða vægi í stóru samhengi. Þóra spurði hvort bækur skiptu enn máli, og orðið enn fór illa ofan í Gurnah sem varði kröftuglega mikilvægi bókmenntanna, það hefur ekkert breyst síðan fyrstu mennirnir settust við varðeldinn og sögðu hver öðrum sögur. Við ræðum gildi og vægi bókmennta og bókmenntahátíða við tvo gesti sem sóttu Bókmenntahátíð af kappi, þau Bjargeyju Ólafsdóttur og Val Gunnarsson.
Við lítum líka aðeins inn á viðburð utandagskrár á Bókmenntahátíð þegar Tunglið útgáfa gaf út þrjár bækur í ritröðinni Svarthol. Á hótel Holt var kakófónískur ljóðalestur, ljóðalest í kappi við tímann og óvænt tónlist. Tunglið gaf út þrjár nýjar bækur eftir Dinçer Güçyeter og Anne Carson sem bæði voru gestir hátíðarinnar og einnig Wolfgang Schiffer sem hefur verið ötull útgefandi og þýðandi íslenskrar ljóðlistar í Þýskalandi.
Viðmælendur: Bjargey Ólafsdóttir og Valur Gunnarsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Myndlistarmaðurinn Sigurður Guðjónsson er þekktur fyrir tímatengd verk, þar sem hann beinir sjónum að hinu innra í stækkaðri mynd og rannsakar efnisheiminn með hljóðum, ljósum, litum og hreyfingu. Verk hans hafa oftar en ekki verið unnin í hrá rými með skýrum tengingum við ýmis vélræn fyrirbæri, en innsetning hans í Hnitbjörgum Listasafns Einars Jónssonar krafðist annars konar nálgunar, enda salurinn þétt skipaður höggmyndum hins symbólíska höggmyndasmiðar á háum stöllum. Sigurður segir okkur af yfirstandandi sýningu, Innrými, í þætti dagsins. Kolbrún Vaka Helgadóttir ræðir líka við þær Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur og Brynhildi Pálsdóttur um hönnunarfyrirtækið Vík prjónsdóttur og Gauti Kristmannsson rýnir í skálsögu Olgu Tokarczuk, Hús dags, hús nætur, í þýðingu Árna Óskarssonar.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við ræðum við framleiðandan Hilmar Sigurðsson um ákvörðun Trumps um að setja tolla á kvikmyndir framleiddar á erlendri grundu. Hvaða áhrif gæti það haft á Íslandi? Og afhverju hefur framleiðsla í Los Angeles dregist saman um 40% á undanförnum áratug?
Kolbeinn Rastrick fór á Minecraft myndina frægu í bíó og segir frá, myndin hefur vakið athygli fyrir þær sakir að bíógestir henda poppi í ákveðnu atriði myndarinnar, bíóstarfsfólki til mikils ama.
Og að lokum ræðir Kristján Guðjónsson við þjóðfræðinginn Andrés Hjörvar, sem skrifaði nýverið meistararitgerð um flökkusögur um flóttafólk.
Fréttir
Fréttir
Ísraelsk stjórnvöld hafa ákveðið að taka yfir Gaza-svæðið og neyða íbúa á brott - þetta hafa erlendir miðlar eftir ísraelskum embættismönnum. Árásir Ísraelshers verða hertar, segir forsætisráðherra landsins.
Atvinnuvegaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um breytt veiðigjald á Alþingi í dag. Umræða um frumvarpið stendur yfir í þingsal og hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýnt það.
Kári Stefánson, fráfarandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það ekki beinlínis hafa komið á óvart þegar honum var sagt upp störfum á föstudaginn - aðferð móðurfélaginsins hafi þó ekki verið sérstaklega hlýleg, hann hafi eiginlega verið skotinn á færi.
