06:50
Morgunvaktin
Fjölmiðlun að taka eðlisbreytingum
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Í kjölfar frétta af skotárás á bíl borgarstjórans í Reykjavík veltir fólk fyrir sér hvernig við iðkum stjórnmál og umræður um landsins gagn og nauðsynjar. Er harkan meiri en áður, erum við orðin óvægnari í dómum um menn og málefni en við vorum, eru samfélagsmiðlar og kommentakerfi fjölmiðlanna almennt til góðs eða ills, er málum hér öðru vísi háttað en í nágrannaríkjunum? Þessum spurningum veltum við upp með Birgi Guðmundssyni, dósent við Háskólann á Akureyri, en hann hefur lengi fylgst með íslensku samfélagi, ekki síst stjórnmálum og fjölmiðlum.

Einum kafla í bóluefnadeilum Evrópusambandsins og Breta, og bresk-sænska lyfjafyrirtækisins Astra Zeneca, lauk um helgina með því að Evrópusambandið dró í land. Það mun ekki beita viðskiptaþvingunum til að hindra að bóluefni sem framleitt er í Evrópu rati til Bretlands. Sigrún Davíðsdóttir sagði okkur frá þessu máli og fleiri breskum í spjalli okkar.

Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hamborg hafnaði á dögunum tilkalli Bretlands til Chagos-eyja, afskekkts eyjaklasa í Indlandshafi sem eyríkið Máritíus gerir einnig tilkall til. Chagos-eyjar eru þekktastar fyrir að þar er stór bandarísk herstöð. Öllum íbúum eyjanna var bolað burt til að rýma fyrir herstöðinni og þeir hafa barist fyrir rétti sínum áratugum saman. Vera Illugadóttir sagði okkur frá sögu Chagos-eyja og stöðu mála en ólíklegt er talið að Bretar hlíti niðurstöðu dómstólsins.

Tónlist:

I wish it would rain down - Phil Collins

You'll be in my arms - Phil Collins

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,