16:05
Síðdegisútvarpið
Djúpsteiktir tannstönglar,ofkaup á fatnaði,Grindvíkingar á fasteignamarkaði og Lífsbrú
Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið að kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess að kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur að akstur vegna farsímanotkunar sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess að fólk sem notar síma við akstur sé fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra að fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. Nú hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið að hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt að tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru að fara að kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig að mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið að boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Í lok síðasta árs höfðu greiningadeildir bankanna spáð fyrir um hvernig fasteignamarkaðurinn myndi þróast árið 2024 og í þeim spám var gert ráð fyrir raunlækkun á fasteignaverði en þó nafnvirðishækkun á bilinu 2 til 4 prósent á árinu. Miklar vangaveltur eru nú uppi um hvort að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu muni nú rjúka upp í ljósi aðstæðna í Grindavík og er óhætt að segja að þetta sé algengasta spurning sem fasteignasalar eru spurðir að þessi dægrin. En hvað með Grindvíkinga, hverju eru þeir að velta fyrir sér er varðar húsnæðismarkaðinn og hvaða spurninga eru þeir að spyrja þá sem sýsla með fasteignir ? Páll H Pálsson fasteignasali kemur til okkar á eftir og ræðir þessi mál við okkur.

Á Íslandi deyja árlega að meðaltali 39 einstaklingar í sjálfsvígi og er meira en helmingur þeirra yngri en 50 ára. Vísir að miðstöð sjálfsvígsforvarna varð til hér á landi árið 2023 þegar föstu fjármagni frá Heilbrigðisráðuneytinu var veitt ótímabundið í sjáfsvígsforvarnir og nú í dag klukkan tvö fór fram kynning á Lífsbrú miðstöð sjálfsvígsforvarna og Lífsbrú sjóði í húsakynnum embætti landlæknis. Málefnið er brýnt og við ætlum að fá til okkar á eftir Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis til að segja okkur betur frá.

Kynning á áætluðum hjólastígaframkvæmdum ársins fóru fram í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær. Einnig var kynnt yfirlit á völdum framkvæmdum sem eru í undirbúningi og gætu komið til framkvæmda á næstu árum. Unnið er samkvæmt Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021-2025. Alls hafa verið byggðir upp 42 kílómetrar af hjólastígum í borginni frá árinu 2010. Við ætlum að skoða það allra helsta með Guðbjörgu Lilju Erlendsdóttur

Eins og svo oft áður rákumst við á auglýsingu á samfélagsmiðlum og að þessu sinni fjallaði auglýsingin um hugmynd- sköpun og gleði 12 mánaða ferðalag í átt að sjálfbærum lífstíl. Sú sem þarna minnir á sig heitir Sigríður Tryggvadóttir og er saumakona en hún kennir og styður fólk sem vill tileinka sér sjálfbærni í fatastíl, blöskrar ofkaup á fatnaði og lélegri nýtingu. Sigríður kemur í Síðdegisútvarpið í dag.

og eftir nokkurt hlé verður meme vikunnar á sínum stað Atli Fannar Bjarkason er mættur á nýjan leik.

Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Kóreu hafa varað við æði sem nú herjar á samfélagsmiðla, þar sem fólk hefur djúpsteikt tannstöngla þannig að þeir taki á sig svipað form og krullufranskar, og síðan borðað þá. Ha ? segja margir sem er skiljanlegt það gerum við líka en Hallgrímur Indriðason fréttamaður segir okkur frá þessu eftir smá stund en fyrst ætlum við að taka stöðuna á Reykjanesinu en rafmagn fór þar af um miðjan dag og á línunni hjá okkur er Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets.

Við heyrum líka í Steinunni Þorsteinsdóttur upplýsingafulltrúa Landsnets vegna rafmagnsleysis á Suðurnesjum fyrr í dag.

Er aðgengilegt til 24. janúar 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,