Dæmi eru um að fólk sem ætlaði að kaupa sér kartöfluútsæði hafi gripið í tómt. Sala frá ákveðnum framleiðendum var stöðvuð eftir að MATÍS greindi bakteríu sem veldur hringroti. Greiningin er þó mögulega röng því MATÍS dæmdi öll sýni úr stofnútsæði til kartöflubænda ósöluhæf, en greining erlendis sýndi ekkert smit
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að Ísland noti rödd sína á alþjóðavettvangi og knýi fram aðgerðir vegna ástandsins þar. Hún segir ljóst að aðrir hagmsunir vegi meira hjá mörgum stórþjóðum, sem láti þar af leiðandi lítið til sín taka.
Ísrael sé að fremja stríðsglæpi á Gaza.
Atvinnuvegaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi sínu um breytingar á veiðigjaldi á Alþingi í dag - þetta er það frumvarp sem hörðustu deilurnar verða líklega um á þessu vorþingi og það er ekki óhugsandi að starfsáætlun þingsins verði hreinlega tekin úr sambandi til að greiða götu þess; svo ríkur er viljinn hjá stjórnarmeirihlutanum að frumvarpið verði að lögum.
Jákvæð niðurstaða úr ársreikningum sveitarfélaga er áberandi þessar vikurnar og í mörgum tilfellum er afkoman í fyrra margfalt betri en ráð var fyrir gert. Formaður Sambands sveitarfélaga segir þetta ekki endilega ávísun á sömu niðurstöðu að ári. Þótt almennt hafi orðið viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga síðustu ár þurfi áfram að glíma við miklar áskoranir.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Alma rithöfundur og Alma bókaormur fjalla um bókina Byggingarnar okkar. Alma rithöfundur segir okkur hvað felst í því að vera sérfræðingur í varðveislu bygginga og hverju krakkar hafa áhuga á í tengslum við byggingarlist. Alma bókaormur segir okkur frá sínum uppáhaldsbyggingum og af hverju hana dreymir um að verða arkitekt.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Í þættinum ræðir Pétur Grétarsson við Magnús Jóhann Ragnarsson píanoleikara um tónlist og tónlistarhátíðina State of the art.
Tónlistin í þættinum er af hátíðinni sem fram fór í október 2024.
Þættir úr Dáik eftir Þorkel Sigurbjörnsson í flutningi Magnúsar Jóhanns, Guðna Franzsonar og Þórdísar Gerðar Jónsdóttur
Þrjú brot úr tónskáldahringekju hátíðarinnar
Bergur Þorisson leikur verk eftir Tuma Árnason
Björg Brjánsdóttir leikur verk eftir Bergrúnu Sæbjörnsdóttur
Magnús Jóhann leikur verk eftir Berg Þórisson
Einnig heyrast brot úr spuna Magnúsar á myndlistarverkstæði Steingríms Gauta
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Í dag byrjum við þáttinn á umfjöllun um vímuefnaröskun, sem er einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn sem við glímum við – samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Röskunin er þó meðhöndlanleg og við eigum meðferðir sem virka – en röskunin einkennist ekki síst af bakföllum og hindranirnar sem blasa við þeim sem sækja sér meðferð eru margar.
Erla Björg Sigurðardóttir, lektor í félagsráðgjöf og framkvæmdastýra á áfangaheimili fyrir konur, Helena Gísladóttir, dagskrárstjóri meðferðar Krýsuvíkursamtakanna og MA-nemi í félagsráðgjöf og Sara Karlsdóttir löggiltur áfengis og vímuefnaráðgjafi og dagskrárstjóri meðferðar hjá Hlaðgerðarkoti setjast hjá okkur og ræða um félagslega stöðu einstaklinga í langtíma meðferð vegna vímuefnaröskunar.
