12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 01. febrúar 2021
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Valdarán hersins í Mjanmar í nótt er fordæmt víða um heim. Þess er krafist að Aung San Su Kyi og öðrum valdamönnum verði tafarlaust sleppt úr haldi.

Sóttvarnalæknir kveðst tilbúinn með tillögur að tilslökunum. Ekkert smit greindist innanlands í gær - annan daginn í röð. Skipverji á línubátnum Fjölni GK verður mögulega sektaður fyrir brot á sóttvarnalögum.

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir karlmanni sem er grunaður um að hafa skotið úr 22ggja kalibera riffli á bíl borgarstjóra og á skrifstofur Samfylkingarinnar rennur út í dag.

Líkur eru á að hluti þeirrar loðnu sem mældist í rannsóknaleiðangri sem lauk um helgina sé viðbót við það sem áður hafði mælst. Útgerðin vonast eftir auknum veiðiheimildum.

Öllum íbúum á hjúkrunar- og elliheimilum á Englandi hefur verið boðin bólusetning við kórónuveirunni. Níu milljónir Bretar hafa þegar fengið bóluefni.

Tuttugu fámenn sveitarfélög hafa nú stofnað til formlegs samráðs sín á milli. Þau neyðast til að sameinast öðrum sveitarfélögum verði frumvarp sem gerir ráð fyrir þúsund íbúa lágmarksfjölda samþykkt.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,