16:05
Síðdegisútvarpið
16.mai
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Vellíðan á vinnumarkaði - Hvernig náum við árangri án þess að tapa heilsunni? Ein þeirra sem heldur fyrirlestur er Guðlaug Ólafsdóttir vinnusálfræðingur en hún hefur lengi starfað við mannauðsmál og stjórnendaráðgjöf. Guðlaug hefur meðal annars starfað síðustu ár hjá Landsbankanum og hjá Símanum ásamt því að hafa kennt vinnusálfræði í HÍ, HA og HR um árabil. Guðlaug kemur til okkar og ræðir við okkur um vellíðan í vinnunni. Annað kvöld standa ungar athafnakonur fyrir örfyrirlestrarkvöldinu Viðburðurinn verður haldinn í Hinu Húsinu, Rafstöðvarvegi,.

Jörð hefur skolfið á Reykjanesinu síðustu daga og það hlýtur að kalla fram ýmsar tilfinningar hjá Grindvíkingum og nærsveitamönnum. Við heyrum í bæjarstjóranum Fannar Jónassyni á eftir.

Sveitastjórnarkosningarnar voru aldelis ekki með eins sniði um allt land. Í Tálknafjarðarhreppi voru óbundnar kosningar til sveitastjórnar. Í þeim eru allir íbúar átján ára og eldri í framboði. 189 voru á kjörskrá og sá sem stóð uppi sem sigurvegari var Jóhann Örn Hreiðarsson. Við heyrum í Jóhanni á eftir.

Syttan af Guðríði Þorbjarnardóttur er laus úr eldflaug sem tvær listakonur komu henni fyrir í og miklar deilur staðið um síðan. Við heyrum í Kristni Jónassyni bæjarstjóra í Snæfellsbæ í þættinum.

Máni Pétursson fjölmiðlamaður, rithöfundur, þjálfari, umboðsmaður og einnlægur áhugamaður pólitík og Svavar Halldórsson stjórnmála og stjórnsýslufræðingur ætla að ræða kosningarnar, þeir eru búsettir í Garðabæ og Hafnarfirði. Við ætlum að velta fyrir okkur niðurstöðu kosninganna, pólitískri umræðu og svo kjörsókninni sem þykir ekki góð.

*Við ætlum líka að kynna okkur starfsemi háskóla unga fólksins en brátt verður opnað fyrir skráningar. Við skruppum vestur í bæ og hittum Kristínu Ásu Einarsdóttir skólastjór.

Var aðgengilegt til 16. maí 2023.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,