Hvað á að gera við rafhlöðuna úr rafmagnsbílnum þegar hann er hættur að ganga? Rúnar Unnþórsson, prófessor í iðnaðar- og vélaverkfræði við Háskóla Íslands, leitar nú svara við því en búast má við að innan fárra ára hafi fallið til mikið af slíkum rafhlöðum sem vel gætu átt gott og farsælt framhaldslíf.
Og í lok þáttar ætlar Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, að kíkja við og deila með okkur gullmola úr safni Ríkisútvarpsins.
Tónlist úr þættinum:
Bridgers, Phoebe - Motion sickness.
Fleet Foxes - Battery Kinzie.
Stuðmenn - Vorið.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Þættir sem spá fyrir um flutning á hjúkrunarheimili og umönnunarbyrði aðstandenda, er heiti á doktorsritgerð sem Inga Valgerður Kristinsdóttir sérfræðingur í Heimahjúkrun varði í Hjúkrunarfræði við Hjúkrunar og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands, fyrir 2 vikum. Doktorsrannsóknin hafði það að markmiði að varpa ljósi á þessa stöðu til að greina hvernig mætti þróa heimaþjónustu til að bregðast betur við þessum þörfum og styðja við eldra fólk til áframhaldandi búsetu á eigin heimili. Einnig er staðan hér á landi borin saman við nokkur lönd í Evrópu og niðurstaðan úr þeim samanburði er áhugaverð. Inga sagði okkur betur frá þessu í þættinum.
Í dag kom Georg Lúðvíksson til okkar í síðasta sinn í bili í það sem við höfum kallað fjármálin á mannamáli. Því leit hann yfir farinn veg með okkur í dag og fór aðeins aftur yfir það helsta sem hann hefur talað um síðastliðna mánudaga: sparnað, lífeyrissjóðsmálin, lánaumhverfið, vextina og fleira. Sem sagt samantekt á mannamáli með Georgi í dag.
Svo var það lesandi vikunnar, sem var í þetta sinn Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR. Hún sagði okkur frá því hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Svala talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Rokið í stofunni e. Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur
Álfadalur e. Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur
A Very Private School e. Charles Spencer
Býr Íslendingu hér? e. Garðar Sverrisson
Hin hljóðu tár, ævisaga Ástu Sigurbrandsdóttur e. Sigurbjörgu Árnadóttur
Lífsstríðið, æviferð Margrétar Þórðardóttur e. Eirík Jónsson
Tónlist í þættinum í dag:
Velkomin heim / Haraldur Reynisson (Haraldur Reynisson)
Let It Be Me / The Everly Brothers (Mann Curtis, Pierre Delanoe)
It’s Only a Paper Moon / Perry Como (Billy Rose, Harlod Arlen & Yip Harburg)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við ræðum við framleiðandan Hilmar Sigurðsson um ákvörðun Trumps um að setja tolla á kvikmyndir framleiddar á erlendri grundu. Hvaða áhrif gæti það haft á Íslandi? Og afhverju hefur framleiðsla í Los Angeles dregist saman um 40% á undanförnum áratug?
Kolbeinn Rastrick fór á Minecraft myndina frægu í bíó og segir frá, myndin hefur vakið athygli fyrir þær sakir að bíógestir henda poppi í ákveðnu atriði myndarinnar, bíóstarfsfólki til mikils ama.
Og að lokum ræðir Kristján Guðjónsson við þjóðfræðinginn Andrés Hjörvar, sem skrifaði nýverið meistararitgerð um flökkusögur um flóttafólk.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Þorvaldur Guðjónsson, skólastjóri Vinnuskólans, verður hjá okkur í upphafi þáttar þegar við ræðum sumarið framundan, umsóknir og breytingar.
Vorin eru tími uppskeru og uppskeran er oft lífleg og áberandi hjá Listaháskólanum. Nemendur í fatahönnun sína afrakstur síns erfiðis á morgun á tískusýningu í Hafnarhúsi. Anna Clausen sýningarstjóri lítur við hjá okkur og segir okkur frá stefnu og straumum.
