12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 16. maí 2022
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Oddvitar Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík hittast á óformlegum fundi um mögulega meirihlutamyndun í dag. Möguleikar Sjálfstæðisflokksins til þátttöku í meirihluta minnkuðu verulega þegar í ljós kom í morgun að Píratar, Samfylking og Viðreisn ætla að fylgjast að í viðræðum næstu daga.

Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu varðandi myndun bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði og Mosfellsbæ, en þar vann flokkurinn stórsigur. Þreifingar eru hafnar.

Stjórnmálafræðingur segir að gott gengi Flokks fólksins á Akureyri sýni að flokkshollusta sé á undanhaldi en fjórflokkurinn tapaði allur fylgi í kosningum í bæjarfélaginu.

Land hefur risið um nokkra sentimetra á Reykjanesskaga nálægt Svartsengi og þar undir hefur einn komma fjórir rúmmetra af kviku safnast saman. Jarðskjálftafræðingur segir háttalagið eins og undanfara eldgoss en ómögulegt að segja til um hvort af því verði. Óvissustig Almannavarna er í gildi.

Vinstriflokkarnir í Finnlandi og Svíþjóð lýstu sig andvíga aðild að Atlantshafsbandalaginu í umræðum á þingi í morgun. Svíar senda erindreka til Tyrklands til að tryggja stuðning við umsóknir ríkjanna.

Landsréttur hefur veitt lögreglunni á Vesturlandi heimild til að leita að hinni stolnu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur inni í eldflaug tveggja listakvenna. Héraðsdómur Vesturlands hafði hafnað beiðninni.

Stjórnmálafræðingur segir að gott gengi Flokks fólksins á Akureyri sýni að flokkshollusta sé á undanhaldi en fjórflokkurinn tapaði allur fylgi í kosningunum í bæjarfélaginu.

Eftir ótrúlegan sigur Tindastóls gegn Val í úrslitum karla í körfubolta í gærkvöld er ljóst að liðin leika hreinan úrslitaleik um titilinn á miðvikudag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,