06:50
Morgunútvarpið
1. feb - Kópavogur, verðlaun, niðurrif, Einar Kára og íþróttir
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Ingvar Þór Björnsson og Hulda Geirsdóttir.

Umsjónarmenn: Rúnar Róbertsson og Sigmar Guðmundsson

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pírata í bæjarstjórn Kópavogs, gagnrýnir Sjálfstæðiflokkinn í bænum fyrir sjálftöku og leyndarhyggju. Hún segir bæinn dæla auglýsingafé í málgagn flokksins langt umfram heimildir. Sigurbjörg fór yfir þetta mál með okkur í þættinum.

Viðurkenningahátíð Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á miðvikudagskvöldið í síðustu viku. Þar fékk Fida Abu Libdeh, framkvæmdarstjóri GeoSilica, Hvatningarverðlaunin 2021 fyrir athyglisvert frumkvæði. Dómnefnd segir árangur Fidu einstakan og mikla hvatningu til kvenna almennt en sérstaklega til erlendra kvenna. Við hringdum í Fidu og spyrjum hvaða þýðingu verðlaunin hafa fyrir hana.

Hvað gerir maður við heila Boeing 757 þotu við niðurrif? Fer hún bara á partasöluna eins og bílar sem eru rifnir? Undanfarið hafa flugvirkjar Icelandair rifið eina af elstu þotum félagsins í flugskýlinu við Leifstöð. Við fáum til okkar Hörð Má Harðarson yfirflugvirkja Icelandair sem ætlar að segja okkur frá ferlinu.

Einar Kárason, rithöfundur, kom til okkar en hann hefur nýverið skrifað bókina Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Þetta er bók um umdeildan mann þar sem farið er yfir viðskiptaferil hans og Jón Ásgeir og samferðarmenn hans tala þar um Baugsmálið, Bolludagsmálið og bankahrunið. Einar kom til okkar.

Íþróttir helgarinnar voru á sínum stað

Tónlist:

Klassart - Gamli grafreiturinn

Taylor Swift - Willow

Hjaltalín - Þú komst við hjartað í mér

Unnsteinn - Er þetta ást

Everything but the girl - Missing

Sálin hans Jóns míns - Allt eins og það á að vera

Commodores - Lady (You bring me up)

Amabadama - Gaia

Jón Jónsson og GDRN - Ef ástin er hrein

Var aðgengilegt til 01. febrúar 2022.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,