Við tökum stöðuna í Úkraínu með Erlingi Erlingssyni hernaðarsagnfræðingi og fyrrverandi starfsmanni íslensku utanríkisþjónustunnar.
Valur Gunnarsson, sagnfræðingur sem þekkir vel til í Þýskalandi, verður gestur okkar eftir átta fréttir. Þýska öryggis- og leyniþjónustan hefur sett stjórnmálaflokkinn Alternative für Deutschland, AfD, á lista yfir öfgasamtök sem ógna lýðræðinu.
Við förum yfir íþróttir helgarinnar, venju samkvæmt.
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, og Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, verða gestir okkar í lok þáttar þegar við ræðum áhrif viðsnúnings í rekstri borgarinnar á íbúa og gjaldtöku.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Það var líf og það var fjör í Morgunverkum dagsins.
Við heyrðum James Bond lag hljómsveitarinnar Blondie sem fékk ekki náð stjórnenda.
Við heyrðum lagið sem Laufey ætlar að syngja með Barbru Streisand á dúettapplötu Barbru.
Við heyrðum í tveimur afmælisbörnum sem bæði eru 66 ára gömul í dag og vinsælasta lagið í Bretlandi þennan dag fyrir 40 árum, einsmellur sem hefur ekki heyrst hér í áratugi.
Plata vikunnar kemur frá Silju Rós og Brynja Guðríður leysti tónlistargetraun dagsins.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-05-05
Stefán Hilmarsson - Í fylgsnum hjartans.
NIALL HORAN - Nice to Meet Ya.
Fleet Foxes, Cyrus, Noah - Don't Put It All On Me.
MGMT - Electric Feel.
BARBRA STREISAND - Woman In Love.
Laufey - Letter To My 13 Year Old Self.
Haim hljómsveit - Relationships.
VANCE JOY - Riptide.
THE STONE ROSES - Waterfall.
GDRN - Háspenna.
PÁLL ÓSKAR OG MILLJÓNAMÆRINGARNIR - Speak Up Mambo.
Dire Straits - Walk of life.
FLOTT - Hún ógnar mér.
Björn Jörundur Friðbjörnsson, Emmsjé Gauti, Fjallabræður - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
Lady GaGa - Poker Face.
BILLY IDOL - Eyes Without A Face.
Echo & The Bunnymen - The killing moon.
Cyrus, Miley - End of the World.
Sheeran, Ed - Azizam.
Nelson, Phyllis - Move closer.
CMAT - Running/Planning.
Wet Leg - Catch These Fists.
Stereolab - Aerial Troubles.
COLDPLAY - Viva La Vida (Live).
CYRIL, Blunt, James - Tears Dry Tonight.
Easton, Sheena - For your eyes only.
Blondie - For your eyes only.
GOTYE - Somebody That I Used To Know.
Rebekka Blöndal - Kveðja.
Simple Minds - Don't You (Forget About Me) [Live in the City of Diamonds].
BRYAN ADAMS - Run To You.
Nemo - Casanova.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Þú trumpar ekki ástina.
DE LA SOUL - Say No Go (80).
Caamp - Let Things Go.
Steinunn Jónsdóttir - Stiklað á stóru.
Silja Rós Ragnarsdóttir - The way u... - Kynning Plata vikunnar 2025 19. vika.
Silja Rós Ragnarsdóttir - The way u....
Perez, Gigi - Chemistry.
ELBOW - Grace Under Pressure.
Jóhann Helgason Tónlistarmaður, Gammar - Stay.
Arcade Fire - Year of the Snake.
Warren, Alex - Ordinary.
Lizzo - Still Bad.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ríkisstjórn Ísraels er sögð hafa samþykkt að innlima Gaza. Hún íhugar að hleypa þangað aftur neyðaraðstoð en banna hjálparsamtökum að dreifa hjálpargögnum. Tugþúsundmanna varalið verður kallað út til að herða árásir.
