18:10
Spegillinn
Þingmenn um útlendingamál og mengun, mold og vatn
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

22. febrúar 2024

Samkomulag ríkisstjórnarinnar um heildarsýn í útlendingamálum felur í sér aðkomu ekki færri en sjö ráðuneyta. Í því koma fram háleit markmið um að leggja áherslu á mannúð og virðingu og vinna gegn skautun og stéttskiptingu. Rætt við Ingibjörgu Isaksen (B) og Sigmar Guðmundsson (C) um útlendingmál og frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum.

Mikilvægt er að rannsaka mögulega jarðvegsmengun strax og byrjað er að skipuleggja íbúðabyggð þar sem áður var iðnaðarsvæði, eins og algengt um þessar mundir. Þetta segir formaður FUMÍS, Fagfélags um mengun á Íslandi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,