22:40
Gústi guðsmaður
Gústi guðsmaður

Fjallað er um Ágúst Gíslason trúboða og sjómann á Siglufirði. Ágúst var í daglegu tali kallaður Gústi guðsmaður og setti sterkan svip á Siglufjaraðarbæ ekki síst vegna þess að hann predikaði tíðum á Ráðhústorginu. Gústi lagði allar sínar tekjur í trúboð og hjálparstarf erlendis. Sagt er frá Gústa, leiknar upptökur með honum og rætt við fólk sem kynntist honum.

Lesarar í þættinum eru Bryndís Þórhallsdóttir, Ásta Þórhallsdóttir og Þröstur Ásmundsson.

Rætt var við eftirtalda í þættinum: Ólaf Ragnarsson, bókaútgefanda ; Sigurjón Sæmundsson, prentara Siglufirði ; Jónas Tryggvason, sjómann Siglufirði, Árna Johnsen, blaðamann Reykjavík ; Vigfús Þór Árnason, prest Reykjavík ; Hjörleif Magnússon, skrifstofumann Siglufirði, Benedikt Sigurðsson, kennara Siglufirði, Sigurð Hafliðason, bankamann Siglufirði, Jón Dýrfjörð, vélsmið Siglufirði og Karl E. Pálsson kennara Siglufirði.

Lagið um Gústa guðsmann með Gylfa Ægissyni leikið í þættinum. Lesið var úr grein Ólafs Ragnarssonar Fiskimaðurinn úr Jólablaði Alþýðublaðsins 1965, úr kafla um Gústa guðsmann úr bókinni Kvistir í lífstrénu eftir Árna Jóhnsen og úr minningagrein um Gústa eftir Benedikt Sigurðsson.

Umsjón: Kristján Sigurjónsson.

Var aðgengilegt til 26. desember 2023.
Lengd: 58 mín.
e
Endurflutt.
,