Börn sem eru dæmd til fangelsisvistar þurfa að afplána á Stuðlum. Stefnt er að því að opna meðferðarheimili fyrir drengi á Suðurlandi í haust. Nýtt heimili í Garðabæ er enn til skoðunar.
Íslenskir kvikmyndaframleiðendur fyndu verulega fyrir því ef hugmyndir Bandaríkjaforseta um hundrað prósenta toll á erlenda kvikmyndaframleiðslu ná fram að ganga. Þetta segir framkvæmdastjóri True North.
Þýski harðlínuflokkurinn Alternative fur Deutschland - AFD- ætlar að kæra leyniþjónustu landsins fyrir að hafa í síðustu viku skilgreint flokkinn sem öfgasamtök. AfD hefur að undanförnu mælst með mest fylgi alla flokka í skoðanakönnunum.
Vegið er að akademískum rannsóknum og sannleika, og beinlínis verið að eyða gögnum í bandarískum háskólum, segja þarlendir háskólaprófessorar. Íslenskir rektorar eru í hópi þeirra sem vilja fá bandaríska vísindamenn til Evrópu.
Strandveiðar hófust í morgun og útgefin leyfi hafa aldrei verið fleiri. Hátíðisdagur, segir framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Ólíklegt er að full dekkun farsímanets fyrir símtöl í 112 náist á stofnvegum landsins á næstunni. Neyðarlínan á í viðræðum við Apple og fleiri tæknirisa um að opna fyrir neyðarsímtöl um gervihnetti.
Hjónavígslum hjá sýslumanni hefur fjölgað stöðugt síðasta áratug. Þær náðu hámarki í fyrra þegar þær voru rúmlega tvö þúsund og sjö hundruð.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Margrét Erla Maack og Hulda Geirsdóttir skiptu með sér Popplandinu í dag og buðu upp á fjölbreytta blöndu tónlistar.
Lagalisti:
Emilíana Torrini - Big Jumps.
Stuðmenn - Ofboðslega Frægur.
Emmsjé Gauti og Króli - 10 Þúsund.
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
Inspector Spacetime - Dansa og Bánsa.
Elton John - I'm still standing.
Miriam Makeba- Pata Pata.
Chappell Roan - The Giver.
Amy Winehouse - Will You Still Love Me Tomorrow.
Silja Rós Ragnarsdóttir - The way u... - Kynning Plata vikunnar 2025 19. vika.
Silja Rós Ragnarsdóttir - The way u....
The Turtles - Happy together.
Laufey - Silver Lining.
Barbra Streisand - Woman In Love.
CMAT - Running/Planning.
Wet Leg - Catch These Fists.
Stereolab - Aerial Troubles.
Billy Joel - Uptown girl.
Muse - New born.
BECK - Tropicalia.
Jalen Ngonda - Just as Long as We're Together.
The Kinks - All day and all of the night.
Daði Freyr - I don't wanna talk.
Caribou - Odessa.
GDRN, Friðrik Dór, Moses Hightower og Stórsveit Reykjavíkur - Springur út.
Wings - Live And Let Die.
Ásdís - Touch Me.
Grace Jones - I've seen that face before.
Árnason og Co., Unnsteinn Manuel Stefánsson - Sprettur.
Mumford and sons - I Will Wait.
Damiano David - Born With A Broken Heart.
Run DMC & Aerosmith - Walk This Way.
Warmland - The Very End of the End (The Beginning of Something Great).
Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
Lana del Rey- Henry, come on.
Silja Rós Ragnarsdóttir, Bergrós Halla Gunnarsdóttir - Love & Affirmation - Kynning Plata vikunnar 2025 19. vika.
Silja Rós Ragnarsdóttir, Bergrós Halla Gunnarsdóttir - Love & Affirmation.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
Pulp - Spike Island.
Marvin Gaye - I Heard It Through The Grapewine.
