18:10
Það sagði mér hún amma mín
Það sagði mér hún amma mín

Í nóvembermánuði árið 1898 stóð alþýðukonan Jónatanía S. Kristinsdóttir á krossgötum þegar hún missti eiginmann sinn í sjóslysi við Eyjafjörð. Hún var þá ung móðir og ekkja sem þurfti að bíta á jaxlinn og harka af sér til að eiga í sig og á. Jónatanía dó á hjúkrunarheimilinu í Skjaldarvík árið 1957 en þar voru endurminningar hennar skráðar nokkrum árum áður og ná þær allt frá barnæsku hennar fram á fullorðinsár. Endurminningaskjalið fannst nýlega í gömlum fjölskyldugögnum og varð það kveikjan að þætti um ævi og örlög Jónataníu sem og annarra sjómannskvenna og dætra frá fyrri tíð. Viðmælandi þáttarins er Steinunn Erla Friðþjófsdóttir, amma höfundar og barnabarn Jónataníu.

Umsjón: Adda Steina Haraldsdóttir.

Í nóvembermánuði árið 1898 stóð alþýðukonan Jónatanía S. Kristinsdóttir á krossgötum þegar hún missti eiginmann sinn í sjóslysi við Eyjafjörð. Hún var þá ung móðir og ekkja sem þurfti að bíta á jaxlinn og harka af sér til að eiga í sig og á. Jónatanía dó á hjúkrunarheimilinu í Skjaldarvík árið 1957 en þar voru endurminningar hennar skráðar nokkrum árum áður og ná þær allt frá barnæsku hennar fram á fullorðinsár. Endurminningaskjalið fannst nýlega í gömlum fjölskyldugögnum og varð það kveikjan að þætti um ævi og örlög Jónataníu sem og annarra sjómannskvenna og dætra frá fyrri tíð. Viðmælandi þáttarins er Steinunn Erla Friðþjófsdóttir, amma höfundar og barnabarn Jónataníu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 40 mín.
,