18:00
Kvöldfréttir
Kvöldfréttir 25. desember 2022
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Meira er um öndunarfærasýkingar en í venjulegu ári. Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningamönnum á höfuðborgarsvæðinu í dag, vegna sjúkraflutninga og annarra verkefna.

Vegir eru víða lokaðir vegna ófærðar og vetrarveðurs. Gul veðurviðvörun er í gildi á austur- og suðausturlandi.

Um tvö hundruð þúsund bandarísk heimili eru enn án rafmagns og á þriðja tug eru látnir í einhverjum versta vetrarstormi sem gengið hefur yfir Bandaríkin og Kanada í langan tíma. Á þriðja tug eru látnir vegna veðursins.

Ótal ferðamenn biðu í rúma klukkustund eftir flugrútum í frosti og roki fyrir utan Leifsstöð í kringum klukkan sex í gær. Farþegi segir ástandið hafa verið skelfilegt.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 10 mín.
,