Cake - Never there.
Steinunn Jónsdóttir - Stiklað á stóru.
Wallen, Morgan - Love Somebody.
Lenny Kravitz - The Chamber.
Adele - Rolling In The Deep.
Ellen Kristjánsdóttir og Mannakorn - Litla Systir.
My Morning Jacket - Time Waited.
CMAT - Running/Planning.
Krummi - Stories To Tell.
Simply Red - Stars.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Síðdegisútvarpið 5. maí.
Við byrjuðum á því að heyra i Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í alþjóðastjórnmálum og nýráðinn rektor háskóla Íslands um opinn fund sem haldinn var á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ í hádeginu í dag. Þar var rætt um fyrstu 100 dagana í Ríkisstjórn Donalds Trump en hún hefur verið harðorð og óvægin í yfirlýsingum sínum í garð Evrópuríkja.
Við héldum áfram að ræða Trump en hann boðar 100% toll á allar kvikmyndir sem framleiddar eru utan Bandaríkjanna. Þetta gæti haft töluverð áhrif á kvikmyndabransann hér heima. Til þess að ræða þetta fengum við Ásgrím Sverrisson, kvikmyndagerðarmann og ritstjóra Klapptrés á línuna.
Við fengum til okkar Jökul í Kaleo en hann leit við í Síðdegisútvarpinu rétt áður en hann hélt út til Nashville. Hann stendur í ströngu þessa dagana enda ný plata á leiðinni og svo sagði hann okkur frá fyrirhuguðum tónleikum hljómsveitarinnar á Íslandi í sumar.
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra var gestur Síðdegisútvarpsins í dag. Við ræddum við hann um fyrstu 3 mánuðina í starfi ráðherra í ríkisstjórn, veiðigjöld sölu á Íslandsbanka og margt fleira.
Um helgina var alþjóðadagur hláturs og haldið var upp á daginn í Laugardalnum. Við hringdum í Ástu Valdimarsdóttur hláturjógakennara og spurðum hana út í hvers vegna það er svona gott og holt að hlægja.
Við hringdum til Basel í Sviss og heyrðum í okkar konu Guðrúnu Dís Emilsdóttur sem er að undirbúa sig fyrir þularstarfið og hún spjallaði einnig við Selmu Björns sem er leikstjóri íslenska atriðisins.
Það voru Siggi Gunnars og Hrafnhildur Halldórsdóttir sem stýrðu þættinum.
Fréttir
Fréttir
Ísraelsk stjórnvöld hafa ákveðið að taka yfir Gaza-svæðið og neyða íbúa á brott - þetta hafa erlendir miðlar eftir ísraelskum embættismönnum. Árásir Ísraelshers verða hertar, segir forsætisráðherra landsins.
Atvinnuvegaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um breytt veiðigjald á Alþingi í dag. Umræða um frumvarpið stendur yfir í þingsal og hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýnt það.
Kári Stefánson, fráfarandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það ekki beinlínis hafa komið á óvart þegar honum var sagt upp störfum á föstudaginn - aðferð móðurfélaginsins hafi þó ekki verið sérstaklega hlýleg, hann hafi eiginlega verið skotinn á færi.
Dæmi eru um að fólk sem ætlaði að kaupa sér kartöfluútsæði hafi gripið í tómt. Sala frá ákveðnum framleiðendum var stöðvuð eftir að MATÍS greindi bakteríu sem veldur hringroti. Greiningin er þó mögulega röng því MATÍS dæmdi öll sýni úr stofnútsæði til kartöflubænda ósöluhæf, en greining erlendis sýndi ekkert smit
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að Ísland noti rödd sína á alþjóðavettvangi og knýi fram aðgerðir vegna ástandsins þar. Hún segir ljóst að aðrir hagmsunir vegi meira hjá mörgum stórþjóðum, sem láti þar af leiðandi lítið til sín taka.
