12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 26. desember 2022
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Rúmlega þrjátíu farþegar í rútu frá Hópbílum leituðu skjóls á Hótel Dyrhólaey í gærkvöld eftir að bílstjóri rútunnar hunsaði lokanir og festi rútuna tvisvar í snjó. Opna þurfti Hótelið Midgard á Hvolsvelli til að hýsa hátt í 70 veðurteppta útlendinga.

Enn ein kalda smálægðin hrellir landsmenn í kvöld. Henni fylgir nokkur úrkoma. Snjó hefur kyngt niður á Austurlandi svo vart sér út um glugga á húsum.

Fleiri en fjörtíu eru látin í fordæmalausum frosthörkum og óveðri í Bandaríkjunum og Kanada. Áfram verður kalt í veðri vestanhafs í dag.

Um fjögur hundruð heimili eru enn rafmagnslaus á Akranesi eftir háspennubilun í nótt. Vonast er til að viðgerðum ljúki fyrir kvöldið.

Þrír rússneskir hermenn féllu í drónaárás Úkraínuhers á herflugvöll í Rússlandi í nótt. Þetta er önnur árásin sem er gerð á flugvöllinn í þessum mánuði.

Skógræktarfélag Eyfirðinga segir hugmyndir um nýtt hótel við Skógarböðin í jaðri Vaðlaskógar ómótaðar og samþykkir þær ekki að öllu óbreyttu.

Keisaramörgæsin er það dýr á Suðurskautinu sem er í mestri útrýmingarhættu. Þetta sýnir ný rannsókn.

Keppni hefst á ný í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir sex vikna hlé vegna heimsmeistaramótsins í Katar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 18 mín.
,