Ísrael sé að fremja stríðsglæpi á Gaza.
Atvinnuvegaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi sínu um breytingar á veiðigjaldi á Alþingi í dag - þetta er það frumvarp sem hörðustu deilurnar verða líklega um á þessu vorþingi og það er ekki óhugsandi að starfsáætlun þingsins verði hreinlega tekin úr sambandi til að greiða götu þess; svo ríkur er viljinn hjá stjórnarmeirihlutanum að frumvarpið verði að lögum.
Jákvæð niðurstaða úr ársreikningum sveitarfélaga er áberandi þessar vikurnar og í mörgum tilfellum er afkoman í fyrra margfalt betri en ráð var fyrir gert. Formaður Sambands sveitarfélaga segir þetta ekki endilega ávísun á sömu niðurstöðu að ári. Þótt almennt hafi orðið viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga síðustu ár þurfi áfram að glíma við miklar áskoranir.

Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Daði Freyr - I don't wanna talk.
THE XX - VCR.
Balu Brigada - The Question.
THE CURE - Lullaby
Lorde - What Was That.
Gigi Perez, Gigi - Chemistry.
HOLE - Doll Parts.
CMAT - Running/Planning.
THE THE & SINEAD O'CONNOR - Kingdom Of Rain.
Stereolab - Aerial Troubles.
Turnstile - NEVER ENOUGH.
Bon Iver - There's is a rhythmn.
Haim - Down to be wrong.
sombr - Undressed.
EAGLES OF DEATH METAL - Save a Prayer
Black Keys, The - The Night Before.
King Gizzard and The Lizard Wizard - Deadstick.
Green Day - American Idiot.
Wet Leg - Catch These Fists.
Daniil, GDRN - Hugsa oft.
Future Islands, BADBADNOTGOOD - Seasons waiting on you
O'Flynn, Barry Can't Swim - Kimpton
Warmland - The Very End of the End (The Beginning of Something Great).
Self Esteem - If Not Now, It's Soon.
Ásdís - Touch Me.
Alison Goldfrapp, Purple Disco Machine - Dream Machine.
Future Utopia, Lava La Rue - The Pleasure Trap
Júníus Meyvant - Raining Over Fire.
Caamp - Let Things Go.
Warren, Alex - Ordinary.
Mumford and Sons - Rushmere.
Fender, Sam - Tyrants.
New Order - 60 miles an hour.
Straff - Alltof mikið, stundum.
Strokes, The - The Adults Are Talking (Radio Edit).
Bebe Stockwell - Minor Inconveniences.
My Morning Jacket - Time Waited.
Lucy Dacus, Hozier - Bullseye.
Doechii - Anxiety.
Jonah Kagen - God Needs The Devil (Radio Edit).
Birgir - Fleiri daga.
THE LA´S - There She Goes.
Ed Sheeran - Azizam
Inhaler - Billy
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Silja Rós Ragnarsdóttir, tónlistarkona, leikkona og handritshöfundur, hefur frá 2017 sent frá sér nýmóðins sálartónlist og poppi. Hún hefur bakgrunn í djasssöng og lærði í tónlistarskóla FÍH og þaðan lá leiðin til ævintýra í Kaupmannahöfn og Los Angeles.
Fyrsta breiðskífa hennar, Silence, kom út árið 2017; önnur plata hennar, Stay Still, árið 2021; og ...letters from my past kom út 2. maí og inniheldur níu jözzuð popplög.
Á plötunni sótti Silja Rós innblástur frá gömlum dagbókum og skúffulögum og gaf gömlum ósögðum sögum nýtt líf. Platan er styrkt af Hljóðritasjóð, Stef, RÚV og Bylgjunni.
Silja Rós á plötu vikunnar á Rás 2 og mætti í hljóðstofu til Margrétar Erlu Maack og ræddi við hana um nýju plötuna og ferilinn fram að þessu.